Month: október 2016

Great Grief með nýtt myndband við Robespierre

Íslenska harðkjarnasveitin Great Grief sendi frá sér myndband við lagið Robespierre, en lagið að finna á tvískiptri plötu að nafni “There’s No Setting Sun Where We Are” sem Great Grief gaf út með bandarísku hljómsveitinni Bungler. Hægt er að nálgast plötuna á bandcamp síðu sveitarinnar, en umrædd myndband má finna hér að neðan:

Auðn - Photo by Hafsteinn Viðar Ársælsson

Auðn á samning hjá Season of Mist útgáfunni – Örviðtal!

Ris íslensk þungarokks náði nýjum hæðum nýverið er Season of Mist útgáfan tilkynnti hljómsveitina Auðn sem hluta af útgáfunni og er því von á að Season of Mist gefi út næstu útgáfu sveitarinnar. Meðal þeirra sveita sem útgáfan gefur út er íslensku sveitirnar Kontinuum, Zhrine og Sólstafir að viðbættum Abbath, 1349, Endstille, Gorguts, Mayhem, Misery Index, Rotting Christ og heilum helling til viðbótar. Hér að neðan má sjá örviðtal við Aðalstein Magnússon gítarleikara sveitarinnar….

Sælir og til hamingju með útgáfusamningin við Season of mist, en byrjum á byrjun. Hvað er langt síðan að þið gáfuð út ykkar fyrstu breiðskífu?

Sæll, okkar fyrsta breiðskífa kom út í lok árs 2014, gáfum hana út í samstarfi við Black Plague Records. það var mjög gott samstarf sem var í rauninni framleiðslu samningur þar sem Black Plague Records framleiddu plötuna og við fengum eintök af henni sem borgun, ss engin kostnaður fyrir okkur.

Hvernig var að taka þátt í Wacken Open Air – Metal Battle hátíðinni núna í sumar?

Wacken er algjör steypa, þvílikt festival… Það var frábært að spila fyrir svona margt fólk og að fá tækifæri til að taka þátt í svona keppni, mynduðum haug af nýjum tengingum og styrktum aðrar sem við höfðum myndað áður, overall bara algjört success.

Hvað er langt þangað til við fáum að heyra nýtt efni frá sveitinni, og eruð þið núþegar farin að vinna eitthvað í því efni?

Það styttist í það, við höfum þegar spilað ný lög hér og þar á tónleikum en lítið auglýst það en það gengur vel að semja ný lög og við stefnum á útgáfu snemma á næsta ári.

Hvað hefur það í för með sér að fá stuðning á borð við Season of Mist fyrir ykkur?

Það breytir öllu fyrir okkur, mikill heiður fyrir okkur að fá að gefa út á svona flottu labeli en það er ekki sjálfgefið að sveitinni gangi vel eftir að skrifa undir svona samning, núna heldur bara áfram sú vinna sem við erum búnir að vera strita við en það er viðurkenning í sjálfum sér og góður stimpill að vera með Season of Mist á bakvið sig.

Hvað tekur nú við hjá sveitinni?

Fyrst og fremst lagasmíðar og vinna við að halda þessu áfram. Við erum hvergi nærri hættir og stefnum á að halda áfram að vera virkir live á næsta ári, nú þegar höfum við verið tilkynntir á Roadburn í Tilburg Hollandi og Blastfest í noregi og fleiri live tilkynningar ættu að verða opinberar á næstu vikum/mánuðum.

Superjoint eru Caught Up In The Gears Of Application

Hljómsveitin Superjoint (áður Superjoint Ritual) sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Caught Up In The Gears Of Application” 11. nóvember næstkomandi, en það er Housecore útgáfa söngvara sveitarinnar sem gefur út efni sveitarinnar. Í sveitinni þetta árið eruð þeir Kevin Bond (Christ Inversion, Artimus Pyledriver), Jimmy Bower (Down, Eyehategod ofl), trommarinn José Manuel Gonzalez (Warbeast, Philip H. Anselmo & The Illegals) og Bassaleikarinn Stephen Taylor (Philip H. Anselmo & The Illegals, Woven Hand, 16 horse power) í viðbót við Philip Anselmo sjálfan. Þetta nýja efni sveitarinnar er masterað af Scott Hull (Agoraphobic Nosebleed, Pig Destroyer) og er hægt að heyra sýnishorn hér að neðan:

