Íslenska þungarokksveitin Aeterna sendi frá sér á í vikunni myndband við Sveitin Milli Sanda, klassískt lag Magnúsar Blöndal sem Elly Vilhjálms gerði frægt um árið. Þessi nýja útgáfa Aeterna var tekið upp af Leifur Örn Kaldal og sveitinni sjálfri. Hér að neðan má sjá myndbandið við þetta magnaða lag.
Bandarísku gítarleikarinn William Graziade, öðru nafni BillyBio sendir frá sér plötunna Leaders And Liars í mars á næsta ári, en þetta er önnur sólóplata gítarleikarans. Billy er þekktastur fyrir að vera söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Biohazard sem gaf út plötur á árunum 1989 til 2011. Síðustu ár hefur hann einnig spilað með hljómsveitinni Powerflo sem inniheldur meðlimi Cypress Hill, Downset og Fear Factory.
Lagalistinn:
Black Out
Fallen Empires
Leaders and Liars
Lost Horizon
Turn the Wounds
Sheepdog
Deception
Generation Kill
Looking Up
One Life To Live
Our Scene
Just The Sun
Enough
Remission
Cyanide
Fyrsta smáskífa plötunnar er við lagið One life to live, en í laginu má einnig heyra í söngvara hljómsveitarinnar H2O að nafni Toby Morse:
Íslenska pönksveitin Börn sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Drottningar Dauðans 28. janúar á næsta ári (2022), en þetta fyrsta nýja efnis sem sveitin sendir frá sér all nokkur ár. Það er Iron Lung Records frá Seattle í Washington fylki sem gefur út plötu sveitarinnar.
Hægt er að forpanta vinil útgáfu af plötunni núþegar á bandcamp heimasíðu Iron Lung Records, en legalisti plötunnar er eftirfarandi:
Tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar CROWBAR verður gefin út 4. mars næstkmoandi, en útgáfan er á vegum MNRK Heavy útgáfunnar. Platan hefur fengið nafnið “Zero And Below” og er hljóðblönduð og pródúseruð af Duane Simoneaux, enn hann hefur áður unnið bæði með Kirk Windstein söngvara sveitarinnar, Crowbar, Down og Exhorder og fleirri sveitum. Nýja platan mun innihalda eftirfarandi lög: 01 – “The Fear That Binds You” 02 – “Her Evil Is Sacred” 03 – “Confess To Nothing” 04 – “Chemical Godz” 05 – “Denial Of The Truth” 06 – “Bleeding From Every Hole” 07 – “It’s Always Worth The Gain” 08 – “Crush Negativity” 09 – “Reanimating A Lie” 10 – “Zero And Below”
Núþegar er hægt að hlusta á fystu smáskífuna við lagið “Chemical Godz” af þessarri plötu í formi myndbands hér að neðan:
Í september árið 2020 sendu Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Napalm Death frá sér plötuna “Throes Of Joy In The Jaws Of Defeatism” og halda nú áfram í beinu framhaldið með smáplötu að nafni “Resentment Is Always Seismic – A Final Throw Of Throes”, en á plötunni má finna hliðarútgáfur, ábreiður og önnur lög sem tekin voru upp á sama tíma og Throes platan.
Bandaríski gítarleikarinn Matt Pike (þekktur fyrir hljómsveitirnar Sleep og High on Fire) sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu 18. febrúar á MNRK Heavy útgáfunni. Núþegar er hægt að forpanta plötuna á www.pikevstheautomaton.com og hefur hún fengið nafnið Pike Vs. The Automaton og var unnin með Jon Reid (ex-Lord Dying) og tekin upp af Billy Anderson.
Billy Anderson hefur meðal annars unnið með: Brutal Truth, Cattle Decapitation, Eyehategod, Fantomas, High On Fire, Kiss It Goodbye, Melvins, Mr. Bungle, Neurosis, Om, Orange Goblin, Pallbearer, Ratos De Porao, Sick Of It All, Sleep, Swans, og mörgum oðrum sveitum.
Á plötunni verður að finna heilan helling af gestum, þar á meðal: Jeff Matz (High On Fire),Alyssa Maucere-Pike (Lord Dying/Grigax og kona Matt Pike), Brent Hinds (Mastodon), Steve McPeeks (West End Motel), Josh Greene (El Cerdo), Todd Burdette (Tragedy) og fleirri.
Lagalisti plötunnar:
Abusive
Throat Cobra
Trapped In A Midcave
Epoxia
Land
Alien Slut Mum (sjá hér að neðan)
Apollyon
Acid Test Zone
Latin American Geological Formation
Leaving the Wars of Woe
Hægt er að hlusta á lagið “Alien Slut Mum” af plötunni hér að neðan:
Gítarhetjan Michael Amott og félagar hans í hljómsveitinni Arch Enemy kynntu í lok október mánaðar myndband við lagið Deceiver, Deceiver. Sveitir heldur nú áfram að skella myndböndum við ný lög á netið og í þetta skiptið er það við lagið House Of Mirrors. Sveitin hefur ekki enn tilkynnt hvort að lögin verði að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar, eða hvort eitthvað enn meira nýtt sé væntanlegt frá sveitinni á næstu vikum.
Seinast sendi sveitin frá sér breiðskífuna Will to Power árið 2017 og ábreiðuskífuna “Covered in Blood” árið 2019. Ofuröskrarinn frá Kanada, Alissa White-Gluz, gekk til liðs við bandið árið 2014 og hefur núþegar slegið í gegn með sveitinni.
Hægt er að hlusta á lagið House Of Mirrors hér að neðan:
Hljómsveitin Human Impact ætlar að gera heiðarlega tilraun til að fara í tónleikaferðlag um Evrópu á næsta ári, en ágætlað er að sveitin spili tónleika í París 6. júlí, fari til Bretlands, Írlands, Belgíu og Hollands og endi svo aftur í Frakklandi.
Fyrir þá sem þekkja ekki til sveitarinna er hér um að ræða fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við Unsane, Swans, Cop Shoot Cop og Xiu Xiu. Sveitin sendi frá sér sýna fyrstu breiðskífu í mars árið 2020 sem einfaldlega bar nafn sveitarinnar.
Hægt er að hlusta á fyrstu plötu sveitarinnar í heild sinni hér:
Myndband með sveitinni:
Tónleikaferðalag sveitarinnar eins og það er áætlað í dag: 06/07 Paris, FRA – Petit Bain 06/07 Brighton, UK – Green Door Store 06/09 London, UK – 100 Club 06/10 Manchester, UK – Deaf Institute 06/11 Leeds, UK – The Brudenell Social Club 06/12 Glasgow, UK – Garage 06/13 Dublin, IRE – Whelans 06/15 Bristol, UK – Exchange 06/17 Antwerpen, BEL – Trix (ásamt Jawbox) 06/18 Amsterdam, NEt – Paradiso (ásamt Jawbox) 06/19 Breda, NET – Mezz 06/20 Brussels, BEL – Botanique 06/22 Tourcoing, FRA – Grand Mix 06/24 Clisson, FRA – Hellfest 06/25 Bourges, FRA – Nadir 06/26 Pau, FRA – La Ferronerie 06/28 Bourg en Bresse, FRA – Tannerie
15. desember síðastliðinn kom harðkjarna sveitin Turnstile fram í spjallþætti bandaríska grínistans Seth Meyers á bandarísku sjónavarpsstöðinni NBC. Smelltu til að sjá myndband!
We use cookies on our website to give you the most relevant experience by remembering your preferences and repeat visits. By clicking “Accept”, you consent to the use of ALL the cookies.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.