Dauðarokkssveitin Beneath gefur út sína aðra breiðskífu, “The BarrenThrone”.

Þann 29. apríl næstkomandi mun dauðarokkshljómsveitin Beneath senda frá sér breiðskífuna “The Barren Throne”. Platan er gefin út af bandaríska plötufyrirtækinu Unique Leader Records sem sérhæfir sig í tæknilegu dauðarokki, og gaf útgáfan út fyrri breiðskífu Beneath, “Enslaved By Fear” árið 2012.

“The Barren Throne” var tekin upp í Hertz hljóðverinu í Bialystok, Póllandi í September og Október á síðasta ári, en það stúdíó er þekkt fyrir að hafa tekið upp m.a. Decapitated, Vader og Behemoth svo að fáein dæmi séu tekin. Upptökustjórn var í höndum bræðranna Wojtek & Slawek Wieslawski sem hafa um árabil sérhæft sig í upptökum á ýmsum stenfum innan þungarokksins.

Hljómsveitin Beneath var stofnuð í Reykjavík veturinn 2007/2008, og samanstóð af fyrrverandi og þáverandi meðlimum Sororicide, Changer, Diabolus og Atrum. Bandið gaf út þröngskífuna “Hollow Empty Void” árið 2010 og skrifaði í framhaldi af henni undir þriggja plötu útgáfusamning við Unique Leader Records. Breiðskífan “Enslaved By Fear” fylgdi í kjölfarið árið 2012. Árið 2013 sagði söngvari og stofnandi bandsins Gísli Sigmundsson skilið við bandið og við tók Benedikt Natanael Bjarnason sem einnig spilar í bandinu Azoic.

Beneath hafa spilað á fjölda hátíða erlendis og má þar nefna Wacken Open Air, Neurotic Deathfest, Deathfeast Open Air og SWR Barroselas. Beneath halda í tónleikaferð um Evrópu í apríl með bandarísku böndunum Dehumanized, Malignancy og Abnormality, en þar verða spilaðir 16 tónleikar á jafn mörgum dögum:

18-04-14 BE – Antwerpen – Kavka
19-04-14 DE – Wermelskirchen – Bahndamn
20-04-14 DE – Trier – Ex Haus
21-04-14 CH – Sursee – Kulturwerk 118
22-04-14 IT – Milano- Blue Rose Saloon
23-04-14 IT – Brescia – Circolo Colony
24-04-14 AU – Vienna – Viper Room
25-04-14 HU – Budapest – Showbarlang
26-04-14 SK – Kosice – Colloseum Club
27-04-14 RO – Cluj-Napoca – Irish & Music Pub
28-04-14 PL – Bielsko-Biala – Rude Boy
29-04-14 CZ – Brno – RC Brooklyn
30-04-14 CZ – Prague – RC Kain
01-05-14 DE – Berlin – K17
02-05-14 DE – Hamburg – Bambi Galore
03-05-14 NL – Tilburg – Neurotic Death Fest

Leave a Reply