Month: október 2017

Old Wounds kynna nýtt lag og breytingar

Hljómsveitin Old Wounds sendi frá sér nýtt lag að nafni Only Your Enemies Leave Roses í dag um leið og þeir tilkynntu að söngvari sveitarinnar, Kevin Iavaroni, er á ný genginn til liðs við sveitina, en hann hætt í sveitinni á sínum tíma til að setja fókusinn á nám og líf utan hljómsveitarinnar.

Þetta eru víst ekki einu breytingar sveitarinnar, því að gítarleikari sveitarinnar, Zak Kessler, sagði skilið við sveitina nýverið vegna þess að sveitin var á leiðinn í tónleikaferðalag með Eighteen Visions, en með í för er einnig hljómsveitin Tourniquet, og þar liggur vandinn. Meðlimur Tourniquet er samkvæmt fréttum er þekktur ofbeldi gagnvart konum og það sætti drengurinn sig ekki við. Meðlimir sveitarinnar ætla þó að halda áfram á tónleikunum en þess í stað gefa allan fjárhagslegan ávinning til kvennaatkvarfa í þeim borgum sem sveitin spilar í.

Godflesh gefa út Post Self í nóvember

Enska iðnaðarmetal sveitin Godflesh sendir frá sér nýja plötu 17. nóvember næstkomandi, en sveitin sendi frá seinast frá sér plötuna A World Lit Only by Fire árið 2014. Nýja platan hefur fengið nafnið “Post Self” og er áttunda breiðskífa sveitarinnar, en fyrs sendi sveitin frá sér plötuna Streetcleaner árið 1989. Hér að neðan má heyra fyrsta lagið af plötunni:

Lagalisti plötunnar:
1. Post Self
2. Parasite
3. No Body
4. Mirror of Finite Light
5. Be God
6. The Cyclic End
7. Pre Self
8. Mortality Sorrow
9. In Your Shadow
10. The Infinite End

Nýtt lag með Cavalera Conspiracy komið á netið.

Cavalera bræður og hljómsveitin þeirra Cavalera Conspiracy sendir frá sér plötuna Psychosis 17. nóvember næstkomandi. Þetta er fjórða breiðskífa sveitarinnar, en áður hefur sveitin gefið út plöturnar Pandemonium (2014),Blunt Force Trauma (2011) og Inflikted (2008). Í sveitinni þessa dagana eru þeir Max og Igor Cavalera ásamt Marc Rizzo gítarleikara, en Tony Campos er skráður sem bassaleikari sveitarinnar á tónleikum. Það er Napalm Records sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin hefur skellt nýju lagi (Spectral War) af þessarri skífu á netið og er hgæt að hlusta á það hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
1. Insane
2. Terror Tactics
3. Impalement Execution
4. Spectral War
5. Crom
6. Hellfire
7. Judas Pariah
8. Psychosis
9. Excruciating

Kublai Khan í KVÖLD á gauknum!

Bandaríska harðkjarnasveitin Kublai Khan heldur sína fyrstu tónleika hér á landi, í kvöld, þriðjudaginn 31. október. Tónleikar kvöldsins eru einnig fyrstu tónleikar sveitarinnar í mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér plötuna NOMAD, en það er þriðja breiðskífa sveitarinnar, en áður sendi sveitin frá sér plöturnar Balancing Survival and Happiness (2014) og New Strength (2015).

Meðal hljómsveita sem spila þetta kvöldið eru Pink Street Boys, Great Grief, World Narcosis, Snowed In ásamt xGADDAVÍRx , en kvöldið hefst á hljómsveitinni Phlegm. Þess má geta að tónleikarnir hefjast SNEMMA, en hver hljómsveit spilar aðeins í 20 mín og má því búast að tónleikarnir verði búnir vel fyrir miðnætti.

Nánar um tónleikana:
https://www.facebook.com/events/1948922855346680/

 

World Narcosis gefa út Lyruljóra 1. desember

Íslenska rokksveitin World Narcosis sendir frá sér plötuna Lyruljóra 1. desember næstkomandi, en þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar. Aðdáendur sveitarinnar geta einnig glaðst yfir því að í dag er hægt að hlusta á 3 lög af þessarri tilvonandi skífu á bandcamp síðu sveitarinnar. World narcosis gefa út sitt efni á Why not? Plötu útgáfunni.

Hljómsveitin Katla. opinberar þriðja lagið af komandi plötu

Hljómsveitin Katla. skipuð þeim Einari Thorberg Guðmundssyni og Guðmundi Óla Pálmasyni hefur nú sent frá sér sitt þriðja kynningarlag, Dulsmál, af plötunni Móðurástin, sem gefin verður út 27. Október næstkomandi á heimsvísu. Óhætt er að segja alþjóðlega plötufyrirtækið Prophecy Productions leggi allt sitt traust á útgáfu hljómsveitarinnar, þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur aldrei leikið á sviði hingað til, hvorki hérlendis, né erlendis.
Ásamt sjálfri hljómplötunni er hægt að fá viðhafnarútgáfu með sérstakri ljósmyndabók með myndum eftir Guðmund Óla, og textar eru handskrifaðir af Einari.
Platan er sannur óður til íslenskrar náttúru og sögu þar sem fjallað er um íslenskt mannlíf nú og fyrr á öldum. Yrkisefnið er kannski ekki beinlínis nýmóðins, en að sögn Einars er þeim vinum slétt sama um það, bandið geti ekki yrkt um annað en það sem stendur hjarta þeirra næst. Dulsmál er eins og áður segir, þriðja lagið í röðinni, en áður hafa lögin Hyldýpi og Nátthagi verið gefin út í síðasta mánuði.

Grit Teeth með nýja plötu: Let it Be – ÖRVIÐTAL

Mikið hefur verið rætt um ágæti hljómsveitarinnar Grit Teeth, enda sveitin áberandi góð og skemmtileg tónleikasveit. Fyrir helgi sendi sveitin frá sér sína fyrstu breiðskífu og því við hæfi að spjalla aðeins við sveitarmeðlimi og kynnast sveitinni aðeins nánar. Ég sendi sveitinni nokkrar spurningar og Dagur söngvari og bassaleikari sveitarinnar svaraði um hæl…

Hverjir eru í Grit Teeth og hvenær (og hvernig) var sveitin stofnuð?
Grit Teeth samanstendur af mér (Degi), Herði, Birki og Jóni Má. Sveitin er stofnuð sennilega í kringum 2010 eftir að ég og Hörður höfðum verið saman í dauðarokksbandinu Offerings á Akureyri. Okkur langaði til að setja á laggirnar hardcore punk band með einhverjum grind áherslum. Við heyrðum af trommara frá Húsavík sem hét Birkir og fílaði Suffocation þannig við vorum ekki lengi að snara honum til okkar. Eftir að hafa spilað þrír saman í einhvern tíma fannst okkur tímabært að bæta við okkur gítarleikara til að þétta aðeins sándið og fengum því með okkur Jón Má. Hann hafði til þess að gera ekki fengist við þungarokk áður sem okkur fanst gefa skemmtilega nýja vídd.

Segið okkur aðeins nánar frá plötunni, hvað heitir hún og afhverju?
Platan heitir Let It Be og er nýkomin út á vínyl í gegnum útgáfufyrirtæki Ægis Sindra(Logn, World Narcosis o.fl) sem ber heitið Why Not? Plötur. Það voru mikil forréttindi að fá að vinna með Ægi sem er eins og allir vita eins pottþéttur náungi eins og hann er trommari. Þegar verið er að búa til tónlist eða aðra list er oftar en ekki meðvitað eða ómeðvitað verið að ‘fá lánað’ eða ‘stela’ konseptum. Ein af fyrstu plötum Sonic Youth heitir einmitt ‘Bad Moon Rising’ en mér fannst svolítið áhugavert konseptið með að ‘stela’ eða ‘fá lánað’ eitthvað sem maður nýtur ekkert endilega góðs af heldur bara ‘for the sake of it’. Þannig það konsept er að mörgu leiti stolið frá Sonic Youth. Seinna meir komumst við að því að The Replacements höfðu fengið nákvæmlega sömu hugmynd fyrir 35 árum og nefnt sína plötu líka ‘Let It Be’. Hefði ekkert á móti því að hafa bara stolið allri þeirri plötu því hún er ógeðslega góð.

Hvernig var upptökuferlið?
Upptökuferlið var óþarflega langt. Við fengum vin okkar og trommara Leif Örn Kaldal (Great Grief & Conflictions) til að taka okkur upp sem hann leysti af mikilli fagmennsku og þolinmæði. Upptökur á öllum rásum tók ákaflega langan tíma en hafðist undir rest. Við tók að finna einhvern til að mixa plötuna og var okkur þá bent í átt að Leigh Lawson sem rekur upptökuver í Reykjavík. Eins og með Leif er sannarlega óhætt að mæla með Leigh sem er mjög reyndur atvinnumaður í faginu og náði að koma öllum okkar áherslum til skila og rúmlega það.

Afhverju tók það svona langan tíma að gefa út ykkar fyrstu alvöru plötu?
Blanda af ýmsu. Við gátum verið svívirðilega latir en vildum einnig gera þetta almennilega. Auk þess höfum við allir verið í skóla, vinnandi á mjög misjöfnum tímum og verið í öðrum hljómsveitum en þetta hófst fyrir rest!

Mynd: Gunnar Ingi Jones
Mynd: Gunnar Ingi Jones

Við hverju má búast við af sveitinni á næstunni?
Það er erfitt að segja. Ég er farinn utan í nám til skemmri eða lengri tíma og Birkir er um borð í Ufsatralla RE á plokkfiskveiðum í Smugunni hálfan hluta af árinu. Framhaldið verður bara aðeins að skýrast á næstu mánuðum en vonandi getum við allavega hist og talið í nokkur lög saman.

Verða útgáfutónleikar?
Við setjum stefnuna á það allavega. Gæti orðið eitthvað púsluspil en vonandi getum við tilkynnt um útgáfutónleika fyrr heldur en síðar.

Hvað að gera í tilefni útgáfunnar?
Reyna að fylgja henni eftir sem best og að koma þessum eintökum af vínylnum út til vonandi sem flestra. Restin verður svo bara að skýrast.

Eruð þið í einhverjum öðrum hljómsveitum?
Já heldur betur. Hörður er með sitt proggaða dauðarokksprójekt í Show Me Wolves og meðlimur í eyðimerkurrokksbandinu Volcanova. Jón Már býr til huggulega músík með Four Leaves Left og svo aðeins minna huggulega músík með Une Misére en það verður mikið að gera hjá þeim næstu misseri. Sjálfur er ég í poppbandinu X Heart og Birkir hefur getið sér gott orð sem klarinettuleikari í polkahljómsveitum borgarinnar.