Söngvari Sepultura, Derrick Green stofnaði hljómsveitina Integrity þegar hann var 15 ára, en hætti í bandinu þegar þeir fengu plötusamning við Victory Records. Eftir það var hann meðlimur í hljómsveitunum Outface, Overfiend og fleirum.
Category: Fróðleikur
Pepper J. Keenan
Pepper J. Keenan gekk til liðs við hljómsveitina Corrosion of Conformity árið 1989 sem gítarleikari, en varð ekki söngvari sveitarinnar fyrr en árið 1994.
The Badge
Pantera lagið “the Badge” sem finna mátti á safnplötu myndarinnar “The Crow” er upprunalega eftir hljómsveitina Poison Idea.
Trendkill
Söngurinn á plötunni “The Great Southern Trendkill” var ekki tekinn upp með restinni af bandinu í Dallas, heldur í heimabæ Phil Anselmo (söngvara) í hljóðveri Trent Reznor.
Cowbell
Í aðeins 2 lögum af öllum lagalista hljómsveitarinnar Pantera (með Phil Anselmo) heyrist í kúabjöllum (Cowbell), en það eru lögin Revolution Is My Name og Drag the Waters.
Terry Glaze
Upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar Pantera, Terry Glaze, er nú í hljómsveitinni Lord Tracy sem stofnuð var árið 1985.
Pantera
Hljómsveitin Pantera var stofnuð árið 1981 af bræðrunum Darrell Lance Abbott og Vincent Paul Abbott. Fyrsti söngvari sveitarinnar var Terry Glaze og söng hann á þrem fyrstu plötum sveitarinnar: Metal Magic (1983), Projects in the Jungle (1984) og I Am the Night (1985)
Crowbar
Hljómsveitin Crowbar var stofnið árið 1988 undir nafninu Aftershock, sem síðar fékk nafnið, Wreqiuem sem síðar fékk nafnið The Slugs, sem að lokum varð Crowbar.
Rest in Pieces
Armand Majidi trommari Sick of it all var á sínum tíma söngvari Rest in Pieces
Chain of Strength
Áður en Zack de la Rocha var söngvari Rage Against the machine var hann í hljómsveitunum Hardstance and Inside Out. Trommuleikari þessa sveita, Alex Baretto var einnig í hljómsveitunum Statue og Chain of Strength.