I Adapt – That’s All It Is Live @ Vesturport 2002

Uppáhalds tónleikarnir sem ég (Sigvaldi) náði að filma, það var eitthvað svo mikil sturlun í loftinu, en tilefnið var bæði Gay Pride og útgáfutónleikar I Adapt á plötunni Why Not Make Today Legendary, en í viðbót við Snafu og I Adapt komu Afkvæmi Guðanna einnig fram.

Lagið er eitt af fyrstu 3 lögum sveitarinnar, sem var síðar gefið út á hrá/smá plötunni Famous three. – Fyrstu lögin voru: That’s All It Is, Six Feet Under (But It’s Worth It) og Celebrate. – öll þessi þrjú lög verða sett á netið á næstu dögum.

Birkir Söngvari hafði eftirfarandi um lagið að segja: That’s All It is er fyrsta lagið sem við sömdum, ef ég er ekki að fara rangt með. Þá var Siggi Odds contender sem annar gítarleikaranna en var bara á einni æfingu. Hins vegar var þetta lag samið með Bjössa (Björn Stefánsson (mínus)).

That’s All It Is var augljóst statement. Að við værum fyrsta “hardcore bandið” til að spila tónlist sem hljómaði augljóslega hardcore. Það kemur líka fram í textanum. Lagið átti aldrei að vera frumlegt á neinn hátt og textinn segir að lagið hljómi að hluta til eins og Crucified lagið eftir Iron Cross eða Agnostic Front hahahaha og að okkur sé sama því þetta sé bara hardcore. Hardcore for hardcore.

Leave a Reply