Month: maí 2017

Útgáfutónleikar HAM á Húrra og Græna Hattinum!

Hljómsveitin Ham heldur upp á útgáfu nýrrar breiðskífu að nafni “Söngvar um helvíti mannanna” með þrennum tónleikum, tvennum á Húrra í Reykjavík og þeim þriðju stuttu síðar á Græna Hattinum á Akureyri.  Eftirfarandi tilkynning var að finna á facebook síðu tónleikana:

Sunnlendingar, norðlendingar og sveitungar þeirra: HAM á Húrra og Græna Hattinum! Hljómsveitin fagnar útgáfu hljómplötunnar Söngvar um helvíti mannanna með tvennum tónleikum á Húrra dagana 22. og 23. júní og á Græna Hattinum 7. júlí nk. Húrra opnar kl. 21 báða dagana en góðir gestir hita mannskapinn upp áður en HAM stígur á stokk. Á Græna Hattinum koma HAM liðar fram einir og óstuddir. 

HAM sendir frá sér sína 3. hljóðverðsplötu nú í júní og hefur hún fengið nafnið: Söngvar um helvíti mannanna. Það er hljómplötuútgáfan Sticky sem gefur út. Gripurinn fæst í öllum betri hljómplötuverslunum og á helstu efnisveitum og verður fáanlegur bæði sem vínyl og geisladiskur. Miðasala á tix.is.

HAM útgáfutónleikar á Húrra 22. & 23. júní 2017

HAM á Græna Hattinum! – 7. júlí

Kontinuum í hljóðveri!

Íslenska rokksveitin Kontinuum er í hljóðveri þessadagana að taka upp nýtt efni fyrir tilvonandi breiðskífu. Þetta mun vera þriðja breiðskífa sveitarinnar, en sú fyrsta sem verður gefin út af Season Of Mist útgáfunni. Samkvæmt facebooksíðu sveitarinnar hófust upptökurnar laugardaginn 27. maí. Áðurfyrr hefur sveitin gefið út plöturnar Earth Blood Magic (2012) og Kyrr (2015). Von er á því að ný plata sveitarinnar verði gefin út fyrir lok ársins.

Sólstafir fagna nýrri útgáfu.

Hljómsveitin Sólstafir hélt á föstudaginn útgáfuhóf vegna útgáfu á nýju plötunni “Berdreyminn”, en þetta er sjötta breiðskífa sveitarinnar og sú þriðja sem er gefin út af Season of Mist útgáfunni. Hljómsveitin frumsýndi á sama tíma nýtt myndband við lagið Silfur-Refur, en myndbandið verður væntanlega í boði fyrir almenning á netinu í næstu viku. Ekki nóg með að hægt var að versla nýju plötuna og ýmiskonar varning merktum sveitinni, heldur var einnig hægt að versla smákífuna við lagið Silfur-Ref sem hægt var að nálgast í vínil útgáfu sem var gefin út í takmörkuðu upplagi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af þessarri fínu samkomu:

Default Gallery Type Template

This is the default gallery type template, located in:
/home/dordingu/public_html/hardkjarni/wp-content/plugins/nextgen-gallery/products/photocrati_nextgen/modules/nextgen_gallery_display/templates/index.php.

If you're seeing this, it's because the gallery type you selected has not provided a template of it's own.

Nýja breiðskífa Danzig komin út.

Nýjasta útgáfa Meistara Danzig er komin út um allan heim og er hægt að nálgast plötuna á öllum helstu miðlum (Spotify/Apple Music/ofl). Skífan, sem ber nafnið Black Laden Crown,  hefur fengið misjafna dóma um allan heim, en þó sérstaklega út af upptökugæðum plötunnar.  Kappinn lætur það ekkert á sig fá, enda áttunda breiðskífa hans,  en á henni í viðbót við Danzig sjálfan eru þeir Tommy Victor úr prong (á gítar og bassa), og eftirfarandi trommarar:

Joey Castillo úr Queens of the stone age, Eagles of Death Metal, Mark Lanegan, Zilch, Wasted Youth og Goatsnake
Johnny Kelly úr Type O Negative, A Pale Horse Named Death, Kill Devil Hill
Karl Rockfist úr ýmsum sænskum böndum og nokkrum minni rokk böndum.
Dirk Verbeuren úr Megadeth, Soilwork, Scarve, Aborted, The Devin Townsend Project,

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast plötuna í heild sinni hér að neðan:

Bittered frumsýna nýtt myndband á Harðkjarna!

Bandaríska þungarokksveitin Bittered sendi frá sér breiðskífuna “Foreign Agenda” fyrr í þessum mánuði, en sveitin gefur út efni sitt á Lost Apparitions Records, en einnig er hægt að nálgast efni sveitarinnar á bandcamp síðunni: bittered.bandcamp.com

Myndband við lagið Badge Head, sem má sjá hér að neðan (frumsýnt hér á harðkjarna) fjallar um fordómafulla (racist) lögreglu og ríkisstjórnarstefnu, eða með orðum sveitarinnar:

“The song “Badge Head” is about Racist Police and Government policies. By the numbers it’s quite obvious Minorities and people who look a certain way are always targeted over the general population. Government and Police polices in general are racist. The way the majority of the Police act leads to violence and police brutality. “

Nýju breiðskífu sveitarinnar er hægt að hlusta á hér:

Sólstafir – Berdreyminn kominn í spilun á netinu

Hljómsveitin Sólstafir sendir frá sér plötuna Berdreyminn á morgun föstudaginn 26. maí, en þetta er sjöundabreiðskífa sveitarinnar. Sólstafir munu fagna útgáfu plötunnar í verslun Lucky Records Rauðarárstíg 10 á morgun, föstudaginn 26. maí frá klukkan kl. 17. Nýtt myndband sveitarinnar verður einnig frumsýnt. Sérstakar viðhafnarútgáfur af plötunni verða til sölu og meðlimir Sólstafa munu árita plötuna.

Á plötunni er að finna eftirfarandi lög:

1. Silfur-Refur
2. Ísafold
3. Hula
4. Nárós
5. Hvít Sæng
6. Dýrafjörður
7. Ambátt
8. Bláfjall

Goatwhore með textamyndband við lagið Chaos Arcane

Hljómsveitin Goatwhore sendir frá sér plötuna Vengeful Ascension 23. júní næstkomandi, en það er Metal Blade útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hljómsveitin hefur látið undirbúa textamyndband við lagið, en lagið byggir á persónu að nafni Nyarlathotep úr bókum eftir rithöfundinn H.P. Lovecraft. Vengeful Ascension verður sjöunda breiðskífa sveitarinnar, en í hljómsveitinni má finna þá Sammy Duet (Acid Bath) og Louis Benjamin Falgoust II (Soilent Green). Umrætt myndband má sjá hér að neðan:

Camorra (Far/Jawbox) með plötu.

Hinn magnaði söngvari Jonah Matranga (sem þekktur er sem söngvari Far, New End Original, Onelinedrawing, Gratitude ofl) í viðbót við J. Robbins og Zach Barocas úr Jawbox; hafa stofnað saman hljómveit að nafni Camorra. Von er á þvía ð sveitin sendi frá sér EP plötuna “Mourning, Resistance, Celebration“ og verður hægt að panta hana á heimasíðu útgáfunnar: hér. Fyrir áhugasama þá er hægt að hlusta á annað lag plötunnar: Roosevelt Champion III hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:
1. Between the World and Me
2. Roosevelt Champion III
3. Parting Friends
4. Black White Girl Boy
5. Love and Economics

Decrepit Birth gefa út nýja plötu í lok júlí – Kynna nýtt lag.

Bandaríska dauðarokksveitin Decrepit Birth sendir frá sér sýna fyrstu plötu í sjö ár, 21. júlí næstkomandi, en það er Nuclear blast útgáfan (í bandaríkjum norður ameríku) og Agonia Records (Annarstaðar í heimnum) sem gefa út efni sveitarinnar. Skífa sveitarinnar hefur fengið nafið Axis Mundi og var umslag nýju plötunna runnið af Dan Seagrave (Morbid Angel, Entombed, The Devil Wears Prada).

Lagalisti plötunnar:
01. Vortex of Infinity – Axis Mundi
02. Spirit Guide
03. The Sacred Geometry
04. Hieroglyphic
05. Transcendental Paradox
06. Mirror of Humanity
07. Ascendant
08. Epigenetic Triplicity
09. Embryogenesis