Month: júlí 2017

Primus með nýtt lag og nýja plötu.

Bandaríska rokksveitin Primus sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “The Desaturating Seven” 29. september næstkomandi, en þetta er fyrsta frumsamda efnið með klassíska liðskipan sveitarinnar sendir frá sér síðan Tales From The Punchbowl (1995), en þessi liðskipan gaf út Primus and the Chocolate Factory with Fungi Ensamble árið 2014, þar sem sveitin spilaði tónlist úr kvikmyndinni Willy Wonka & the Chocolate Factory frá árinu 1971. Þar á milli komu plöturnar Brown Album (1997), Antipop (1999) og Green Naugahyde (2011). Á plötunni eru þeir Les Claypool, Larry LaLonde og Tim Alexander, eða með öðrum orðum “klassíska” liðskipan sveitarinnar.
Hér að neðan má heyra nýtt lag “The Seven,” af umræddri skífu:

Bölzer, Sinmara og vofa með tónleika á fimmtudaginn.

Fimmtudagskvöldið 3 ágúst næstkomandi verða haldnir tónleikar á Gauknum með svissnesku dauðarokksveitinni Bölzer, en sveitin er ein af mörgum erlendum hljómsveitum á Norðanpaunki í ár, og kvöldið fyrir hátíðina verður hitað upp með baneitruðum dauðarokkstónleikum á Gauknum.

Bölzer eru Íslendingum að góðu kunnir eftir að hafa spilað hér á Eistnaflugi 2014, en nú gefst höfuðborgarbúum tækifæri á að bera þá augum. Bölzer eru eitt stærsta nafnið í neðanjarðar dauðarokki í dag, en þeirra nýjasta plata “Hero” kom út í fyrra og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn. Bölzer eru rómaðir fyrir tónleika sína þar sem söngur, trommur og einn tíu strengja gítar framkallar stærri og þyngri hljóðheim en flest bönd gera með fullri liðsskipan, enda er ekkert til sparað í því að nýta hljóðkerfið til hins ítrasta. Óhætt er að lofa að þetta verði þyngstu tónleikar á Gauknum síðan Sleep.

Sinmara er ein helsta black metal hljómsveit landsins, en í kjölfarið á útgáfu þeirra fyrstu plötu “Aphotic Womb” árið 2014 hafa þeir verið iðnir við tónleikahald hér heima og erlendis. Sinmara gefur út nýtt MLP að nafni “Within the Weaves of Infinity” 24. ágúst., og mun túra fyrir þá plötu í desember ásamt I I, íslensku sveitinni Almyrkva og öðru tvíeyki að nafni Sortilegia.

Vofa er ný sveit sem hefur vakið mikla athygli á skömmum tíma fyrir þungan og biksvartan doom metal, en þeir spila einnig á Norðanpaunki í ár. Vofa er að taka upp sína fyrstu plötu um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á plötunna HERO hér að neðan:
.

Within the Weaves of Infinity: Sinmara

Today Is The Day: In The Eyes Of God endurútgefin með aukefni.

Hljómsveitin Today Is The Day mun endurútgefa meistarverkið In the Eyes of god á næstunni, en áætlaður útgáfudagur er 22.september. Í hljómsveitinni á þessum tíma voru þeir Brann Dailor (trommur) og Bill Kelliher (Bassi) meðlimir sveitarinnar í viðbót við Steve Austin, en þessir drengir eru meðlimir Mastodon í dag. Steve Austin í viðbót við Maor Appelbaum sáu um endurmasteringu á plötunni og fyrir áhugasama má heyra nýju útgáfurnar af Spotting A Unicorn, Possession og In The Eyes Of God hér að neðan:

Diskur 1 (Endur masteraðaðar útgáfur)
1. In The Eyes Of God
2. Going To Hell
3. Spotting A Unicorn
4. Possession
5. The Color Of Psychic Power
6. Mayari
7. Soldier Of Fortune
8. Bionic Cock
9. Argali
10. Afterlife
11. Himself
12. Daddy
13. Who Is The Black Angel
14. Martial Law
15. False Reality
16. The Russian Child Porn Ballet
17. The Cold Harshness Of Being Wrong Throughout Your Entire Life
18. Honor
19. Worn Out
20. There Is No End

Diskur 2
1. In The Eyes Of God (Demo)
2. Going To Hell (Demo)
3. Spotting A Unicorn (Demo)
4. Possession (Demo)
5. The Color Of Psychic Power (Demo)
6. Mayari (Demo)
7. Soldier Of Fortune (Demo)
8. Bionic Cock (Demo)
9. Argali (Demo)
10. Afterlife (Demo)
11. Himself (Demo)
12. Daddy (Demo)
13. Who Is The Black Angel (Demo)
14. Martial Law (Demo)
15. False Reality (Demo)
16. The Russian Child Porn Ballet (Demo)
17. The Cold Harshness Of Being Wrong Throughout Your Entire Life (Demo)
18. Honor (Demo)
19. Worn Out (Demo)
20. There Is No End (Demo)36 Crazyfists með nýja plötu.

Bandaríska númetal sveitin 36 Crazyfists er tilbúin með nýja plötu og verður hún gefin út í lok septembermánaðar. Nýja breiðskífa sveitarinnar mun bera nafnið Lanterns og verður hún gefin út af Spinefarm útgáfunni eins og 2015 plata sveitarinnar Time and Trauma.

Hljómsveitin hefur sent frá sér sýna fyrstu smáskífu af þessarri tilvonandi plötu, en það er við lagið Death Eater og má heyra lagið hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
01 – “Death Eater”
02 – “Wars To Walk Away From”
03 – “Better to Burn”
04 – “Damaged Under Sun”
05 – “Sea And Smoke”
06 – “Where Revenge Ends”
07 – “Sleepsick”
08 – “Bandage For Promise”
09 – “Laying Hands”
10 – “Below The Graves”
11 – “Old Gold”
12 – “Dark Corners”

Kublai Khan með nýtt lag og plötu í september

Bandaríska harðkjarnasveitin Kublai Khan hefur gert útgáfusamning við Rise Records og mun senda frá sér plötuna Nomad 29.september næstkomandi. Til þess að gleðja rokkara heimsins hefur sveitin undirbúið myndband við lagið “The Hammer” (og má sjá hér að neðan). Hljómsveitin hafði eftirfarandi um þetta nýja lag og þetta nýja efni í held sinni að segja:

We are stoked to be releasing our first full track titled “The Hammer” from our new album Nomad. It’s classic Kublai Khan with twists and turns of a new sound with a personal message to push. For all the folks who dig us we hope you and enjoy and if you haven’t heard us before we thank you for giving us a shot.

Lagalisti plötunnar:
01 – “Antpile”
02 – “True Fear”
03 – “The Hammer”
04 – “8 Years”
05 – “Beligerent”
06 – “No Kin”
07 – “B.C.”
08 – “Salt Water”
09 – “Split”
10 – “River Walker”

Oldbones kynna nýtt efni (ex-A Life Once Lost, Found Dead Hanging, As Friends Rust ofl)

Hljómsveitin Oldbones sendir frá sér plötu núna í vikunni, en í hljómsveitinni er að finna fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við A Life Once Lost, Found Dead Hanging, Architect, Bird of Ill Omen og As friends rust, en hljómsveitin spilar að eigin sögn reiða, ljóta tónlist í anda Coalesce, Bloodlet og Deadguy.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið “Burn My Bones” af þessarri ágætu skífu: (Hægt að forpanta hér: oldbonesnma.bandcamp.com)

Dauðarokk frá Bangladesh: NEKROHOWL með nýtt efni.

