Month: nóvember 2016

Une Misère með nýtt lag

Íslenska harðkjarnasveitin Une Misère (áður Damagés) hefur sent frá sér nýtt lag að nafni Overlooked / Disregarded og er lagið að finna á heimasíðunni Bandcamp (og hér að neðan):

Nýtt myndband frá Ion Dissonance

Kanadíska þungarokksveitin Ion Dissonance er kominn á fullt skrið og sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Cast the First Stone” 18 nóvember næstkomandi, en það er Goodfight Music útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Lagið skellti í gær laginu “To Lift The Dead Hand Of The Past” á netið og er því hægt að sjá myndband við lagið og hlusta á það um leið hér að neðan:

Stray From The Path

Bandaríska hljómsveitin Stray From The Path er ekki bara ósátt við niðurstöður forsetakosninga bandaríkjanna, heldur við allt tengist þessum blessuðu kosningu, því ákvað hljómsveitin að skella myndbandi við nýtt lag að nafni “The House Always Wins” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar sem verður gefin út á næsta ári. Hér að neðan má sjá umrætt myndband:

Fullt af nöglum í helvíti

Hljómsveitirnar Nails og Full Of Hell senda frá sér nýja sameiginlega smáplötu í byrjun desembermánaðar, en það er Closed Casket Activities útgáfan sem gefur út plötuna.

Söngvari hljómsveitarinnar Full of Hell sagði nýverið eftirfarandi þetta verkefni:

“This split came together out of a mutual respect between our bands and the songs encapsulate where we were mentally when we wrote them. The Nails song is an external war against anyone that holds you down and devalues you. The Full Of Hell side is the inverse: an internal war against innate human violence in our genealogy and the struggle against complacent fear. Working with Closed Casket was an obvious choice in terms of releasing a record with its full potential. Justin puts priority in aesthetics just like we do. The physical art and packaging is always important and it’s good to collaborate with someone who feels the same.”

Þangað til er hægt njóta plötunnar í formi stafrænna hlustunar: