Month: apríl 2017

Decapitated senda frá sér Anticult í júlí

Pólska dauðarokksveitin Decapitated sendir frá sér nýja breiðskífu 7. júlí næstkomandi, en það er Nuclear Blast útgáfan sem gefur efni sveitarinnar. Seinast sendi sveitin frá sér plötuna Blood Mantra árið 2014. Hægt er að forpanta plötuna á heimasíðu sveitarinnar www.decapitatedband.net

Hér að neðan má sjá myndband við lagið Never og lagalista plötunnar í heild sinni:

01. Impulse
02. Deathvaluation
03. Kill The Cult
04. One-Eyed Nation
05. Anger Line
06. Earth Scar
07. Never

Í sveitinni eru í dag þeir:
Wacław Kiełtyka
Rafał Piotrowski
Michał Łysejko
Hubert Więcek

The Acacia Strain kynna nýtt lag: Big Sleep

Bandaríska deathcore sveitin The Acacia Strain sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Gravebloom í lok júní mánaðar, en platan verður gefin út af Rise útgáfunni. Sveitin hefur um leið skellt laginu Big Sleep á netið, en í laginu má einnig heyra í söngvaranum Matt Honeycutt sem syngur í hljómsveitinni Kublai Khan.

Lagalisti plötunnar:
01. Worthless
02. Plague Doctor
03. Bitter Pill
04. Big Sleep
05. Grave bloom
06. Abyssal Depths
07. Model Citizen
08. Calloused Mouth
09. Dark Harvest
10. Walled City
11. Cold Gloom

Municipal Waste gefa út Slime And Punishment í sumar

Sjötta breiðskífa hljómsveitarinnar Municipal Waste, Slime And Punishment, verður gefin út 23. júní næstkomandi. Sveitin hefur því skellt laginu “Amateur Sketch” af umræddri skífu á netið og er hægt að hlusta á það hér að neðan. Plötuna, sem gefin er út af Nuclear Blast útgáfunni, er hægt að forpanta á heimasíðu sveitarinnar municipalwaste.net

Lagalisti Slime And Punishment:

01 – “Breathe Grease”
02 – “Enjoy The Night”
03 – “Dingy Situations”
04 – “Shrednecks”
05 – “Poison The Preacher”
06 – “Bourbon Discipline”
07 – “Parole Violators”
08 – “Slime and Punishment”
09 – “Amateur Sketch”
10 – “Excessive Celebration”
11 – “Low Tolerance”
12 – “Under The Waste Command”
13 – “Death Proof”
14 – “Think Fast”

Powerflo með sýnishorn af tilvonandi plötu

Bandaríska ofursveitin Powerflo hefur loksins opinberað sýnishorn af því efni sem sveitin stefnir að því að gefa út sýna fyrstu plötu síðar á þessu ári. Í hljómsveitinni má finna meðlimi og fyrrum meðlimi hljómsveita á borð við Cypress Hill, Biohazard, Downset, Fear factor og Worst, en áætlað er að útgáfudagur plötunnar sé 23.janúar, en það er New Damage Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Meðlimaskipan:
Sen Dog (Cypress Hill)
Christian Olde Wolbers (ex-Fear Factory, etc.)
Billy Graziadei (Biohazard)
Rogelio Lozano (ex-Downset.)
Fernando Schaefer (Worst)

Íslenskur Harðkjarni – Tónleikar á Kex Hostel

Það er alltaf gaman þegar manni gefst tækifæri á að upplifa tónlist í sínu fínasta formi, og ekki er það verra þegar formið sjálft er bæði hrátt og gróft. Slíkt tækifæri varð á vegi mínum þegar ég mætti á Kex Hostel miðvikudagskvöldið 26. apríl, en þar voru tónleikar með hljómsveitum sem spila (að mínu mati) harðkjarna tónlist. Eins og vaninn er á íslandi, og sérstaklega á litlum vinalegum tónleikum var engin föst tímaáætlun, en tónleikarnir sjálfir hófust um korteri eftir áður auglýstan tíma. Á dagskrá þetta kvöldið voru 3 sveitir; xGADDAVÍRx, Dead Herring PV og Une Misère,

Lesið nánar

Zhrine & Auðn með tónleika á fimmtudaginn

Hljómsveitirnar Zhrine og Auðn hefja Evróputúr sinn á Hard Rock Café fimmtudagskvöldið 27. Apríl og mun þar nýtt efni óma í bland við eldra, en hljómsveitin Auðn mun meðal annars spila tvö ný lög á þessum tónleikum, en tónleikarnir hefjast 21:00

Þeim til halds og trausts verða unglömbinn í Óværu en hafa meðlimir marga fjöruna sopið í sveitum allt frá Klink og Betrefa til Q4U og Dr. Mister and Mister Handsome.

Zhrine og Auðn eru báðar á mála hjá franska þungarokksrisanum Season of Mist en þær hafa nýverið lokið við tónleikaferðalag sem dró þær meðal annars til Svíþjóðar, Noregs, Hollands og England, báðar sveitir eru bókaðar á ýmsar tónlistarhátíðir erlendis td Hróaskeldu, Brutal Assult svo eitthvað sé nefnt.

Facebook viðburður tónleikanna: facebook.com/events/194237901056632/

Allar nánari upplýsingar er að finna hér: tix.is/is/event/3665/zhrine-au-n/

Myrkfælni dreifir íslenskri jaðartónlist

MYRKFÆLNI er dreifingarfyrirtæki íslenskrar jaðartónlistar, stofnað af Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur og Kinnat Sóley.

MYRKFÆLNI leggur sig alla fram við að koma íslenskum tónlistarmönnum sem falla í skugga Atlantshafsins yfir á megnlöndin.

Þrátt fyrir stuðning sem íslensku tónlistarfólki er veittur, finnst okkur enn vanta brúnna á milli jaðarsenunnar á Íslandi og jaðarsenunnar út í heimi. Til þess að styrkja framsókn íslensku jaðartónlistarsenunnar stendur MYRKFÆLNI fyrir útgáfu samnefnds tónlistarblaðs á ensku, sem og dreifingu um allan heim í þeim tilgangi að kynna jaðartónlistarsenuna á Íslandi.

Þrátt fyrir yfirburði vef- og samfélagsmiðla í dreifingu og kynningu á tónlist hafa prentmiðlar enn mikilvægi í jaðartónlistarsenum um allan heim, meðal annars í framleiðslu tónleikaplakata, dreifiblöðum (e. flyer) og heimatilbúnum aðdáendatímarita (e. fan zine). Tímaritið MYRKFÆLNI starfar því fyrst og fremst sem prentmiðill en teygir anga sína einnig til vefsins.

Hægt er að styðja þetta verkefni hér:
https://www.karolinafund.com/project/view/1694

Rex Brown gefur út sína fyrstu sólóplötu

Fyrrum bassaleikari Pantera og fleirri sveita, Rex Brown, sendir frá sér sýna fyrstu sólóplötu að nafni “Smoke On This” 28. júlí næstkomandi, en í þetta skiptið leggur hann frá sér bassann og tekur þess í stað upp gítarinn í viðbót við að syngja.

Á plötunni Smoke on this, verður að finna eftirfarandi löge, hér að neðan má heyra fyrsta lagið sem kappinn sendir frá sér, lagið Crossing Lines.

01. Lone Rider
02. Crossing Lines
03. Buried Alive
04. Train Song
05. Get Yourself Alright
06. Fault Line
07. What Comes Around…
08. Grace
09. So Into You
10. Best Of Me
11. One Of these Days

Nýtt myndband frá Firespawn – Ný plata væntanleg

Sænska dauðarokksveitin Firespawn sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “The Reprobate” 28. apríl næstkomandi. Firespawn er svokölluð ofurgrúbba, en í henni eru meðal annars meðlimir Entombed, Dark Funeral, Unleashed ofl. Hér má sjá lista sveitarmeðlima:

Lars Göran Petrov (Entombed) – Vocals
Victor Brandt (Entombed) – Guitar
Alex Friberg (Necrophobic) – Bass
Fredrik Folkare (Unleashed og Necrophobic) – Guitar
Matte Modin (Dark Funeral og Defleshed) – Drums

Á nýju plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Serpent Of The Ocean
02. Blood Eagle
03. Full Of Hate
04. Damnatio Ad Bestias
05. Death By Impalement
06. General’s Creed
07. The Whitecahpel Murderer
08. A Patient Wolf
09. The Reprobate
10. Nightwalkers

Wolverine kynna nýtt myndband

Sænska rokksveitin Wolverine hefur skellt laginu Pledge á netið, en lagið var að finna á plötunni seinstu útgáfu sveitarinnar: Machina Viva, en platan var gefin út rúmu ári síðan af Sensory útgáfunni. Hljómsveitin heldur ístutt tónleikaferðlag um Evrópu á næstu dögum ásamt hljómsveitunum Oddland og Until Rain.

Fyrir áhugasama þá er hægt að nálgast plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar, en á henni er að finna eftirfarandi lög:

01. The Bedlam Overture
02. Machina
03. Pile Of Ash (ES335 version)
04. Our Last Goodbye
05. Pledge
06. When The Night Comes
07. Nemesis
08. Sheds
09. Pile Of Ash (cello version) (bonus track)