Month: júní 2017

Gulli Falk fallinn frá. (Hvíl í friði)

Guðlaugur Auðunn Falk, eða Gulli Falk, gítarleikari hljómsveitanna Exizt, Dark Harvest og Audio Nation hefur fallið frá, en fyrir rétt um 2 árum var hann greindur með illkynja krabbamein í kviði og fæti. Vottum við ættingjum og vinum hans okkar dýpstu samúð. Hans verður sárt saknað úr rokk heimi íslendinga (og heimsins).

Beehive með hljómsveitinni Dark Harvest. Þar sem Gulli Falk spilar ásamt félögum sínum, þeim Magnúsi Halldóri Pálssyni (Madda úr Forgarði Helvítis/Beneath ofl) og Kristjáni B. Heiðarssyni (Shiva, Changer, Vetur, Skurk, Nykur ofl.):

Gulli Falk – Homegrown:

Hér að neðan má heyra glæsilegan sóló sem Gulli tók í laginu “Tormentor” með hljómsveitinni Sólstöfum á plötunni í Blóði og Anda.

Burn með nýja plötu í september

Bandaríska harðkjarnasveitin BURN sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Do or Die í september mánuði, en platan verður gefin út af Deathwish útgáfunni. Efnið var tekið upp af Kurt Ballou í Godcity hljóðverinu, en masterað af Howie Weinberg (Slayer, Public Enemy, Sonic Youth). Seinast sendi sveitin frá sér 7″ plötu að nafni …From the ashes, en seinast sendi sveitin frá sér breiðskífu árið 2001.

Hægt er að sjá smá sýnishorn af því sem von er á frá sveitinni hér að neðan:

Suicidal Tendencies með myndband við Living for life

Hin magnaða hljómsveit Suicidal Tendencies hefur unnið nýtt myndband við lagið Living For Life, en lagið er að finna á seinstu breiðskífu sveitarinnar “World Gone Mad”. Hljómsveitin hefur verið nokkuð lítið fyrir að gefa út nýtt efni, en trommari sveitarinnar, Dave Lambardo, er að hjálpa til við að breyta því og má því búast við nýrri EP plötu frá sveitinni áður en árið er liðið. Hér að neðan má sjá umtalað myndband:

Vulture Industries með nýtt textamyndband

Norska rokksveitin Vulture Industries er tilbúin textamyndband við lagið “As the World Burns”, en lagið verður að finna á plötunni “Stranger Times” sem gefin verður út í lok septmber mánaðar á þessu ári.

Myndbandið var unnið af Costin Chioreanu, en hann hefur unnið plötuumslög fyrir hljósmveitir á borð við Spirutal Beggars, Skuggsjá, At the gates, Arch Enemy Einerjer, Necrophagia og Grave.

Umrætt myndband er að finna hér að neðan:

Hljómsveitin hafði eftirfarandi um plötuna að segja:

“As the World Burns”: “This song represent the rockier side of our new album and is one of my personal favourites. ‘As the World Burns’ deals with the interdependence of extreme world views that need each other to justify their existence – a theme that is quite relevant in our strange and hazy present. Once more we have teamed up with our friend and sixth band member, the brilliant Mr. Costin Chioreanu for a video. Of course, Costin also created the album artwork. These are the first fruits of our continued co-operation and I sincerely promise that there are a lot of more strange harvests to come your way. Take a bite!”

Bjørnar E. Nilsen, söngvari sveitarinnar bætti við eftifarandi um plötuna í heild sinni:

“Continuing along the path that we started to explore on ‘The Tower’, I proudly believe ‘Stranger Times’ to be standing out as a defining work for us. It bridges the gap between styles that we have touched upon in the past, while at the same time expands our scope and includes a more solid dose of rock in the mix. To me, it represents our most ‘solid’ album to date and is clearly the best produced one. I am curious to see how our fans will react, but being the kind and intelligent persons that they are, we actually expect a lot of love… and maybe a bit of trash just to remind us that we are mere mortals.”

www.facebook.com/vultureindustries/
http://smarturl.it/VultureTimes
www.facebook.com/seasonofmistofficial

Nýtt lag með Brain Police frumflutt á Rás 2 – Uppfært!

Jónbi trommari hljómsveitarinnar Brain Police kom við hjá Matta í þættinum Poppland á Rás2 og frumflutti nýtt lag sveitarinnar Masterslave, en lagið verður hægt að nálgast á stuttskífu frá sveitinni sem gefið verður út í kringum tónlistarhátíðina Eistnaflug, sem haldin verður 5.-8 júlí. Umtalað lag má finna á heimasíðu rúv og byrjar á 8:34 – http://www.ruv.is/frett/nytt-lag-fra-brain-police-hlustid-her og hér að neðan:

Hljómsveitin hefur í framhaldi skellt myndbandinu á facebook síðu sína og smá hlusta á lagið hér að neðan: