Category: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon! (2018)

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon!
Fat Wreck 2018

Guðfeður harðkjarnatónlistar New York borgar eru mættir enn og aftur með nýja breiðskífu, þá tólftu á ferlinum. En getur harðkjarna hljómsveit sem hefur verið virk í meira en 30 ár enn skilað frá sér fersku og áhugaverðu efni sem kveikir í aðdáendum sínum og um leið aflar sér nýrra? Í stuttu svari: Ó Já!

Ég held að það fáar plötur á ferli sveitarinnar hafi byrjað á jafn miklum krafti og bjóði upp á jafn mikinn fjölbreytleika og þessi. Það er samt ekki eins og þetta séu gamlir kallar að reyna að ná til æskunnar, þetta er einhvernveginn bara rosalega vel gert og skemmtilegt.

Þrátt fyrir áhugaverðan titil á plötunni (Vekið sofandi drekann) bendir ekkert til að þetta sé einhvern þema plata, en það má heyra mikið áhugaverðu umfjöllunarefni á plötunni, hvor sem það er dýravelverð, innri barátta allskynns hópa, aðdáun þeirra á hljómsveitinni Bad Brains, ádeila þeirra gegn samfélagsmiðlum og stjórnendum þar, og svo að sjálfsögðu ádeila gegn sitjandi forseta landsins. Kannski er þemi plötunnar kraftur einstaklings til að hafa áhrif á lífið, og kvatning til þess að taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin í stað þess að sitja heima og kvarta undan því sem fer illa.

Í mínu lífi er oftast hátíð á bæ þegar sveitir sem þessi gefa út efni, og svo er það enn, ekki talandi um þegar sveitin gefur út svona ferska og skemmtilega plötu.

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Sunflower Kids - s/t

Sunflower Kids – s/t (2000)

Lighthouse –  2000
http://www.lighthouserecordings.nu

Fyrsta almennilega útgáfa þessara norsku hljómsveitar. Flott 7″ skal ég ykkur segja, þykkur myndavýnill sem meikar nálina á spilaranum hér á Tofustígnum. Damn hvað fyrsta lagið “Entitled” byrjar vel. Góður hraði og klassa riff. Fínt lag sem missir sig stundum í smá osta-metalspælingum sem virka ekki alltaf. “Abandoned” er svo bara all out metalcore í anda Belgíubandana en það lag er sem betur fer brotið upp með smá hraða og einu Strife-legu riffi. Þegar þau tjilla á metalnum þá minna þau mig oft á Strife sem er ekkert nema gott. Síðasta lagið er ansi hreint epískt með mörgum köflum, gítarslaufum og er um réttindi dýra. Almennilegt! Tvö lög sem tileinkuð eru málefnum dýra og náttúru. Það þykir mér gott að heyra. Veitir ekki af. En ekki láta það fæla ykkur (af hverju ætti það að gera það??) því að þetta band lofar mjög góðu og ef þau mixa meiri hraða í lögin og ná að mynda góða heild þá er fjandinn laus. Eins og ég segi þá er eðall að tékka á böndum með að næla sér í sjö tommu. Hlakka til að heyra meira. Já þau kovera “Diehard” með Integrity. Gott mál.

Birkir

Forgarður Helvítis - Gerningarveður

Forgarður Helvítis – Gerningarveður (2002)

Forgarður Helvítis –  2002
http://www.helviti.com

Hvað höfum við hér !? Jú hvorki meira né minna enn fyrstu “plötu” Forgarðs Helvítis. Þær hafa nú verið nokkrar hingað til en þó einkum í formi 7“ og svokallaðara safnskífum.
Þegar ég heyrði frá þeim frændum og bændum að nú hygðust þeir leggja af stað í víking og semja efni fyrir heila plötu hugsaði ég með mér að það væri nú alls ekki auðvelt að semja plötuútgáfuhæft efni (tímalengdarlega séð) sem gæti toppað fyrri gullmola, þ.e.a.s alla þá slagara sem Forgarður Helvítis hefur átt í gegnum tíðina t.d. “Kjöt með gati”, “Hóra”, “Brennið Kirkjur”, “Messírass”, “Örlag” ofl. En annað kom á daginn, og höfðu þessir djöflar úr sveitinni greinilega mikið upp í erminni. 19 lög er hér að finna + 3 stutta “qvóta” á milli laga.
Fyrsta lagið “Án þess að depla auga” segir allt sem segja þarf hérna. Byrjar á hröðu gítarspili, og svo er bara alls ekki aftur snúið eftir geðsjúklingurinn á trommunum byrjar. Grindcore trommur eins og þær gerast bestar og hraðastar, brutal as fuck söngur hljómar eins og englar í eyrum mínum. Neglda bassaplokkið kemur líka lúmskt á óvart. Eftir að millikaflinn er búinn og Grind Beastið fer aftur í gang, þá spyr maður sig, hvernig er þetta hægt, hvernig……?
Næst er það “Baráttusöngur”. Ansi skemmtileg hi-hat pæling hérna, um leið talið er inn í blastið. Ekkert slakað á frekar en áður. En þó svo að trommusándið sé afbragðsgott í flesta staði, þá er stundum að bassarommusándið leyfi ekki úber-hröðu double pedalinu að njóta sín eins og það ætti skilið.
“Legsteinn grafar minnar” er svo 35 sek áframhald á geðveikinni.
“Ferðasýn” skartar trommubyrjun sem skilar sér ekki alveg nóg vel þó svo að hugmyndin sé góð. En um leið og gítarinn kemur einn inní með þetta mjög svo flott riff þá gleymist hitt nánast, því að þar á eftir kemur alveg heljarinnar lag. Með þeim sterkari verð ég að segja. Forgarðurinn á rætur sínar að rekja til Pönks, Death og Black Metals og Grindcore.
“Í Forgarðinum” er svo meira í áttina til “pönk” Forgarðsins, en líka alveg með Forgarðsbragði í gegn.
“Fjandafæla” er líka eitt af þessum sterkari lögum, og verð ég að segja að Sigurður Harðarson fer á kostum hérna. Er að gera nokkuð sem hann hefur ekki verið að gera mikið áður fyrr. Nota röddina meira bæði upp á við og niður á við. T.d. síðast þegar kallinn söng í stúdíói að taka upp demo með Fogganum var hann sauðdrukkinn og gargaði alveg eins í gegnum öll bévítans lögin. En hérna er hann að spila góðan bolta.
“Krossfest börn” er eitt af þessum eldri lögum sem voru tekin upp aftur. Kannski er það bara ég, en mér finnst ég alveg heyra að þetta lag sé mun eldra en þessi sterku lög sem voru samin fyrir þessa plötu. Svosem ágætis lag, og eitt af þeim lögum sem maður heyrir vel að bassinn er að gera flotta hluti.
Þá er það titil tittlingurinn, “Gerningarveður”. Byrjar á andskoti flottum gítar röddunum, nokkuð sem að Forgarður Helvítis hefur ekki verið þekktur fyrir hingað til, og verð ég bara að segja að þetta minnir mig á gott Dark Throne lag á skemmtilegan hátt, en adam var ekki lengi í paradís, og þróast gítarröddunin útí enn meiri raddanir, og nítróið fer í gang á trommunum. Put the pedal to the metal. Öfga hratt gítarspil eins og Forgarðurinn gerir best, og helvíti cool bakraddaflæði hljómar vel í geðveikinni. “Gerningarveður” er nú alveg í top 3 yfir bestu lög á plötunni að mínu mati. Gott kaffi hér á ferð.
Eitt er víst að gamli pönkarinn hefur ekkert slakað á með árunum, því að í “Gelding Óskhyggjunar” öskrar hann hraðar en nokkur rappari sem ég hef heyrt í, og oft vilja nú spíta ansi hratt útút sér. Einnig er hraði “chorus” söngkaflinn alveg sudda flottur, og ekkert er dýrið á trommunum að slaka á á meðan, heldur fer hann á kostum í grindinu eins og svo oft áður, en svo kemur allt í einu svona kafli í laginu sem sem á vafalaust eftir að fá marga til að hugsa með sér “What !!!” Bloody danshæfur popp kafli. En hann brýtur lagið upp mjög skemmtilega, og á bassinn líka stóran hlut í því, þannig að þetta er nú allt hið besta mál.
“Vítahringur Ömurleikans” er svo annað svona pönk afbrigði Forgarðsins. En þessi lög þeirra svokölluðu, eru bara einhvernveginn engin helvítis pönklög, þó svo að maður finni smá pönk bragð af þeim svona hér og þar. “Vítahringur Ömurleikans” byrjar á svona pönklegan hátt, en þróast svo útí það að vera eitt af mjög fáu lögum þeirra sem innihalda hægt melódískt efni. Eykur fjölbreytnina talsvert.
“Ljósbrjótur” byrjar svo á fullu grind blasti, en er samt svona með rokkuðustu lögunum á þessari plötu, og kannski spes af því leyti að það er alls ekki mikið af efni á þessari plötu sem gæti flokkast undir hreint og beint rokk.
“Guð er stærsta lygi í heimi” var upphaflega gefið út á demói sveitarinnar frá 1995, en er hér endurunnið á margan og tvímælalaust betri hátt. Góður slagari, sem brýtur plötuna svoldið upp því að þetta er eitt af fáum lögum Forgarðs Helvítis sem turbo grindið er ekki tunað í botn eins og heyra má í “Vængbrotnir Englar”, sem er eiginlega bara grind non-stop í heila mínútu, geri aðrir betur. Alltaf er gaman að heyra hluti sem maður hefur aldrei heyrt áður, og á ég þá við grindcore og söngur (ef söng skyldi kalla) saman með engu undirspili. Helvíti cool hugmynd.
“Kveljarinn” byrjar svo með alveg eitursvölu riffi og ekki er restin af laginu af verri endanum, heldur verð ég að segja að hérna liggur nánast við að hér sé helsti slagarinn á ferð. Aftur eru þeir að fást við gítarraddanir, og tekst þeim einkar vel upp með það.
Næsta lag er nú svona með svartari lögum plötunar, og þá meina ég að hérna erum við komin ansi nálægt Blackmetal heilahvolfi Forgarðsins með “Þar sem hamingjan ræður ríkjum”
“Skuggahiminn” byrjar á rosalega kraftmikinn hátt, mikil öskur, mikið grind, og aftur er hérna þessi skemmtilega hi-hat pæling í grindinu, annað hvert hi-hat slag á meðan snerillinn og bassatromman eru saman á fullu. Stuttur og góður slagari.
“Eðlislægur fasismi” er með eldri lögum á plötunni, og ég verð að segja að mér finnst það ekkert eiga allt of mikið í sterku nýju lögin, sérstaklega þegar maður hefur hlustað á þau rétt áður. Þó er svoldið gaman heyra hvað bassinn rífur sig svoldið meira í gegn en oft áður.
“Heljarslóð” er alveg kick ass lag, og sómar sér vel sem endalag plötunar. Þó verð ég að játa að gítarpikkið í byrjun á skilið að hljóma betur. Það lagast töluvert þegar hinir clean gítararnir og bassinn koma inní, en það sker dáldið í mig að heyra þegar það byrjar á þessum eina gítar, en þegar vel er á liðið á lagið, er virkilegur kraftur á ferð.
“Gerningarveður” platan sjálf er mjög vel heppnuð, og engin önnur hljómsveit kemst með tærnar þar sem Forgarðurinn er með hælana. Textana mætti reyna að skilgreina sem andkristin, heimspekileg ljóð, eða ljóðrænn pólitískur andkristinn áróður. Eins og ég sagði áður, átti ég alveg eftir að sjá það að sjá þá semja nýja slagara sem gætu skotið þeim gömlu ref fyrir rass. En “Made In Sveitin” djöflunum tókst það. Samt sem áður angrar það mig svolítið að það eru sumstaðar hlutir á plötunni sem ég hefði viljað sjá betur gerða eða betur gengið frá. Ég veit vel að þeir gætu gert þá betur. Það sem ég á við, eru t.d. einstaka skiptingar, stopp sem hefði mátt taka aftur upp og binda hnúta á suma lausa enda. Platan er það vel gerð í nánast alla staði, að ekki var það þannig að menn höfðu ekki tíma, peninga, orku né vilja. En Forgarður Helvítis er Forgarður Helvítis, og enginn er betri í að vera Forgarður Helvítis en Forgarður Helvítis.

Aðalbjörn Tryggvason

Ýmsir - Demon Knight

Ýmsir – Demon Knight (1995)

WEA/ATLANTIC –  1995
Produced by ýmsir, 10 lög

Ýmsir flytjendur, ýmsir flytjendur, það var einu sinni svona sveitaballahljómsveit sem hét einmitt Ýmsir flytjendur. Það er auðvitað liðin tíð enda hörmulegt nafn! Nóg af því, hér er á ferðinni annas safndiskur, eða svoleiðis. Þetta er tónlistin úr samnefndri kvikmynd sem að partur í ,, Tales From The Crypt” seríunni. Demon Knight er einmitt ein af skemmtilegri myndunum úr seríunni, með Billy Zane í hlutverki skúrksins, og stendur hann sig fyrna vel, enda hrappalegur í útliti og framkomu. Flytjendur á disknum eru ekki af verri endanum, síður en svo. Rokkararnir

Pantera, Biohazard, Ministry, Filter og Rappararnir úr Gravediggaz, þetta er aðeins hluti af þeim hljómsveitum sem að leggja hönd á plóginn við að gera þetta “sándtrakk” að virkilega Flottu og góðu, heilsteyptu verki sem að veltir þér um koll við hlustun. Það er auðvitað ekki fyrir hvern sem er að hlusta á þetta, en flestir hafa ekkert nema gott af rokka svolítið upp blóðstrymið til heilans og hressa aðeins upp á sellurnar með smá rudda rokki. Það kæmi mér ekki á óvart þó að “Hagaskólahrapparnir” hefðu gaman af þessu. Allar hljómsveitirnar hafa vandað valið þegar kom að lagavali og svínvirkar hvert eitt og einasta lag, algerlega. Á þessum disk er stanslaust rokkpartý og þér er boðið! Ekki hika því það er það sama og tapa og engum er vel við tapara, því þeir eru alltaf að væla!!

Bóas

Crowbar - Odd Fellows Rest

Crowbar – Odd Fellows Rest (1998)

Mayhem/fierce Records –  1998

Ég á allt með bandinu, sem gerir mig kannski eins óhlutdrægan eins og hægt væri, ég dýrka þetta
band, það var Phil nokkur Anselmo sem fékk mig til að vilja hlusta á þetta band fyrst og ég sé svo sannarlega ekki eftir því, það eru nokkuð mörg ár síðan. Ég frétti á netinu að Crowbar væru að gefa út nýjan disk og ég pantaði mér hann bókstaflega strax. Þegar ég fékk hann þá vissi ég ekki við hverju ég átti að búast. EN ó mæ god hvað þetta er flottur diskur, þetta er (að mínu mati) allra besti diskur sem var gefinn út árið 1998 og bara allt við hann er flott, frá coveri, textum og auðvitað að lögunum sjálfum. Það er erfitt að velja besta lagið eða bestu lögin af honum, en samt það eru nokkur sem standa upp úr. It’s all in the gravity byrjar þokkalega flott, byrjar á heavy riff sem hættir svo.. “ONE TWO THREE” og lagið bara byrjar, þooookkkkalega flott, þegar ég held að lagið sé að verða búið, og allt lækkar, nema trommurnar.. það er eins og það hafi verið rafmagnslaust í smá tíma.. heyrist smá “aaa-a-a-aaa” og síðan hækkar aftur í gítarnum og bassanum. Ég veit nú ekki hvort að allir muni fíla þennan disk, en hann er ekki hraður, hann er ekki hipp-hopp massive, þetta er fokkin þungarokk og hægt, stundum svona goth fílingur hjá þeim, ættli þetta flokkist ekki undir sludge metal. Svona hálf sóðalegt hægt og þungt en fagurt læk hell. Það eru engir gítarsólóar eins og venjulega hjá þeim, bara flottur samleikur gítarleikaranna. það er annað lag sem fær öll hár á líkamanum til að rísa á disknum og það er síðasta lagið á disknum, On frosen ground, þyngsta lagið á diskunm og ég bara get ekki lýst þessu, ef þið fílið shit þungt efni þá er þetta diskur sem þið munuð spila fyrir barnabörnin og segja, “sko þetta er tónlist ekki þetta rusl sem þið hlustið á”, BRILLIANT!

Diskur ársins að mínu mati

Toppar:
It’s all in the gravity
On frosen ground

Valli

Coalesce - There is nothing new under the sun

Coalesce – There is nothing new under the sun (1998)

HydraHead Records –  1998
Produced af Coalesece
7 lög

Um daginnn fékk ég nokkra diskana sem að ég hafði verið að panta. Og með í pakkanum var þessi
magnaði diskur, sem er búinn að vera í stöðugri hlustun síðan að ég fékk hann. þetta er einmitt partý singalong diskurinn sérstaklega fyrir þá sem að þekkja verk gömlu kallana í Led Zeppelin. Á disknum taka þeir coalesce gaurar 7 LZ lög. Það má segja að þeir taki kallana í lz í analinn með þessu snilldar coveri sínu. Diskurinn byrjar á fullu blasti á immigramt song(sem var samið um ísland eftir tónleika þeirra félaga hér á landi 197ogeitthvað) Síðan koma heartbreaker, black dog, out on the tiles og whole lotta love. Síðan hægist heldur betur á keyrslunni og 2 síðustu lögin That´s the way og thank you eru róleg og virkilega ljúf svona unplugged dæmi og flottur söngur! Þetta er skildueign allra led zeppelin eða metal aðdáenda því að diskurinn í heild sinni er argasta snilld bæði!

Toppar
Diskurinn í allri sinni mynd

Guðný