Lagalisti “Caught Up In The Gears Of Application”:
01. Today And Tomorrow
02. Burning The Blanket
03. Ruin You
04. Caught Up In The Gears Of The Application
05. Sociopathic Herd Delusion
06. Circling The Drain
07. Clickbait
08. Asshole
09. Mutts Bite Too
10. Rigging The Fight
11. Receiving No Answer To The Knock

Zao tilbúnir með nýja breiðskífu og nýtt lag! – Uppfært!

Bandaríska harðkjarnasveitin ZAO birti nýveirð mynd (sjá hér að ofan) sem verður að finna framan á næstu breiðskífu sveitarinnar, The Well-Intentioned Virus, en skífan verður gefin út í byrjun desember mánaðar og verður það þeirra eigin útgáfa, Observed Observer Recordings, sem gefur út plötuna. Ekki er mikið um upplýsingar um þessa skífu eins og stendur en búast má við því að eftirfarandi lög verði að finna á henni:

“Xenophobe”
“Weeping Vessel”
“A Well Intentioned Virus”
“Broken Pact Blues”
“Jiba Ittai”
“Apocalypse”
“Observed/Observer” – en þetta lag má heyra hér að neðan:

Life of Agony gefa sýnishorn af tilvonandi efni

Fljótlega á næsta ári mun hljómsveitin Life of Agony senda frá sér nýja breiðskífu að nafni “A Place Where There’s No More Pain” en seinasta breiðskífa sveitarinnar “Broken Valley” var gefin út árið 2005. Sveitin virðist vera langt komin með upptökur, en mun halda til evrópu í nóvember og desember til að tónleikahalds. Hér að neðan má sjá brot af því efni nýja efni sem væntanlega verður að finna á komandi skífu:

Hljómsveitin Andlát á Reykjavík Deathfest – Viðtal við Sigurð Trausta söngvara

Stórkotlegar fréttir bárust í vikunni um að hljómsveitin Andlát ætlar að koma saman á næsta ári til að spila á heljarinnar tónleikahátíð sem ber nafnið REYKJAVÍK DEATH FEST, það er því við hæfi að skella á nokkrum spurningum á forsprakka sveitarinnar, Sigurð Trausta Traustason fyrir ungviði landsins…

Hvernig myndir þú kynna hljómsveitina Andlát fyrir þeim sem ekki þekkja?

Jæja krakkar mínir, nú skulið þið leggja við hlustir… haha! Já, það er víst komin á legg heil ný kynslóð af þungarokksunnendum síðan við vorum eitthvað að spila reglulega. Ætli ég myndi ekki segja bara að Andlát sé þungarokkshljómsveit sem var hvað mest aktív á árunum 2000-2004. Þá tókst okkur að spila á hellings af eftirminnilegum (allaveganna fyrir okkur ) tónleikum, gefa út disk sem heitir mors longa og taka þátt í mjög líflegri „Senu“ eins og hún var kölluð þá. Ef fólk hefur áhuga þá er mors longa núna aðgengilegur í gegnum spotify og er líka á youtube svo fólk getur kynnt sér málið eða rifjað upp.

Hvað er langt síðan að þið spiluðuð saman opinberlega?

Við hættum svona officially árið 2004 en höfum verið plataðir í það að spila á tónleikum svona nokkrum sinnum eftir það. T.d á Eistnaflugi, afmæli harðkjarna o.fl. Síðustu tónleikarnir sem við spiluðum opinberlega voru fyrir rúmum 5 árum þegar Heaven Shall Burn komu síðast til landsins.

Eigið þið eitthvað í pokahorninu af upptökum sem aldrei lentu á plasti (disk)?

