Category: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon! (2018)

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon!
Fat Wreck 2018

Guðfeður harðkjarnatónlistar New York borgar eru mættir enn og aftur með nýja breiðskífu, þá tólftu á ferlinum. En getur harðkjarna hljómsveit sem hefur verið virk í meira en 30 ár enn skilað frá sér fersku og áhugaverðu efni sem kveikir í aðdáendum sínum og um leið aflar sér nýrra? Í stuttu svari: Ó Já!

Ég held að það fáar plötur á ferli sveitarinnar hafi byrjað á jafn miklum krafti og bjóði upp á jafn mikinn fjölbreytleika og þessi. Það er samt ekki eins og þetta séu gamlir kallar að reyna að ná til æskunnar, þetta er einhvernveginn bara rosalega vel gert og skemmtilegt.

Þrátt fyrir áhugaverðan titil á plötunni (Vekið sofandi drekann) bendir ekkert til að þetta sé einhvern þema plata, en það má heyra mikið áhugaverðu umfjöllunarefni á plötunni, hvor sem það er dýravelverð, innri barátta allskynns hópa, aðdáun þeirra á hljómsveitinni Bad Brains, ádeila þeirra gegn samfélagsmiðlum og stjórnendum þar, og svo að sjálfsögðu ádeila gegn sitjandi forseta landsins. Kannski er þemi plötunnar kraftur einstaklings til að hafa áhrif á lífið, og kvatning til þess að taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin í stað þess að sitja heima og kvarta undan því sem fer illa.

Í mínu lífi er oftast hátíð á bæ þegar sveitir sem þessi gefa út efni, og svo er það enn, ekki talandi um þegar sveitin gefur út svona ferska og skemmtilega plötu.

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Artimus Pyle – Civil Dead (2000)

Prank Records –  2000

Eftir að ég heyrði Fortress plötuna þeirra þá varð ég að eignast meira efni með þessum félögum. Þessi plata er ekki eins og góð og Fortress en samt er hún hörku öflug. Hratt, þungt og kröftugt eru lykilorð sem lýsa tónlistinni þeirra best. Skemmtilegir pólitískir textar leika um eyru manns í formi reiðra öskra. Kraftur í þessu! Ef þú fílar power-violence eða bara almennt hratt hardcore, þá verður þú að eignast þetta.

Fannar öXe

Johnboy - Pistolswing

Johnboy – Pistolswing (1993)

Trance Syndicate –  1993
Pródúserað af Paul Stautinger. 9 lög

Enn og aftur kemur Benni með eitthvað band sem að ég kann engin deil á. Að þessu sinni er það
hljómsveitin Johnboy og mikið andskoti eru þeir spennandi. Það litla sem að ég veit er það að þessi plata er þeirra fyrsta.

Erfitt er að lýsa tónlist Johnboy. Eftir mikla hlustun kom lýsingin upp í hausnum á mér. Harðari en Shellac og fjölbreyttari en Unsane. Sem sagt, blanda af þessum tveimur væri nærri lagi ásamt vænum skemmti af óreiðu í anda Coalesce. Bassaleikarinn fer mikinn með kraftmiklum, frumlegum leik sínum sem að er unun ein að hlusta á. Út frá þessari lýsingu væri máski hægt að versla þessa plötu í blindni. Óreiðan sem að ég minntist á er það eina (lítilvæga) sem að ég finn að þessari plötu. Þ.e. lögin eru stundum ekki nógu hnitmiðuð, þannig að platan virkir síður sem heild. Lögin, ein og sér hræra hins vegar verulega í heilanum á hlustandanum. Kannski er það með vilja gert að hálfu tríósins sem að kallar sig Johnboy. Þið ættuð líka að skoða þetta band, mjög viljandi Virkilega athyglisvert!

Toppar:
Hold
Freestanding
Admiration

Birkir

The get up kids - Four - Minute Mile

The get up kids – Four – Minute Mile (1998)

Doghouse records –  1998
Produced af Bob Weston, 11 lög.

Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum disk. Ekki sé ég eftir því að hafa keypt hann þar sem hann er góður en ég bjóst við meira frá bandinu.The Get Up Kids spila grípandi tilfinningarokk sem getur þó orðið svolítið einhæft á köflum hjá þeim piltum, en það er kannski erfitt að brjóta upp þetta sívinsæla form… Ef þú fílar Braid eða Weezer þegar þeir eru á rokkskónum, þá munnt þú grípa The Get Up Kids fegins hendi. Písmerki og plús

Toppar:
Coming Clean.
Dont hate Me.
Stay Gold,
Pony Boy (3 lög)

Birkir

Stuck Mojo - Rising

Stuck Mojo – Rising (1998)

Century Media –  1998
Pródúserað af Andy Sneap

Ég heyrði fyrst í Stuck Mojo um áramótin 1997-98, og var þar um að ræða tvö lög á safndisk frá
Century Media sem heitir 21st Century Media Blitz.
Skemmst er frá því að segja að ég kolféll fyrir þessum lögum, og lofaði sjálfum mér að kaupa fyrsta diskinn sem ég kæmi auga á með umræddri hljómsveit. Svo þegar þessi diskur kom út nokkru seinna, ákvað ég að standa við gefið loforð.

Ef segja skal alveg eins og kemur þessi diskur skemmtilega á óvart, hann er ekki eins þungur og maður hafði búist við, en engu að síður þrælskemmtileg hlustun. Það er ekki víst að allir fíli stílinn hjá Stuck Mojo, en ég fyrir mitt leiti er hrifinn af þessu. Þungir rythmar með þéttum trommum og tvöföldu bassatrommudobbli við hátíðleg tækifæri, og rappað og sungið til skiptis oná allt saman. Ekki skemmir heldur fyrir að Chuck nokkur Billy, lungnaþenslusérfræðingur sveitarinnar Testament, hjálpar til í einu lagi!

Diskurinn er gefinn upp sem þrettán laga, en þá er ótalið introið, þannig að í heildina eru þetta ca. 13,5 lög. Auk þessara audiolaga er svo eitt video, við lagið Rising. Þetta video er þrælgott, þar gefur að líta nokkra af svaðalegustu fjölbragðaglímuköppum USA etja kappi við hljómsveitina og aðdáendur þeirra (þessi videoútgáfa er hinsvegar limited edition…sorrý!)

Hápunktar:
Enemy Territory (m. Chuck Billy), Southern Pride, Rising.

Kristján

Greyarea - Greyarea

Greyarea – Greyarea (1999)

Victory Records –  1999

Melódísk post-hardcore er skilgreining sem mér er frekar illa við að nota en Það er Það fyrsta sem
mér datt í hug Þgar ég setti Þennan disk í spilarann. Greyarea eru frá NewYork. Þegar einn af mest áberandi persónuleikum hardcore-sins, hann Raybeez dó, hætti hljómsveitin hans sem hét Warzone .Þetta var mikill missir fyrir hardcore hreyfinguna. Raybeez var afar áberandi, positívur og smitaði mjög svo út frá sér. Trommuleikari Warzone, Vinny Value, stofnaði Þá hljómsveitina No Redeeming Social Value. Núna er hann búinn að stofna Geyarea ásamt gítarleikaranum og söngvaranum Ernie sem áður hafði verið í Black Train Jack(og fleiri góðum…). Tónlistin er hröð,kraftmikil, melódísk, vel spiluð og upplífgandi en stundum gíra Þeir niður í hægari tempó.Hér má greina áhrif frá Bad Brains, Minor Threat og Descendents. Melódíurnar minna oft á Black Train Jack. Þetta er nefnilega grípandi kúkur, gott fólk. Hljómurinn á disknum er frábær og Ernie er góður söngvari með rödd sem lætur manni líða vel. Textarnir eru smellnir eða alvarlegir og vel samdir. “For Real” er einmitt tileinkað Raybeez. Lögin fá mann strax til Þess að syngja með og tralla, við fyrstu hlustun… Það getur ekki verið annað en gott! Greyarea eru grípandi og rokka. Þið hafið alla ástæðu til Þess að tékka á Þeim. –

Birkir