Það er alltaf gott þegar bætist í íslensku rokkflóruna, og ekki er það verra þegar meðlimir óvirka hljómsveita finna sér nýja sveit til að rokka í. Fyrrum meðlimir íslensku rokksveitarinnar Moldun (sem einnig hafa stoppað við í Fortune, Changer og Embrace the Plague) eru nú komnir saman í hljómsveit að nafni Kavorka, en sveitin hefur skellt 2 lögum á netið síðastliðin mánuð og stefna að útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu á næsta ári.
Það er við hæfi að spjalla við drengina og sjá hvað er að frétta…
Byrjum á byrjun… hvað varð um Moldun?
Moldun liggur í dvala eins og er. Hvenær eða hvort hún mun vakna á ný er ennþá hulinn ráðgáta.
Hverjir eru í sveitinni?
Það er Haukur sem sér um sönginn, Sæþór sem sér um gítarinn, Addi sem sér um bassann og Haukur (tveir Haukar í bandinu) sér um trommurnar.
Haukur (söngvari), Sæþór og Addi voru í Moldun og Haukur (trommari) slær einnig húðir í Embrace the Plague.
Hvernig hljómsveit er Kavorka?
Ef við þyrftum að lýsa tónlistinni okkar þá myndum við lýsa henni sem þungu, skítugu rokki með stoner/sludge ívafi.
Hvaðan kemur nafn sveitarinnar?
Það kemur án djóks úr Seinfeld þætti. Annars þá lýsir Google þessu nafni mjög vel:
“The Kavorka is a word which originated from the Latvian Orthodox. It means “the lure of the animal”. It is described as a curse, making someone irresistible to anyone of the opposite sex, even attractive to the same sex, as people will be naturally drawn to you. It’s a heavy responsibility to have to be imposed with everyone’s lusty wants, hence, it’s consideration as a curse. People will want to be with you, be like you, be you.”
Hvenær má búast við tónleikum með sveitinni?
Við stefnum á gigg snemma á næsta ári.
Við hverju má búast við frá sveitinni í komandi framtíð?
Tónleikum, fleiri lögum, plötu, myndböndum, og vonandi co-headline tour með Black Sabbath.
Hægt er að kynnast sveitinni nánar með því að hlusta á lögin tvö sem sveitin hefur sett á netið: