Harðkjarni hefur fengið það hlutverk að frumflytja nýju SEPTICFLESH plötuna í heild sinni í dag, fimmtudaginn 31. ágúst, en platan sjálf er væntanleg í búðir á morgun föstudaginn 1. september. Þessi nýja skífa sveitarinnar hefur fengið nafnið “Codex Omega” og mun innihalda eftirfarandi lög:
1. Dante’s Inferno
2. 3rd Testament (Codex Omega)
3. Portrait of a Headless Man
4. Martyr
5. Enemy of Truth
6. Dark Art
7. Our Church, Below the Sea
8. Faceless Queen
9. The Gospels of Fear
10. Trinity
Auka diskur verður í boði í viðhafnarútgáfum, en á honum verður að finna eftirfarandi efni:
1. Martyr of Truth
2. Dark Testament
3. Portrait of a Headless Man (Orchestral Version)
Hljómsveitin hafði eftifarandi um plötuna að segja:
“The beginning of autumn marks the release of our tenth opus ‘Codex Omega’. You are all welcome to enter Inferno in search for the last Testament. Here only the Headless prevail, as there is no godhead above. Here Martyrs died for the sake of reason and knowledge. And our Art is our Church. Our Queen is no ‘virgin’ Mary. Our Gospels are bringing fear. And at the end, the true identity of Trinity is revealed. Behold Codex Omega!”
Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Der Weg Einer Freiheit verður gefin út núna á föstudaginn, en platan hefur fengið nafnið “‘Finisterre” og er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni hér að neðan:
Á meðan hljómsveitin kynnir nýja plötu, tilkynnir hún einnig að gítarleikarinn Sascha hefur yfirgefið bandið til að fókusa á sína eigin tónlistalegur framtíð, en mun samt aðstoða hljómsveitina. Nýr gítarleikari sveitarinnar, Nico, hefur spilað með hljómsveitinni á tónleikum frá árinu 2011 og er nú ráðinn í fullt starf sem gítarleikari sveitarinnar.
Bandaríska rokksveitin Quicksand sendir frá sér plötuna Interiors á þessu ári, en þetta er fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér síðan 1995, en hin stórkostlega “Manic Compression” var gefin út í febrúar það árið. Í hljómsveitinni eru engir viðvaningar, en í henni má finna þá Walter Schreifels (Gorilla Biscuits, Rival Schools ofl.), Tom Capone (Gorilla Biscuits, Handsome, Beyond, Bold, Shelter,Crippled Youth, ofl.) Alan Cage (Burn, Beyond) og Sergio Vega (bassaleikari Deftones). Á facebook síðu sveitarinnar má finna smá örlítið sýnishorn af því sem við má búast.
Uppfært: 15:00
Nýtt lag með sveitinni er nú komið í spilun á Spotify:
Hljómsveitin Stray from the Path frumflutti nýtt lag að nafni All Day & A Night fyrir viku síðan í útvarpsþætti á BBC í bretlandi, en bjóða nú restinni af heiminum að hlusta á lagið í heild sinni. Í laginu má einnig heyra í söngvara hljómsveitarinnar Knocked Loose, Bryan Garris, en platan sjálf “Only Death is Real” kemur í 8. september næstkomandi.
Lagalisti plötunnar
1. The Opening Move
2. Loudest in the Room
3. Goodnight Alt-right
4. Let’s Make A Deal
5. They Always Take The Guru
6. Plead The Fifth
6. Strange Fiction (ásamt Keith Buckley úr ETID)
8. All Day & A Night (ásamt Bryan Garris úr Knocked Loose)
9. The House Always Wins (ásamt Vinnie Paz)
10. Only Death Is Real
Hljómsveitin Future Usses sem innheldur þá Sacha Dunable (söngvari og gítarleikari Intronaut), Derek Donley (áður í Bereft) og Dan Wilburn (áður í Mouth Of The Architect), setti nýverið demo upptökur af laginu What Is Anything, en lagið er gott dæmi um hvernig efni sveitin spilar. Von er á nýrri plötu frá sveitinni, en hún verður hljóðblönduð af Kurt Ballou í september mánuði, en sveitin hefur þegar lokið upptökum.
Íslenska dauðarokksveitin Beneath gefur út plötuna Ephemeris í dag föstudaginn 18.ágúst, en þetta er þriðja breiðskífa sveitarinnar. Eins og áður þá er það Unique Leader útgáfan gefur út efni sveitarinnar. Þar sem þetta er frekar stór dagur hjá sveitinni er við hæfi að skella á hana nokkrar spurningar, og að fyrir svörum þetta skiptið er Jóhann Ingi Sigurðsson, gítarleikari sveitarinnar:
Til hamingju með nýju plötuna. Takk!
Nú heftur verið nokkuð um mannabreytingar hjá ykkur, hverjir eru í bandinu þessa dagana?
Núna eru í bandinu ég (Jóhann) á gítar, Unnar á gítar, Benedikt syngur og svo bættist Maddi í hópinn fyrir stuttu og leysti þar af hólmi Gísla sem spilaði inn á plötuna.
Hvernig kom til að fá Mike Heller til að tromma hjá ykkur. Við túruðum með bandinu hans Malignancy 2014 og héldum smá sambandi við hann eftir það. Síðan þegar kom að því að okkur bráðvantaði trommara fyrir plötuna, þá ákváðum við að heyra stutt í honum varðandi hvort hann vissi um einhverja trommara sem gætu haft áhuga á verkefninu. Það kom svo upp úr krafsinu að hann var meira en til í að tækla þetta sjálfur og þar með fórum við á fullt í að klára trommurnar fyrir plötuna. Það var frábært að vinna með honum og við erum drullusáttir við útkomuna, auk þess sem við lærðum alveg helling
Fyrir okkur sem hafa takmarkaða tungumálakunnáttu, hvað þýðir Ephemeris? “Ephemeris” er enska orðið yfir rit sem gerð hafa verið í gegn um tíðina þar sem ritaðar eru stöður stjarnfræðilegra hluta á himninum – eins konar stjörnkort í töfluformi. Rauði þráður plötunnar er útrás mannkyns um plánetur og sólkerfi í krafti tækniþróunar – þegar tæknin hefur farið fram úr öllu því sem við getum gert okkur í hugarlund.
Hvernig er að vera í hljómsveit sem ekki staðsett í sama landi? Það getur alveg reynt á þolrifin að geta ekki bara hist og kennt hvorum öðrum riff eða “djammað” á köflum. En bandið hefur í raun verið meira og minna í þessarri stöðu í 7 ár af þeim 10 sem við höfum starfað, þannig að þetta er nú orðið “normið” fyrir okkur.
Hvernig semjið þið tónlist? Það er oft snúið og fjarlægð meðlima gerir það að verkum að við verðum allir að vera duglegir að vinna hver í sínu horni. Við tökum nokkuð reglulega fundi á Skype og ræðum hugmyndir og pælingar. Svo sendum við hugmyndir á milli sem við vinnum meira og púslum saman þangað til að þær eru komnar í það horf að við getum æft lögin upp. Síðan reynum við að demóa eins mikið og hægt er, aður en haldið er í stúdíó.
Hvað tekur svo við? Við erum á fullu að leita að trommara en í framhaldi af því þá er lítið annað í stöðunni en að taka upp hljóðfærin og byrja að pæla í tónleikum, og í framhaldi, næstu útgáfu.
Gítarleikari hljómsveitarinnar Mastodon, Brent Hinds, tók upp á samt félögum sínum í Mastodon upp aðra plötu á sama tíma og sveitin tók upp plötuna Once More ‘Round the Sun, en áætlunin var að gefa hana út sérstaklega sem sóló plötu. Það kemur því mörgum á óvart að sveitin hefur ákveið að nýta sér þetta afni og gefa það út sem nýja Mastadon plötun, sérstaklega ef eitthvað er að marka Instagram síðu sveitarinnar.
Suður Kaliforníubandið The Eulogy, sem inniheldur þá Matt Henderson (Madball, Agnostic Front) Kevin Norton (Eye for an Eye, Straight Faced), Pete Reily (Mouthpiece), Marc Jackson (Throwdown, Bleeding Through) og söngvarann Sergio Chavez hefur skrifað undir útgáfusamning við Bridge 9 útgáfuna. Hljómsveitin hefur spilað reglulega á tónleikum síðastliðin tvö ár, þar á meðal hitað upp fyrir hljómsveitir á borð við H2O, Madball og Cro Mags.
Hér að neðan má heyra í EP plötu sveitarinnar frá árinu 2015
Hljómsveitin LEGEND sendir frá plötuna Midnight Champion 13.október næstkomandi, en í sveitinni er meðal annars að finna Krumma Björgvins, söngvara hljómsveitarinnar mínus, í viðbót við Halldór A Björnsson (Sólstafir ofl), Frosti Jón Runólfsson (Klink) og Bjarni Sigurdarsson (Mínus),
Fyrir áhugasama er hægt að forpanta nýju plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar: legend.bandcamp.com
Á nýju plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
1. Cryptid
2. Frostbite
3. Time to Suffer
4. Adrift
5. Captive
6. Midnight Champion
7. Scars
8. Liquid Rust
9. Gravestone
10. Children of the Elements
Fyrr í dag birti heimasíða RÚV nýtt lag íslensku rokksveitarinnar Auðn, en sveitin sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Farvegir Fyrndar 10. nóvember næstkomandi, en þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar á Season of Mist útgáfunni. Til að svala þorsta íslenskra þungarokkara er hægt að hlusta á lagið “Í Hálmstráið Held” hér að neðan, en lagið verður að finna á umræddri skífu.
Hljómsveitin heldur á tónleikaferðalag um Evrópu með hljómsveitinni Gaahl’s Wyrd, en sveitin inniheldur fyrrum söngvara hljómveitarinnar Gorgoroth, Gaahl (öðru nafni Kristian Eivind Espedal). Með Gaahl’s Wyrdog Auðn í þessu ferðalagi verður hljómsveitin The Great Old Ones frá frakklandi. Ferðalag þetta hefst 1. desember í Þýskalandi og endar tveimur vikum síðar í Hollandi á Eindhoven Metal Meeting.
Harðkjarni ákvað að nota tækifærið og skella nokkrum spurningum á Aðalstein Magnússon, gítarleikara sveitarinnar:
Hvernig er þessi nýja plata öðruvísi en fyrsta platan ykkar?
Að okkar mati er nýja platan þroskaðara verk, við erum að þróast og músíkin að breytast. Nýja platan er harðari en à sama tíma melódísk eins og fyrri platan. Næsta skref í þróun sem ég veit ekki hvar endar.
Hvernig gekk upptökuferlið?
Upptökuferlið gekk mjög vel. Við fórum í sundlaugina hljóðver og tókum hana upp live yfir þrjá daga. Allir saman í rými.
Hvernig leggst tónleikaferðalagið í desember í ykkur?
Mjög vel, spennandi tækifæri og kemur sér vel með nýútgefna plötu. Það verður hressandi að spila nýtt efni og gefa því gamla hvíld.
Hvað tekur við svo á næsta ári?
Næsta ár er nú þegar farið að líta vel út. Nokkrar bókanir að detta inn meðal annars erum við að spila aftur á hinni glæsilegu hátíð Inferno metal festival í noregi, framtíðin lítur vel út.
We use cookies on our website to give you the most relevant experience by remembering your preferences and repeat visits. By clicking “Accept”, you consent to the use of ALL the cookies.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.