Month: október 2018

Ofursveitin VLTIMAS kynnir sig.

Útgáfufyrirtækið Season of Mist tilkynnti nýverið hljómsveitina VLTIMAS, en hljómsveitin samanstendur af þremur einstaklingum sem teljast afar þekktir innan þungarokksins. Meðlimir sveitarinnar eru David Vincent (ex-Morbid Angel, ex-Terrorizer), Rune ‘Blasphemer’ Eriksen (ex-Mayhem, Aura Noir, Earth Electric) og Flo Mounier (Cryptopsy) og þykir þessi samsetning afar áhugaverð meðal aðdáenda þyngri tónlistar um allan heim.

Sick of It All kynna titillag Wake the Sleeping Dragon

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Sick of it all senda frá sér sína tólftu breiðskífu “Wake the Sleeping Dragon” 2. nóvember næstkomandi, en núþegar hefur sveitin gefið okkur forsmekkinn af því sem koma skal með laginu Inner Vision sem sveitin sendi frá sér fyrir skömmu. Nýja lagið (sem eru um leið titil lag plötunnar) fjallar áhrif stórabróðir (“big brother”) á líf almenning og hvernig við gætum stoppað áhrif hans með því að gera eitthvað í málinu. Umrætt lag er að finna hér að neðan:

Útvarpsþátturinn dordingull á Rás 2 – Mánudaginn 15. okt (431)

Í þætti dagsins (mánudaginn 15. október) má heyra nýtt efni með Skálmöld og Benighted í viðbót við efni með Behemoth, System of a down og The Distillers.  Hægt er að hlusta á þáttinn á rás 2, frá klukkan 23 til miðnættis og á heimsíðu rúv: www.ruv.is

Íslenska þungarokksveitin Skálmöld sendi frá sér plötuna Sorgir núna í vikunni, en þetta er 5 breiðskífa sveitarinnar, en fyrsta breiðskífa sveitarinnar Baldur kom út árið 2010.

Meðal efnis í þætti kvöldsins er efni með söngkonunni Brody Dalle og hljómsveit hennar The Distillers, en sveitin var virk á árunum 1998 til ársins 2006, en núna í ár kom sveitin saman aftur og sendi frá sér nýja smáskífu í september mánuði.

Lagalistinn:
The Distillers – The Hunger
Skálmöld – Brúnin
System of a Down – Aerials
Benighted – Slaughter of the Soul (At the Gates lag)
Behemoth – If Crucifixion Was Not Enough
Jesus Piece – Punish
Kontinuum – Warm Blood
The Distillers – Man vs. Magnet
Skálmöld – Barnið
System Of A Down – B.Y.O.B.
Keelrider – Martyr
Sumac – Ecstasy of Unbecoming

Svartidauði með nýja plötu í desember.

Aðdáendur svartadauða geta haldið heilög jól þetta árið þar sem ný breiðskífa sveitarinnar “Revelation of the red sword” verður gefin út 3. desember næstkomandi.

Platan var tekin upp í Studio Emissary hljóðverinu af Stephen Lockhart, en hann hefur áður unnið með sveitinni og böndum á borð við Almyrkva, Under The Church, Sinmara og Zhrine.

Umslag plötunnar er unnið af David Glomba sem einnig hefur skreytt plötur með hljómsveitunm á borð við Ascension, Cult Of Fire og Kult Ohně.

Lagalisti plötunnar má sjá hér að neðan í viðbót við lagið “Burning Worlds of Excrement” sem má hlusta á hér að neðan:

  1. Sol Ascending
  2. Burning Worlds of Excrement
  3. The Howling Cynocephali
  4. Wolves of a Red Sun
  5. Reveries of Conflagration
  6. Aureum Lux

Soilwork með nýja plötu á næsta ári.


Í byrjun janúar á næsta ári (11. janúar 2019) sendir hljómsveitin Soilwork frá sér sína elleftu plötu, en það er Nuclear Blast sem gefur út efni sveitarinnar. Á nýju plötunni verður eitthvað um gesti, þar á meðal, Alissa White-Gluz, söngkona hljómsveitarinnar Arch Enemy, Tomi Joutsen úr hljómsveitinni Amorphis og Dave Sheldon úr Exes For Eyes (áður með Annihilator). Nýja platan hefur fengið nafnið Verkligheten og mun hún innihalda eftirfarandi lög:

Lagalisti:
01 – “Verkligheten”
02 – “Arrival”
03 – “Bleeder Despoiler”
04 – “Full Moon Shoals”
05 – “The Nurturing Glance”
06 – “When The Universe Spoke”
07 – “Stålfågel” (ásamt Alissa White-Gluz)
08 – “The Wolves Are Back In Town”
09 – “Witan”
10 – “The Ageless Whisper”
11 – “Needles And Kin” (ásamt Tomi Joutsen)
12 – “You Aquiver” (ásamt Dave Sheldon)

Cryptopsy með nýja þröngskífu í lok október.

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Cryptopsy eru loksins tilbúnir með nýju ep plötuna “The Book Of Suffering – Tome II”, en fyrri platan “The Book Of Suffering – Tome I” var gefi út árið 2015. Platan er væntanleg 26. október næstkomandi, en núþegar hefur sveitin sent frá sér 2 textamyndbönd við plötuna, þar á meðal lagið Sire of Sin og nú nýja lagið “Fear His Displeasure”.

Lagalisti plötunnar:
1.The Wretched Living
2.Sire of Sin 04:26
3.Fear His Displeasure 03:55
4.The Laws of the Flesh

hægt er að versla/forpanta ýmsar útgáfur af plötunni á bandcamp síðu sveitarinar: cryptopsyofficial.bandcamp.com

D7Y í R6013 ásamt IronHawk 9. október. – Örviðtal við D7Y!

Þriðjudaginn 9. október næstkomandi verða haldnir tónleikar í R6013 þar sem meðal annars má sjá Áströlsku sveitina IronHawk spila, en auk hennar spila einnig hljómsveitirnar Dead Herring, Grafir og ný íslensk hljómsveit að nafni D7Y, því er við hæfi að kynnast þessarri nýju sveit með smá örviðtali…

Segið mér aðeins frá hljómsveitinni, hvenær er hún stofnuð og hverjir eru í sveitinni

Við, Fannar og Þórir, vorum búnir að vera að tala um að setja saman d-beat band í nokkur ár en þetta varð ekki að alvöru hugmynd fyrr enn haustið 2017 þegar ROHT og Dauðyflin voru saman á tónleikaferðalagi í Bretlandi. Við byrjuðum svo að æfa og semja vorið 2018.

Þið eruð nú í einhverjum öðrum hljómsveitum líka, hvaða sveitir eru það?

Fannar spilar í hljómsveit sem heitir Börn og annarri sem heitir Dauðyflin. Þórir spilar í ROHT og svo spilar hann einn undir ótal viðurnefnum eins og Óreiða, Bömmer og Þórir Georg.

Hvað er merkingin á bakvið nafnið?

Við kjósum að svara ekki þessari spurningu.

Fyrir fólk sem ekki þekkir, hvað er D-beat?

D-beat er tegund af hráu hardcore paunki sem byggir á d-beat taktinum sem hljómsveitin Discharge notaði í nánast öllum sínum lögum.

Nú kom fyrsta útgáfa sveitarinnar út á Kassettu ekki alls fyrir löngu, eru kassettur enn gjaldgengur tónlistarmiðill?

Jájá. Mikið af hardcore, paunki, black metal og tilraunatónlist kemur út á kassettum. Þetta er fínt fyrir t.d. demo eða aðrar útgáfur sem koma út í takmörkuðu upplagi. Auðvitað eru ekki allir með kassettutæki en allt okkar efni er líka í boði á stafrænu formi. Demoið okkar er t.d. bæði á Bandcamp og YouTube.

Nú virðast textar sveitarinnar nokkuð mikil ádeila á nútíma þjóðfélag, er einhver ákveðin þemi hjá textasmiði sveitarinnar?

Textarnir okkar fjalla mikið um örvæntingu og vanmætti gagnvart yfirþyrmandi þunga kapitalisma. Við sjáum kapitalisma sem einhverskonar almáttugan djöful sem nær að snúa öllu sem maður gerir upp í næringu fyrir hann sjálfan. Í iðnbyltingunni var kapitalismi eins og stórt tannhjól sem muldi verkafólk niður í öreindir. Í dag er hann lævísari. Við markaðsetjum okkur sjálf, smækkum okkur niður í vörumerki. Við reynum að tala um hvernig við erum plötuð í þátttöku og hvernig við nærum og styrkjum vestræn stríðsveldi með þessari þátttöku. Við erum ekki með neinar lausnir samt. Heimurinn virðist bara sökkva dýpra og dýpra ofan í hyldýpið.

Hvað er svo næst á dagskrá hjá D7Y?

Næst eru það fyrstu tónleikarnir okkar 9. október í R6013. Við erum búnir að fá Hallvarð úr Brött Brekka til að spila með okkur á bassa á einhverjum tónleikum. Við erum mjög spenntir fyrir því. Við erum svo að vinna í tólf-laga plötu fyrir Iron Lung Records í Bandaríkjunum og stefnum svo á deiliskífu með hljómsveit sem heitir Victimas og eru frá Medellín í Kólumbíu.

Pictura Poesis – Sinfóníu dauðarokk frá Hollandi með tónleika í Reykjavík á laugardaginn

Hollenska þungarokksveitin Pictura Poesis kemur hingað til lands um helgina og heldur tónleika á Gauknum ásamt hljómsveitinum Devine Defilement, Dead End og Moronic.

Með Pictura Poesis í ferð er önnur hollensk sveit að nafni Dead End, en sveitin er á tónleikaferðlagi um evrópu þessa dagana.

Tónleikarnir verða núna á laugardaginn (6. október) og kostar aðeins 1000 kr. inn.

Hægt er að hlusta á Pictura Poesis

Dead End:

Devine Defilement:

Architects með nýtt lag.

Breska hljómsveitin Architects senda frá sér nýja breiðskífu 9. nóvember næstkomandi, en umrædd skífa verður geifn út af Epitaph útgáfunni. Sveitin skellti nýju lagi á netið í dag í tilefni útgáfunnar, en umrætt lag “Royal Beggars” verður að sjálfsögðu að finna á þessari nýju plötu.