Malneirophrenia og Narko Nilkovsky á Bakkus

Malneirophrenia og Narko Nilkovsky (DJ).

Hvar? Bakkus
Hvenær? 2010-02-27
Klukkan? 00:00:21
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Malneirophrenia fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir og er nærri því að gefa út plötu en nokkru sinni fyrr! Frumburðurinn gæti litið dagsins ljós á þessu ári – og því ekki það?

—-

Að gefnu tilefni mun Malneirophrenia leika fyrir dansi á Bakkus laugardagskvöldið 27. febrúar.

Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir byrja kl. 21:30.

Hljóðlistamaðurinn Narko Nilkovsky hefur leikinn með drunga og dramatík.

Samhliða Malneirophreniu verður sérvöldu myndefni varpað upp á skjá, tínt til og klippt saman af Hrafni Hrólfssyni, sérstökum velunnara sveitarinnar.

—-

Þau sem vilja kynna sér hljóðmunstur Malneirophreniu geta notið tóndæma á vefnum
http://www.myspace.com/malneirophrenia

Þau sem vilja kynna sér andann sem umlykur sveitina á öðru, enn óáþreifanlegra tilverustigi en því sem hljómlistin dvelur á, geta kannski fundið einhverjar vísbendingar í þessari myndbandsupptöku, sem túlkar hughrif Malneirophreniu á fagurfræðilegum nótum slaghörpunnar:
http://www.youtube.com/watch?v=RBatYO_9Yg0

—-

Njótið vel.

M

—-

MALNEIROPHRENIA – ÞVÍ FIMMTÍU NORRÆNIR KVENSJÚKDÓMALÆKNAR GETA EKKI HAFT RANGT FYRIR SÉR. – Dr. Johnson

MALNEIROPHRENIA – FÍNIR EN PIRRANDI Á KÖFLUM. – rokk.is

MALNEIROPHRENIA – ALLIR SLEFA YFIR VIÐBJÓÐI EINS OG HJXXXXXÍN EN ENGINN VEIT HVERJIR ÞESSIR SNILLINGAR ERU. TÝPÍSKT! – taflan.org

—-

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Theodór í síma 6901282.

Event:  
Miðasala: