Category: video

OUT COLD á Íslandi 2001

Á tímum innilokunnar og samkomubanns er tilvalið að líta til baka og rifja upp áhugaverða tíma, skoða gamlar upptökur, hlusta á tónlist og grafa jafnvel enn dýpra og spjalla við fólk um eldri tíma og þær stundir sem standa framar öðrum.

Hljómsveitin Out Cold kom hingað til lands árið 2001 og spilaði á tónleikum ásamt hljómsveitunum Dog Daze og Mínus, en hvað varð til þess að harðkjarna sveit frá Boston í bandaríkjum ákvað að koma hingað til lands og hvernig kom þetta allt til? Frosti Logason, þáverandi gítarleikari hljómsveitarinnar mínus, bar hitann og þungan af skipulagningu tónleikanna þar sem leitað var til hans um að koma tónleikunum í kring.

„Vinur minn sem býr úti í Boston og þekkir strákana í Out Cold hringdi í mig og spurði mig hvort ég gæti ekki skipulagt tónleika fyrir bandið þar sem þeir eru að hefja Evróputúr og langaði til að koma við hér á leiðinni.” – Frosti Logason

Krummi Björgvinsson söngvari mínus sagði eftirfarandi:

Við héldum þessa tónleika í MH Norðurkjallara í miðri viku. Frábærir tónleikar en það var fámennt. Ef ég man rétt þá voru þeir á leiðinni heim úr tónleika ferðalagi eða að fara í tónleikaferð. Frábærir strákar í alla staði og tryllt amerískt H.C pönk. – Krummi

John Evicci trommari OUT COLD sagði eftirfarandi um atburðarrásina í heild sinni:

“Við höfðum verið að skipuleggja skoðunarferð um Bretland og Írland og ég man ekki nákvæmlega hvernig það kom upp en einhver hlýtur að hafa lagt til að stoppa á Íslandi á leiðinni. Bassaleikarinn okkar á þeim tíma þekkti Íslending sem var, held ég, hérna í skóla. Við tengdumst Mínus strákunum í gegnum hann. Á þeim tímapunkti vorum við að leitast eftir því að spila allsstaðar, því skrítnara því betra, og Ísland passaði fullkomlega fyrir okkur.

Á þeim tíma þekkti ég aðeins til annarrar manneskju sem hafði verið þar, gamall pennavinur minn aftan frá á níunda áratugnum, Ian Glasper. Hljómsveit hans Stampin ‘Ground hafði einmitt spilað þar nokkrum mánuðum áður. Ég vissi nákvæmlega ekkert um staðinn á þeim tíma, en gerði nokkrar rannsóknir í aðdraganda ferðarinnar og fannst það mjög forvitnilegt. Út frá því var ég mjög spenntur fyrir ferðinni, en var alls ekki tilbúinn fyrir þau áhrif sem Ísland hafði á mig. Frá því að við komum út af flugvellinum var ég heillaður. Á fyrstu klukkutímunum upplifði ég miklar tilfinningar sem ég hafði ekki fundið fyrir áður né síðan. Jafnvel þó að við værum aðeins þar í sólarhring og sáum ekkert eða gerðum ekki neitt, þá náði ég samt að verða svo ástfanginn af landinu að ég hef “neyðst” til að koma aftur 16 sinnum næstu 18 ár eftir þetta. Ferðin breytti lífi mínu.”

En hvernig var fyrir ungan dreng sem að upplifa þessa tónleika, Ægir Freyr Birgisson, hafði eftirfarandi um tónleikana að segja:

Ég var nýkominn úr 10.bekkjarferð, og samkvæmt venju þá sofa unglingar ekki mikið í svoleiðis ferðum, en þreyttur og sæll tók ég strætó (einn, því vinir mínir beiluðu á tónleikunum) niður í MH, mjög spenntur að sjá Mínus og Dogdaze, en ég vissi ekkert um Out Cold.Ég kunni lítinn deili á Dogdaze, en ég dýrkaði þeirra útgáfu af O Holy Night, sem var eitt af 74 (óvarlega áætluð tala) mp3 fælum sem ég átti á tölvunni minni á þeim tíma, og svo var spennan fyrir Mínus alltaf mjög mikil, maður upplifði alltaf að næstu Mínustónleikar yrðu svakalegir, sem þeir voru svo alltaf! Þvílík hljómsveit. Ég man ekkert eftir Dogdaze þarna, nema að þeir tóku ekki jólalagið (ég spyr mig oft hversvegna), en ég man að Mínus voru trylltir, en ég fékk samt óþægilega tilfinningu útaf fólkinu sem þeir drógu alltaf með sér á tónleika, 15 ára ég var mjög smeykur við þetta fólk! Þetta voru held ég fyrstu tónleikarnir sem ég sá erlenda hljómsveit vera með gott distró með sér og varning. Það sem er samt eftirminnilegast var að frá því að Mínus kláruðu sitt sett, þá leit ég á klukkuna á örugglega 30 sekúndna fresti, ég var búinn að reikna út hvenær ég þurfti að hlaupa út til að ná síðasta strætó upp í mosó, ég náði tveimur lögum með Out Cold, og hljóp svo með blendnar tilfinningar í strætóinn, fúll yfir því að geta ekki séð meir, en mjög sáttur að hafa verið á trylltum hardcore tónleikum

Outcold @ MH

Image 1 of 9

En hvernig var að ferðast á þessum tíma, rétt innan við mánuði áður voru gerðar árásir á tvíburaturnana í New York borg, allar flugsamgöngur breyttust á einni nóttu. John Evicci sagði að það hafi bara verið frábært að ferðast á þessum tíma, því það var enginn á flugvellinum, kannski eins og er núna. Daginn eftir árásirnar spiluðum Out Cold við á tónleikum með hljómsveitinni DS-13 í New Jersey og er þeir keyrðum framhjá borginni sást enn til reyks úr rústum turnanna.

Ég ákvað að halda spurningaflóðinu gangandi og spurði John Evicci trommara, hvað stendur uppúr varðandi Íslandsheimsóknirnar?

Eins og ég sagði, þá gerðum við ekki og sjáum ekki neitt í fyrstu heimsókninni, en að það var fyrsta heimsóknin mín og miðað við áhrifin sem hún hafði á mig, stendur öll fyrsta heimsóknin upp úr. Það myndi sennilega vera alveg óáhugavert fyrir alla nema mig, en ég vil gjarnan rifja upp … Á þessum tíma var aðeins eitt flug frá Boston og það var að næturlagi, þannig að við komum snemma morguns til landsins.

Strákarnir í Mínus, vissu vel að við yrðum uppgefnir eftir ferðalagið og fóru því með okkur beint af flugvellinum á gistiheimilið svo að við gætum fengið nokkurra klukkustunda svefn. Ég man ekki nafnið á gistiheimilinu, en það var á Snorrabraut og var með tvær stjörnur á skiltinu, svo ég vísaði alltaf í gríni að við værum á tveggja stjörnu hóteli (haha). Ég var alltof spenntur til að sofa og notaði því tækifærið á meðan hinir sváfu að að labba um og skoða umhverfið með eigin augum. Ég gekk upp að Miklabraut, niður Laugaveginn og Hverfisgötu. Ég fann kvikmyndahúsið Regnbogann, stóð þar og horfði út yfir vatnið í átt að Esju, andaði að mér hreinu lofti og fann þessa mögnuðu og spennandi tilfinningu. Ég vissi bara að það var eitthvað ótrúlega sérstakt við þennan stað. Þegar restin af hljómsveitinni var loksins vöknuð og tilbúin til að kynnast landinu hittum við Mínus stákana í Rín (ef ég man það nafn rétt?). Ég man að ég varð fyrir vonbrigðum með að við borðuðum á Subway og Pizza Hut en ekki á Íslenskum stað. Mínus strákarnir fóru með okkur í skoðunarferð um borgina, þar á meðal í Perluna til að sjá góða yfirsýn yfir borgina, en það var lokað og við komumst því ekki inn.

Tónleikarnir áttu upphaflega að vera á Gauk á Stöng, en á síðustu stundu voru tónleikarnir færðir yfir í MH, til að hægt væri að bjóða upp á tónleika fyrir alla aldurshópa. Ég man eftir krakka á tónleikunum sem fékk mig til að prófa bláan ópal. Eitt af því sem stendur uppúr er þegar við fórum í viðtal í útvarpsþáttinn Tvíhöfða til að kynna tónleikana. Það eina sem ég man eftir í viðtalinu var Jón Gnarr sagði okkur að hann hefði nýlega tekið viðtal við Jello Biafra og að hann hafi álitið að hann væri fáviti. Átta árum síðar hitti ég hann á Austurvelli og minntist á það við hann.

Seinni heimsókn Out Cold árið 2004 var allt öðruvísi upplifun fyrir tónleikagesti og um leið hljómsveitina sjálfa, bæði vegna þess að þið spiluðu úti á landi og á allt öðruvísi stöðum en á nokkrum árum áður.

Við fengum að sjá og gera miklu meira í seinni heimsókninni, en ég hafði einnig heimsótt landið tvisvar sinnum upp á eigin spýtur, þannig ég var með ágæta þekkingu á staðnum þá. Við spiluðum á einum tónleikum utan Reykjavíkur og það í Tryggvaskála á Selfossi, ég hef komið þangað síðan þá og flest er nokkuð breytt, ég held að það sé ekki mögulegt að halda harðkjana tónleika þar núna. Í Reykjavík héldum við tvenna tónleika, á Grand Rokk og á Bar 11, við það bættist við útitónleikar á Ingólfstorgi. Man alltaf eftir þessum útitónleikum þegar ég rölti um miðbæ Reykjavíkur. En sem ferðamaður var hápunktur heimsóknarinnar sú ferð sem við fórum með Sigga Pönk um Kleifarvatn og Krýsuvík, ég hafði lesið mig til um að það væru áhugaverðir staðir og Siggi Pönk (sem reyndar hafði aldrei komið á þessa staði) ákvað að nota tækifærið að skoða það nánar. Ég fokkin elskaði það.

Hvað hefur þú síðan verið að gera síðan að Out Cold hætti? og segðu okkur aðeins frá seinustu útgáfu sveitarinnar, sem var gefin út eftir fráfall fyrrum söngvara sveitarinnar Mark Sheehan.

Síðan Out Cold Hætti hef ég verið í tveimur hljómsveitum, sú fyrri er Oblivionation. Við vorum saman í um það bil 6 ár og gáfum út bæði breiðskífu og smáplötu. Núna er ég að spila með hljómsveitinni Peacebreakers, en ég tók við að trommara sveitarinnar fyrir nokkrum árum. Við tókum upp nýja breiðskífu síðasta sumar, en höfum ekki klárað hana, núna á meðan á þessum heimsfaraldri stendur veit maður ekki hversu langan tíma þetta mun taka.

Með síðustu útgáfu Out Cold, úff, það er löng saga. Árið 2005 fórum við Mark (Sheehan söngvari) að semja fullt af efni og á nokkrum mánuðum höfðum við samið 28 ný lög, sem er nóg efni í tvær plötur. Í desember sama ár fórum við tveir í hljóðver til að taka upp gítar og trommur fyrir öll þessi lög á aðeins tveim dögum. Einhverra hluta vegna héldum við áfram að skrifa og taka upp ný lög í stað þess að klára þessar upptökur. Reyndar, þegar hlutirnir féllu í sundur árið 2008 vorum við enn mjög uppteknir og virkir að vinna að nýju efni sem því miður fengum við aldrei tækifæri til að taka upp.

Við ætluðum síðan alltaf að ljúka þessum upptökum frá 2005, en einhvernveginn gerðum við það ekki. Enn skrítnara er að eftir að þessar upptökur hefðu setið á hakanum í einhvern tíma fór Mark að velta því fyrir sér hvort við ættum ekki að fá upprunalega söngvara sveitarinnar Kevin til að syngja þessi lög. Það kom mér verulega á óvart. Ég fékk aldrei að vita afhverju hann vildi fá Kevin aftur til að syngja þessu lög, en ég held hafi bara við hræddur allt þetta magni af efni. Við héldum áfram og unnum við útgáfur á öðru efni, tveimur smáplötum og split plötu, á meðan voru öll þessu lög enn ókláruð og okkur tókst aldrei að vinna úr því. Tveimur árum síðar lést Mark og skyndilega virtist hugmyndin hans um að láta Kevin syngja þessi lög afar viðeigandi. Kevin var ánægður með hugmyndina og hófst strax handa við að semja texta og taka upp söng heima hjá sér í Norður Karólínu. Fyrri hluti þessa efnis kom loks út árið 2013 en seinni skammturinn kom loks út í fyrra, það er léttur að sjá þetta loksins klárað. Ég held að Mark yrði líka mjög ánægður með þetta..

Hvað stendur uppúr eftir að hafa verið á tónleikaferðalög með Out Cold um heiminn?

Uppáhalds tónleikaferðalagið mitt með Out Cold var síðasta tónleikaferðalagið okkar árið 2004, þá spiluðum við einnig í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnland og Rússland. Í Finnlandi túruðum við með einni af mínum uppáhalds hljómsveitum allra tíma: Hero Dishonest. Djöfull elska ég þá stráka! Annað uppáhald var árið árður þegar við túruðum með hini vanmetnu Hollensku hljómsveit Milkman. Þá spiliðum við á Ítalíu, Grikkland, Makedóníu, Serbíu (enn kallað Júgóslavía á þeim tíma), Króatíu, Slóveníu, Austurríki, bæði Slóvakíu og Tékklandi, og auðvitað Hollandi. Það var einnig rosalega gaman að túra um Japan með annarri bestu hljómsveit heims: No Side frá Osaka.
Góðar stundir, maður.
Ég sakna túra svo mikið.