Við eigum náttúrulega mors longa í þremur mismunandi útgáfum. En annars í gegnum tíðina þar sem við höfum komið saman aftur þá höfum við alltaf eitthvað samið smá nýtt. Ég held að það séu til upptökur af 2-3 lögum sem hafa aldrei verið gefin út.

Hvað varð til þess að þið ákváðuð að koma saman á ný til að spila á þessu festivali?

Það var bara ýtt svo helvíti vel á eftir okkur! Síðan höfum við nýlega verið að hittast vegna þess að meðlimir sveitarinnar hafa verið að giftast. Ekki þá innbyrðis samt. En við erum allir góðir félagar ennþá og höldum contact og það er alltaf gaman að spila smá saman. Skipuleggjendur Reykjavík Deathfest seldu okkur þetta bara, þ.e með því hvað hátíðin heppnaðist vel síðast og hve mikinn metnað þeir eru að leggja í þetta núna á næsta ári.
Síðan er bara ekkert skemmtilegra í þessari veröld en að spila á tónleikum. Það á eftir að vera sveittur og góður stemmari!

Er þetta “aðeins í þetta einaskipti”? eða má eiga vona á áframhaldandi spili með sveitinni eftir tónleikana?

Ég bara veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós bara.

Eruð þið félagar að vinna í einhverjum öðrum áhugaverðum verkefnum?

Það er ekkert annað tónlistartengt í gangi hjá mér í augnablikinu. Hinir strákarnir eru alltaf að bralla eitthvað. Sérstaklega Maggi sem náttúrulega lifir og andar tónlist. En ég held að ekkert af því sé þungarokkstengt hjá okkur.

Við hverju má svo búast við á Deathfest hátíðinni í ár?

Af okkur má búast við hröðu setti af gömlum slögurum í bland kannski við eitthvað smá nýtt. Annars bara almennri gleði og kæti all around!

Hvað hlakkar þér mest til að sjá á tónleikunum?

Af því sem er búið að tilkynna er það klárlega Cryptopsy. Það verður svakalegt að sjá það band hér á landi og gamla dauðarokkshausnum hlakkar mikið til. Annars er gæða staðallinn á íslensku böndunum svo gífurlega hár að það er ekki hægt að líta framhjá þeim heldur. Dauðarokkið ásamt svartmálminum eru í þvílíkum blóma hérna núna. Ophidian I, Severed o.fl eiga eftir að sprengja eitthvað af hljóðhimnum á svæðinu.

Nýtt lag með HELMET

Bandaríska rokksveitin Helmet sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Dead to the World í lok októbermánaðar, en þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í 6 ár. Platan, sem gefin er út af earMUSIC útgáfunni, mun innihalda eftirfarandi lög:

1. Life or Death
2. I ♥ My Guru
3. Bad News
4. Red Scare
5. Dead to the World
6. Green Shirt
7. Expect the World
8. Die Alone
9. Drunk in the Afternoon
10. Look Alive
11. Life or Death (Slow)

Hægt er að hlusta á nýja lagið Bad News hér að neðan:

Nomad Stones gefa út efni

Bandaríska hljómsveitin Nomad Stones sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, en í skífunni eru Adam McGrath (Cave In/Zozobra), JR Conners (Cave In/Zozobra og áður með Doomriders) og Erik Szyska. Plata sveitarinnar er gefin út af Brutal Panda Records sem meðal annars hefur gefið ut efni með Ramming Speed, Whores, Zozobra ofl. Hægt er að hlusta og kaupa plötu sveitarinnar á Bandcamp heimasíðu sveitarinnar: nomadstones.bandcamp.com

Zao með nýja plötu í desember

Bandaríska harðkjarnasveitin ZAO sendir frá sér nýja breiðskífu 9. desember næstkomandi að nafni “The Well-Intentioned Virus”. Platan er 11 breiðskífa sveitarinnar, en seinast sendi sveitin frá sér plötuna “Awake?” árið 2009. Eins og stendur er sveitin að undirbúa forpantanir fyrir útgáfuna, en hægt verður að fá plötuna á geisladiska, kassettu, stafrænni og vínil útgáfu.