Hljómsveitin Arch Enemy kynnir myndband við nýtt lag: House Of Mirrors

Gítarhetjan Michael Amott og félagar hans í hljómsveitinni Arch Enemy kynntu í lok október mánaðar myndband við lagið Deceiver, Deceiver. Sveitir heldur nú áfram að skella myndböndum við ný lög á netið og í þetta skiptið er það við lagið House Of Mirrors. Sveitin hefur ekki enn tilkynnt hvort að lögin verði að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar, eða hvort eitthvað enn meira nýtt sé væntanlegt frá sveitinni á næstu vikum.

Seinast sendi sveitin frá sér breiðskífuna Will to Power árið 2017 og ábreiðuskífuna “Covered in Blood” árið 2019. Ofuröskrarinn frá Kanada, Alissa White-Gluz, gekk til liðs við bandið árið 2014 og hefur núþegar slegið í gegn með sveitinni.

Hægt er að hlusta á lagið House Of Mirrors hér að neðan:

Leave a Reply