Hrottapönkbandið Spünk var að gefa út myndband við lagið incestfest og er því við hæfi að kynnast bandinu nánar og sjá hvað er í rauninni í gangi í herbúðum sveitarinnar.
Segið mér aðeins um bandið, hvernig band er þetta hvernig tónlist spilið þið og hvaðan komið þið?
Erum í raun lítið annað en fjögur saurlifuð afsprengi hrottalegs gjálífs og freistinga, vorum allir getnir á sama ættarmótinu. Við reynum þó alltaf að koma vel fyrir og sýna náunganum virðingu. Hvað tónlistina varðar er hún bara keyrsla sem má aldrei stoppa. Ekkert kjaftæði.
Hverjir eru í bandinu?
Skari Biscotti, söngur
Andrés Biscotti, gítar/söngur
Þorsteinn Biscotti, bassi
Óttar Biscotti, trommur
Nafnið Spünk, hvaðan kemur það?
Spünk er auðvitað einlægasti líkamsvessinn og táknar fyrir okkur Kjark.
Nafnið kom á undan hljómsveitinni, svona eins og sæði kemur alltaf à undan barni. Èg hringdi í besta vin minn og spürði hvort að hann vildi stofna með mér Spünk og spila pönk. Bollurnar yfir Ü-inu eru einfaldlega tilkomnarvegna þess að við hlustuðum of mikið á Mötley Crue og Motörhead í æsku og drukkum of mikinn Löwenbrau.
Hvað hefur sveitin gefið út til þessa (og er eitthvað annað væntanlegt)?
Fyrsta platan okkar, Barnalög, er í þessum töluðu orðum í masteringu og stefnum við á að droppa henni í vor.
Hvenær eru næstu tónleikar? (Bravó giggið)
Föstudaginn 29.mars komum við fram á Bravó ásamt Hardcore Laxness, Korter í flog og Godchilla. Dj Eldflaug leikur svo fyrir dansi eftir tónleikana.
Nánari upplýsingar hér:
https://www.facebook.com/events/2094018494057340/?ti=cl
Eigið þið ykkur drauma gigg hér á landi?
Spünk og Sinfó
Hvað er svo næst á dagskrá hjá ykkur?
Frumburðurinn Barnalög er á leiðinni með tilheyrandi pompi, prakt og trufluðum útgáfutónleikum. Svo ætlum við að vera duglegir við að gigga í sumar.
Eitthvað til að bæta við?
Fylgist með á:
www.facebook.com/spunkmyshit
Instagram: spunksson
Youtube: Spünk Spünksson
Umrætt myndband sveitarinnar má sjá hér: