Þann 29. apríl næstkomandi mun dauðarokkshljómsveitin Beneath senda frá sér breiðskífuna “The Barren Throne”. Platan er gefin út af bandaríska plötufyrirtækinu Unique Leader Records sem sérhæfir sig í tæknilegu dauðarokki, og gaf útgáfan út fyrri breiðskífu Beneath, “Enslaved By Fear” árið 2012.
“The Barren Throne” var tekin upp í Hertz hljóðverinu í Bialystok, Póllandi í September og Október á síðasta ári, en það stúdíó er þekkt fyrir að hafa tekið upp m.a. Decapitated, Vader og Behemoth svo að fáein dæmi séu tekin. Upptökustjórn var í höndum bræðranna Wojtek & Slawek Wieslawski sem hafa um árabil sérhæft sig í upptökum á ýmsum stenfum innan þungarokksins.
Hljómsveitin Beneath var stofnuð í Reykjavík veturinn 2007/2008, og samanstóð af fyrrverandi og þáverandi meðlimum Sororicide, Changer, Diabolus og Atrum. Bandið gaf út þröngskífuna “Hollow Empty Void” árið 2010 og skrifaði í framhaldi af henni undir þriggja plötu útgáfusamning við Unique Leader Records. Breiðskífan “Enslaved By Fear” fylgdi í kjölfarið árið 2012. Árið 2013 sagði söngvari og stofnandi bandsins Gísli Sigmundsson skilið við bandið og við tók Benedikt Natanael Bjarnason sem einnig spilar í bandinu Azoic.
Beneath hafa spilað á fjölda hátíða erlendis og má þar nefna Wacken Open Air, Neurotic Deathfest, Deathfeast Open Air og SWR Barroselas. Beneath halda í tónleikaferð um Evrópu í apríl með bandarísku böndunum Dehumanized, Malignancy og Abnormality, en þar verða spilaðir 16 tónleikar á jafn mörgum dögum:
18-04-14 BE – Antwerpen – Kavka
19-04-14 DE – Wermelskirchen – Bahndamn
20-04-14 DE – Trier – Ex Haus
21-04-14 CH – Sursee – Kulturwerk 118
22-04-14 IT – Milano- Blue Rose Saloon
23-04-14 IT – Brescia – Circolo Colony
24-04-14 AU – Vienna – Viper Room
25-04-14 HU – Budapest – Showbarlang
26-04-14 SK – Kosice – Colloseum Club
27-04-14 RO – Cluj-Napoca – Irish & Music Pub
28-04-14 PL – Bielsko-Biala – Rude Boy
29-04-14 CZ – Brno – RC Brooklyn
30-04-14 CZ – Prague – RC Kain
01-05-14 DE – Berlin – K17
02-05-14 DE – Hamburg – Bambi Galore
03-05-14 NL – Tilburg – Neurotic Death Fest