Category: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon! (2018)

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon!
Fat Wreck 2018

Guðfeður harðkjarnatónlistar New York borgar eru mættir enn og aftur með nýja breiðskífu, þá tólftu á ferlinum. En getur harðkjarna hljómsveit sem hefur verið virk í meira en 30 ár enn skilað frá sér fersku og áhugaverðu efni sem kveikir í aðdáendum sínum og um leið aflar sér nýrra? Í stuttu svari: Ó Já!

Ég held að það fáar plötur á ferli sveitarinnar hafi byrjað á jafn miklum krafti og bjóði upp á jafn mikinn fjölbreytleika og þessi. Það er samt ekki eins og þetta séu gamlir kallar að reyna að ná til æskunnar, þetta er einhvernveginn bara rosalega vel gert og skemmtilegt.

Þrátt fyrir áhugaverðan titil á plötunni (Vekið sofandi drekann) bendir ekkert til að þetta sé einhvern þema plata, en það má heyra mikið áhugaverðu umfjöllunarefni á plötunni, hvor sem það er dýravelverð, innri barátta allskynns hópa, aðdáun þeirra á hljómsveitinni Bad Brains, ádeila þeirra gegn samfélagsmiðlum og stjórnendum þar, og svo að sjálfsögðu ádeila gegn sitjandi forseta landsins. Kannski er þemi plötunnar kraftur einstaklings til að hafa áhrif á lífið, og kvatning til þess að taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin í stað þess að sitja heima og kvarta undan því sem fer illa.

Í mínu lífi er oftast hátíð á bæ þegar sveitir sem þessi gefa út efni, og svo er það enn, ekki talandi um þegar sveitin gefur út svona ferska og skemmtilega plötu.

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Nora - Loose´s Intuition

Nora – Loose´s Intuition (2000)

Goodlife –  2000
http://www.goodliferecordings.com

Goodlife hafa verið duglegir í seinni tíð að gefa út leiðinlegar hljómsveitir. Það verður þó ekki sama sagt um umrædda plötu. Samt ætla ég að byrja á því að kvarta. Það þýðir ekkert annað. Fyrir það fyrsta þá þetta myndaplata (picture vinyl) sem lítur afar vel út og allt það en hann er bara illa gerður. Nálin er stöðugt að skoppa á þessu helvíti. Það lagast yfirleitt eftir nokkrar spilanir en þessi plata er bara dead hvað þetta varðar. Bú! Svo er textablaðið til háborinnar skammar. Það er bara eitt blað í plastinu. Á annari hliðinni eru texta (það er almennilegt) en svo eru hin hliðin einhverjar fancy augýsingar frá GL. Það er ömurlegt. Þetta væri fínt ef þetta væri svona miði sem lætt er með í hulstrið en að gera helminginn af layout’inu að einhverji skitinni auglýsingu! Búúúú! Ömurlegt. Ljót útgáfa. Geisladiskaútgáfan (Trustkill records) af Looser´s Intuition er ekki svona, nota bene.

En að tónlistinni. Þetta er besta stöff Nora til þessa. Punktur. Þetta er eðal metalkor af nýja skólanum sem kremur og lemur og er á sama tíma gáfulegt, spennandi og með góða texta. Ef þið vilduð að Converge væru meira straight forward og gæfu stóru riffinum meira pláss þá munuð þið elska Nora. Þetta er gott kaos en samt afar hnitmiðað og in your face. Mörg riffanna þarna eru bara scary. Dúndur.

Birkir

Dag Nasty - Wig Out at Denko's (re-issue)

Dag Nasty – Wig Out at Denko’s (re-issue) (2002)

Dischord Records –  2002
www.dischord.com

Rosalega var ég ánægður þegar ég sá þennan disk í Dischord hillunni í Hljómalind. Ég hafði heyrt í þeim á netinu og varð strax heillaður. Svona mellódísk útgáfa af Minor Threat. Þannig að ég greip eitt eintak og dreif mig heim til að taka nokkur spor við Minor Threat-legt hardcore. En þetta var allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég hafði heyrt lög af fyrsta disknum þeirra, Can I Say, sem var allt öðruvísi. Þessi diskur er samt frábær. Lögin eru frá über mellow hardcore/punki út í hreint og beint emo. Maður heyrir greinilega að mörg emo bönd dagsins hafa tekið margt frá þessum gamlingjum. Þó svo að þetta sé basically emo plata þá eru þarna léttir hardcore partar í lögunum sem gerir þessa plötu enn betri.

Þar sem þetta er re-issue þá hafa þeir skellt inn plötunni Mango Session með, sem inniheldur tvö lög sem eru ekki á upprunalegu Wig Out at Denko’s og svo eru tvö lög sem voru tekin upp í viðtali við þá félaga, þar sem þeir spila á kassagítar og syngja.

Ég mæli með þessari plötu fyrir alla þá sem fíla létt hardcore/punk og emo. Ég skelli henni oft í spilarann og syng með. Einlæg og frábær plata í alla staði.

Fannar öXe

Bad religion - All Ages

Bad religion – All Ages (1995)

Epitaph –  1995

Bad religion samanstendur af körlum sem að eru eldri en pabbi minn. Körlum sem að líta allir út fyrir að vera smiðir eða múrarar, eða hverskonar verkamenn sem að vinna sína vinnu, koma heim til konunnar fá sér að borða, kyssa barnið góða nótt og fara svo á pöbbinn ásamt vinnufélögunum. Svona alveg hreint ótrúlega venjulegir karlar sem að eru bara sáttir við sig og sitt. Bad religion hafa þó verið iðnir við að koma frá sér hljómplötum og spila um víðann völl. Þeir hafa einnig gert hvort tveggja vel og hafa eignast marga dygga aðdáendur í gegnum árin. Það er ekki langt síðan að ég bættist í hóp þeirra sem að hlusta á þetta stórskemmtilega band. Margir muna eftir ,,21. Century Digital Boy” ,,Suffer” og ,,The American Jesus” sem að eru allt smellir frá Bad Religion, en það vill svo leiðinlega til að

allt of fáir á Íslandi kannast við Bad Religion og þeirra verk. Þar sem að enginn útvarpsstöð hefur tekið þá upp á arma sína. ,,All Ages” er svona Best of plata og inniheldur ,,bestu” lög þeirra frá upphafi og þar er af nógu að taka. Flestir unnendur góðrar tónlistar ættu að hafa gaman af þessum disk, en það sem að heillar mig kannski helst er textagerðin. Textarnir eru skrifaðir sem ádeila og eru oft miklar pælingar sem að liggja að baki þeim. Oftar en ekki eru textarnir hálf sorglegir og óþægilegir……en samt ekki!

Bóas

Nothingface - Audio Guide To Everyday Atrocity

Nothingface – Audio Guide To Everyday Atrocity (2000)

Mayhem/Fierce Records –  2000
Produced af Nothingface og Drew Mazverk

Metall, þessi nýji metall, ég fíla þennan disk nokkuð vel, komst samt ekki alveg strax inn í hann, en það tók ekki langan tíma, og ég var kominn með nokkur lög af honum á heilan fljótlega. Diskurinn byrjar á Goldtooth sem er nú eitt af bestu lögunum á disknum að mínu mati. Það er samt ekki mikið nýtt að gerast á þessum disk, en það þýðir ekki að þetta sé slæmur diskur langt í frá, þetta er frábær diskur, með áhrif frá tool, machinehead, korn.. þannig lagað rokk, alveg brilljant blanda. Besta lagið að mínu mati á disknum er rólega lagið Sleeper, það byrjar á einfaldri bassalínu og svo koma hinir guttarnir inn. Söngvarinn notar syngur léttar laglínur og þetta er rólegt og gott lag, seinna inni í laginu koma svo strengja fljóðfæri (fiðlur og þannig) en er samt líklega bara samplað, en þetta er flott, svo allt í einu springur lagið og allt verður vitlaust, lagið er orðið massa þungt allt í einu og bara geðveikur kraftur. Söngvarinn stendur sig mun betur á þessum disk en á disknum á undan, er líkelga búinn að læra að beyta röddinni betur, og hljóðfæraleikararnir eru við hið sama. Þegar maður heyrir lag með þeim getur maður líkega sagt.. hey þetta er Nothingface, ánþess að vita mikið um bandið, því að þeir eru með sinn ákveðna hljóm. Góður diskur.

Toppar:
Sleeper
Goldtooth
Breath out
Error in Exellence

Valli

Unwound - Challenge For A Civilized Society

Unwound – Challenge For A Civilized Society (1998)

Kill Rock Stars –  1998
10 lög

Unwound er eitt af betri alvöru alternative böndunum í dag. Þau eru algerlega með sinn eigin stíl þar sem þau blanda saman allskyns tökktum frá t.d. Sonic Youth, Blonde Redhead, Nirvana, Shellac, gamla Sebadoh, June of 44, Don Caballero, Slint og fleirum. En þau blanda öllu þessu saman og gera það að sínu eigin sándi og stíl sem er svo ótrúlega heillandi. Það sem gerir þessa plötu frábrugðna gömlu Unwound plötunum er það að hún er ekki alveg eins hörð og ekki alveg eins hrá. Það gerir hana alls ekkert verri heldur bara betri ef eitthvað er. Svo er líka meira um post-rock áhrif þarna.
Til að gera langa sögu stutta þá eru Unwound einhverstaðar á toppnum með Dinasaur Jr., Shellac, Nirvana, Unsane og Melvins yfir bestu tríó í heimi.
Buy or die!

Stu