Month: september 2018

Morning Again með nýtt efni!

Bandaríska harðkjarnabandið Morning Again er komin saman á ný og stefni á nýja útgáfu. Nýja platan hefur fengið nafnið Survival Instinct og var upprunalega áætlað til útgáfu í janúar á næsta ári, en búast má við að platan (sem er 4 laga smáplata) verði gefin út snemma í nóvember. Þessi fyrsta útgáfa sveitarinnar síðan 1999 verður gefin út af Revelation Records.

Von er á því að sveitin fylgi plötunni eftir og spili á tónleikum um allan heim.

Óværa með nýtt lag

Íslenska rokksveitin Óværa sendi nýverið frá sér nýtt lag á netinu að nafni “Part Time Whore”, en lagið er hægt að nálgast á bæði bandcamp síðu sveitarinnar og á Spotify. Í hljómsveitinni er að finna fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við Betrefi, Q4U og Klink.

xGADDAVÍRx taka Disarm (tónleikaupptaka)

Hljómsveitin xGADDAVÍRx með lagið DISARM eftir hljómsveitina I ADAPT (tekið af plötunni No Passaran (2004) – ásamt Birki Viðarsyni, söngvara I adapt).

Tónleikaveislan “Gleðileg Jón” var haldin hátíðleg 22. september 2018 í tilefni afmælis Jóns Márs Ásbjörnssonar. Á tónleikunum komu fram Leeched (Uk), In The Company Of Men A.D., Bagdad Brothers, Lucy In Blue, Mannveira, Dead Herring, Secret Band (Trust the Lies coverband) XGADDAVÍRx og Between Mountains

Auðn og The Great Old Ones túra um Evrópu

Nú styttist í heljarinnar tónleikaferðalag hljómsveitirnar Auðn og frönsku hljómsveitarinnar The Great Old Ones um evrópu, en báðar sveitir eru á Season of mist útgáfunni. Það er því við hæfi að skella nokkrum spurningum á meðlimi hljómsveitarinnar….

Hvernig leggst túrinn í Auðn?

Vel! Við höfum spilað í sumum borganna áður en þetta eru allt nýjir tónleikastaðir fyrir okkur svo það verður gaman að sjá hvernig fólk bregst við show-inu okkar.

Hvernig kom það til að þið farið í þetta ferðalag með The Great old Ones?

Við fórum með The Great Old Ones sem upphitunarbönd fyrir Gaahls Wyrd í desember síðastliðnum, frábærir náungar og það kom fljótt til tals eftir þann túr að gera headline túr saman.

Nú gáfuð þið út Farvegir fyrndar í nóvember í fyrra, hvenær má búast við að þið byrjið að vinna að nýju efni?

Sú vinna er þegar hafin, en við búumst ekki við að gefa út aðra plötu fyrr en snemma til mitt ár 2020

Hvað tekur við eftir Evrópuferðina?

Vinna áfram í nýju efni, einnig erum við að skoða möguleika á að halda all-ages tónleika í lok janúar. Eftir það heimsækjum við Finnland í fyrsta skiptið í byrjun mars þegar við komum fram á Turku Saatanalle og svo erum við bókaðir hjá vinum okkar í Reykjavík Metalfest sem verður haldið um miðjan maí. Nóg að gera framundan!