Bandarísku gítarleikarinn William Graziade, öðru nafni BillyBio sendir frá sér plötunna Leaders And Liars í mars á næsta ári, en þetta er önnur sólóplata gítarleikarans. Billy er þekktastur fyrir að vera söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Biohazard sem gaf út plötur á árunum 1989 til 2011. Síðustu ár hefur hann einnig spilað með hljómsveitinni Powerflo sem inniheldur meðlimi Cypress Hill, Downset og Fear Factory.
Lagalistinn:
- Black Out
- Fallen Empires
- Leaders and Liars
- Lost Horizon
- Turn the Wounds
- Sheepdog
- Deception
- Generation Kill
- Looking Up
- One Life To Live
- Our Scene
- Just The Sun
- Enough
- Remission
- Cyanide
Fyrsta smáskífa plötunnar er við lagið One life to live, en í laginu má einnig heyra í söngvara hljómsveitarinnar H2O að nafni Toby Morse: