Matt Pike með sólóplötu

Bandaríski gítarleikarinn Matt Pike (þekktur fyrir hljómsveitirnar Sleep og High on Fire) sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu 18. febrúar á MNRK Heavy útgáfunni. Núþegar er hægt að forpanta plötuna á www.pikevstheautomaton.com og hefur hún fengið nafnið Pike Vs. The Automaton og var unnin með Jon Reid (ex-Lord Dying) og tekin upp af Billy Anderson.

Billy Anderson hefur meðal annars unnið með: Brutal Truth, Cattle Decapitation, Eyehategod, Fantomas, High On Fire, Kiss It Goodbye, Melvins, Mr. Bungle, Neurosis, Om, Orange Goblin, Pallbearer, Ratos De Porao, Sick Of It All, Sleep, Swans, og mörgum oðrum sveitum.

Á plötunni verður að finna heilan helling af gestum, þar á meðal: Jeff Matz (High On Fire),Alyssa Maucere-Pike (Lord Dying/Grigax og kona Matt Pike), Brent Hinds (Mastodon), Steve McPeeks (West End Motel), Josh Greene (El Cerdo), Todd Burdette (Tragedy) og fleirri.

Lagalisti plötunnar:

  1. Abusive
  2. Throat Cobra
  3. Trapped In A Midcave
  4. Epoxia
  5. Land
  6. Alien Slut Mum (sjá hér að neðan)
  7. Apollyon
  8. Acid Test Zone
  9. Latin American Geological Formation
  10. Leaving the Wars of Woe

Hægt er að hlusta á lagið “Alien Slut Mum” af plötunni hér að neðan:

Leave a Reply