Dauðarokksveitin Nekrohowl (frá Dhaka í Bangladesh, suður Asíu) sendir frá sér nýja EP plötu á næstu mmánuðum og til að hita upp fyrir útgáfuna er hgæt að hlusta á lagið Mortal Incubation hér að neðan. Skífan sjálf ber nafnið Epitome of Morbid og verður gefin út af Toilet Ov Hell. Fyrir þá sem ekki þekkið sveitina þá spilar hljómsveitin dauðarokk af gamlaskólanum sem eftirvill minnir mann á goðsagnir tíunda áratugarins.

Um lagið hér að neðan hafði gítarleikari sveitarinnar þetta að segja:

“The song resembles ” death ” as a person / entity with sheer omnipotence and ominous wrath against mortals . It is said that , the bringer of doom and darkness shall forever reign in the realm of man . The temptation to devastate human in flesh will summon ultimate excruciating .”

Hljómsveitin var stofnuð úr rótum annarra dauðarokksveita á svæðinu og saman stendur af eftirfarandi meðlimum í dag:
Obliterator (Homicide)
Sadist (Enmachined, Nafarmaan)
Warmonger (Warhound, Ex-Orator)

en fyrir áhugasama þá er hægt að kynnast sveitinni nánar hér að neðan:
Facebook:https://www.facebook.com/pg/Nekrohowl
Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCjuovD7jtorj6dCZoJ4aF-w
Bandcamp: https://nekrosadist.bandcamp.com

Vulture Industries gefa út “Stranger Times” í september – Nýtt lag á netinu!

Norska þungarokksveitin Vulture Industries sendir frá sér plötuna Stranger Times, 22. september næstkomandi, en þetta er fjórða breiðskífa sveitarinnar, en sveitin er formlega stofnuð árið 2003, í bergen í Noregi.

Lagalisti plötunnar:
1. Tales of Woe
2. As the World Burns
3. Strangers
4. The Beacon
5. Something Vile
6. My Body, My Blood
7. Gentle Touch of a Killer
8. Screaming Reflections
9. Midnight Draws Near

Harðkjarni í viðbót við aðra vel valdar fréttaveitur bjóða því heiminum upp á frumflutning á nýju lagi að nafni Stranger, en hljómsveitin hafði eftirfarandi um lagið að segja:

“The song ‘Strangers’ defined the sound for our new album. It became a focal point during the production process and was the first song that we mixed. This track had a slow birth, starting out in a completely different shape and expression. In the end, the opening riff remained the only part left from the original draft. ‘Strangers’ is one of two rather epic pieces on the album. It blends progressive rock and post-metal influences with a strong chorus and guitar leads that could make Roky Erickson howl.”

Kynnist sveitinni nánar:
facebook.com/vultureindustries/
smarturl.it/VultureTimes
facebook.com/seasonofmistofficial

 

Tónleikafarðalag Vulture Industries
26.Ágú 17 Kristiansand (NO) Onkel Aksel
22.Sep 17 Bergen (NO) Hulen
23.Sep 17 Trondheim (NO) Good Omens
29.Sep 17 Stavanger (NO) Checkpoint Charlie (+Himmellegeme )
30.Sep 17 Oslo (NO) Blå (+Himmellegeme)
05.Okt 17 Hoofdorp (NL) Duycker (+Foscor)
06.Okt 17 Leeuwarden (NL) Mukkes (+Foscor)
07.Okt 17 Lübeck (DE) Treibsand (+Foscor)
08.Okt 17 Erfurt (DE) From Hell (+Foscor +Kauan +Odroerir)
09.Okt 17 München (DE) Backstage (+Foscor)
10.Okt 17 Köln (DE) Jungle Club (+Foscor)
11.Okt 17 Paris (FR) Backstage (+Foscor)
12.Okt 17 Gent (BE) Asgaard (+Foscor)
21.Okt 17 Haugesund (NO) Flytten (+Himmellegeme)
09.Nóv 17 London (UK) Boston Music Room (+Code)
10.Nóv 17 Manchester (UK) Tiger Lounge (+Code)
11.Nóv 17 Glasgow (UK) Audio (+Code)
15.Nóv 17 Cluj (RO) Flying Circus
16.Nóv 17 Bucharest (RO) Fabrica
17.Nóv 17 Sofia (BG) Club Live & Loud
18.Nóv 17 Athens (GR) tba
19.Nóv 17 Thessaloniki (GR) Eightball Club
20.Nóv 17 Belgrade (RS) Club Fest Zemun
22.Nóv 17 Wien (AT) Escape
23.Nóv 17 Ljubljana (SK) Orto Bar
24.Nóv 17 Bologna (IT) Alchemica Music Club
25.Nóv 17 Zagreb (HR) Mochvar
26.Nóv 17 Pilsen (CZ) Pod Lampou

Metal Hammer gefur út ábreiðudisk.

Tímarítið Metal Hammer í bretlandi sendir frá sér nýtt eintak núna í vikunni, en með blaðinu fylgir geisladiskur sem inniheldur heilan helling af áhugaverðum ábreiðum (Coverlögum), en diskurinn hefur fengið nafnið “Hammer Goes 90s”, en á disknum má búast við eftirfarandi lögum:

Stone Sour – “Bombtrack” (Rage Against The Machine cover)
Halestorm – “Fell On Black Days” (Soundgarden cover)
Prophets Of Rage – “Shut ‘Em Down” (live) (Public Enemy cover)
Epica – “Replica” (Fear Factory cover)
Hatebreed – “Refuse/Resist” (Sepultura cover)
Powerwolf – “Night Crawler” (Judas Priest cover)
Enslaved – “Jizzlobber” (Faith No More cover)
Cult Of Luna – “Bodies” (Smashing Pumpkins cover)
36 Crazyfists – “We Die Young” (Alice In Chains cover)
Fleshgod Apocalypse – “Heartwork” (Carcass cover)
Whitechapel – “Strength Beyond Strength” (Pantera cover)
Palm Reader – “Bachelorette” (Björk cover)
The One Hundred – “New Skin” (Incubus cover)
Eighteen Visions – “March Of The Pigs” (Nine Inch Nails cover)
Were I Blind – “Enjoy The Silence” (Depeche Mode cover)

NORÐANPAUNK 2017

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið í fjórða sinn á Laugarbakka í vestur Húnavatnssýslu í félagsheimilinu Ásbyrgi Verslunarmannahelgina 4.-6. ágúst

Auk ljóðalesturs og listasmiðju kemur fram fjöldi íslenskra sem erlendra tónlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að spila framúrstefnulega og/eða erfiða tónlist.
Meðal gesta eru dauðarokkshljómsveitin Bölzer frá Sviss, íslenska pönkhljómsveitin Dys, djöflarokkhljómsveitin Sun Worship frá Þýskalandi, ljóðapönkhljómsveitin Kælan Mikla, raftónvirkinn Kuldaboli, auk fjölda annarra framúrskarandi listamanna.
Alls koma fram 50 hljómsveitir frá 6 löndum á 3 dögum.

Auk þess að styrkja og styðja við íslenska jaðartónlist er það stefna Norðanpaunks að byggja á láréttu skipulagi. Þetta þýðir að samkoman er skipulögð frá A til Ö af sjálfboðaliðum og án aðkomu styrktaraðila og að allar tekjur af viðburðinum renna beint í framkvæmd hans. Norðanpaunk er samfélag sem byggir á því að allir leggist á eitt og að þátttakendur og gestir taki af skarið við að móta samkomuna og eiga aðkomu að framkvæmd hennar. Öllum flytjendum, gestum og sjálfboðaliðum er boðið að taka þátt í að skipuleggja Norðanpaunk næsta árs.

ATHUGIÐ! ENGIR MIÐAR VIÐ HURÐ!
Aðeins skráðir meðlimir í félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist fá aðgang. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.nordanpaunk.org. Þar er einnig hægt að nálgast allar frekari upplýsingar um NORÐANPAUNK 2017.
A.T.H: B.Y.O.B.