Harðkjarni frumflytur lagið “HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil” með DODECAHEDRON

Hollenska hljómsveitin Dodecahedron sendir frá sér nýja breiðskífu 17. mars næstkomandi að nafni kwintessens. Fyrir þá sem ekki þekkja gefur sveitin út á Season Of Mist útgáfunni, og gaf út sína fyrstu breiðskífu (sem bar nafn sveitarinnar) út árið árið 2012. (áður fyrr var sveitin virk undir nafniu “Order of the Source Below”).

Harðkjarni í viðbót við nokkra vel valda miðla um allan heim hafa fengið forsmekkinn af þessu nýja efni og getum við því frumflutt lagið “HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil” hér á síðunni, en lagið verður formlega gefið út á plötunni kwintessens sem eins og áður hefur komið fram verður gefin út á næsta ári.

Á þessarri nýju plötu verður að finna eftirfarandi lög:
1. Prelude
2. TETRAHEDRON – The Culling of the Unwanted from the Earth
3. HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil
4. Interlude
5. OCTAHEDRON – Harbinger
6. DODECAHEDRON – An Ill-Defined Air of Otherness
7. Finale
8. ICOSAHEDRON – The Death of Your Body

Búast má við að hægt verði að nálgast þessa skífu á geisladisk, vínil og á stafrænum miðlum
www.facebook.com/seasonofmistofficial

http://smarturl.it/DodecahedronShop

You will find cover art and other press-material here:
https://presskit.season-of-mist.com/Dodecahedron/

Leave a Reply