Month: ágúst 2016

CROWBAR með THE SERPENT ONLY LIES

Bandaríska þungaviktarbandið Crowbar gefur út nýja breiðskífu að nafni The Serpent only lies í lok október mánaðar á þessu ári. Platan er ellefta breiðskífa sveitarinnar og sú fyrsta í langan tíma sem inniheldur upprunalegan bassaleikara sveitarinnar Todd Strange, en kappinn gekk nýverið aftur í bandið og spilar á þessarri nýju plötu. Hér að neðan má sjá stutt brot af því sem búast má við af sveitinni þetta árið:

Quest: Viðtal

14171918_10205915528242064_1066799277_n

Quest skipa þeir Grétar Mar Sigurðsson, Hreiðar Már Árnason og Bjarni Svanur Friðsteinsson. Hljómsveitin var stofnuð 2014. Quest spila beinskeytt syntha-pop/ rock í anda níunda áratugarins, sem sveitin kallar nostalgíu-popp, með áhrifum frá popptónlist úr öllum áttum. Þeir hafa getið sér gott orðspor innan íslensku tónleikasenunnar með skemmtilegri sviðsframkomu og túruðu um Evrópu í fyrsta skipti fyrr á þessu ári. Quest hóf feril sinn með nokkrum hálfkláruðum lögum í Stúdío Sýrlandi. Seint árið 2015 gaf Quest út stuttskífuna Gala, sem er afrakstur upptakanna úr Stúdío Sýrlandi. Þeir sem áður sagði túruðu um Evrópu og spiluðu meðal annars í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi, við góðan orðstír. Quest eru sem stendur í miðju upptökuferli sem mun koma út á líðandi sumri. Kristinn Helgason settist með sveitinni og spurði þá um hvað hefur drifið á daga sveitarinnar.

 

Hvernig varð Quest til?

Hreiðar: Í mismunandi löndum.

Grétar: Já, það gerðist í mismunandi löndum.

H: Já, þetta var í rauninni bara einhver tilraun. Að gera eitthvað annað. Við Grétar vorum að spila músik saman lengi. Vorum að spila músik af mikilli áfergju. Við ákváðum bara að slaka aðeins á og gera eitthvað sem við kunnum ekki. Með þá pælingu í huga að ferlið sjálft skiptir meira máli en útkoman. Svoleiðis prinsipp var það sem leiddi af sér hljómsveitina Quest.

G: Þetta var líka þannig að við vorum alltaf gera eitthvað á skjön við það sem heitir popp-tónlist. Þetta sem var að hljóma í útvarpi og í verslunum, svoleiðis tegund af popp-tónlist. Og í kjölfarið á því vildum við ekki vera að gagnrýna svoleiðis popptónlist. Þetta var mitt persónulega ferðalag sem leiddi af sér Quest.

Bjarni: Ég kem inn í þetta aðeins seinna. Við vorum að vinna í einhverjum lögum, það var kominn einhver grunnur. Á þeim tíma bjó ég út í Berlín og Grétar sendi á mig einhver lög. Ég spilaði einhvern gítar við lögin og það sem næsta sem ég vissi þá var ég kominn inn í þetta líka.

   14182145_10205915529402093_368533176_n 

Hverjir eru helstu áhrifavaldar?

 G: Eins og ég sagði áðan, þá var það eiginlega öll tónlist sem ég þoldi ekki til að byrja með. Það voru helstu áhrifavaldar mínar, að öll tónlist sem ég þoldi ekki og hlustaði ekki á dags daglega, það eru mínir helstu áhrifavaldar, til að byrja með. Ég var einhvern veginn farinn að skilja það dæmi. Tónlist eins og sú sem er spiluð á FM, svona óþolandi popp-tónlist. Svona froða, Froðan var helsti áhrifavaldur til að byrja með. Síðan fór maður í eitthvað ferðalag um að reyna að kryfja froðuna.

H: Mætti kalla þetta svona ímyndartónlist, sem snýst meira um magn en gæði.

G: Svona rotvarnarefna-músik.

H: Stútfullt af e-efnum.

G: Stútfullt af e-efnum. Það er ekkert næringagildi, engin alvöru vítamín. Þannig músik.

B: Músik sem reyndar lifir mjög lengi.

G: Já, sem lifir mjög lengi. Fólk nærist á þessu.

 

Þið túruðuð um Evrópu fyrr á þessu ári, hvernig var ykkur tekið?

Q: Bara mjög vel. Eiginlega bara alls staðar, mjög vel. Frábærlega í rauninni.

G: Nema kannski í Amsterdam. Það var líka mjög skrítið gigg. Samt annars staðar vorum við að fá frábærar viðtökur, fólk var að fíla þetta í drasl. Það má segja að viðtökurnar voru vonum framar, fólk var virkilega að fíla þetta.

H: Við spiluðum á mánudegi. Á bar sem mundi miklu frekar henta einhvejrum trúbador heldur en okkur. Það eina sem vantaði var bara pool-borðið.

G: (við Hreiðar): Þú varst settur í eitthvað gler-búr.

H: Já ég var settur í eitthvað plexi-gler búr. Og við vorum spurðir í miðju giggi hvort einhver mætti syngja með okkur. Það var rosalega táknrænt fyrir stemninguna. Fólkið þarna var meira tilbúið að heyra eitthvað Bon Jovi-lag heldur en eitthvað frumsamið.

G: En annar staðar voru bara mjög góðar viðtökur. Að öllu leyti gekk þetta að vonum framar. Það voru meira og minna allir að fíla þetta. Það voru líka nokkur atvik, sem snerust um að það voru nokkur mistök í bókunarferilinu. Á nokkrum tímapunktum þá þurftum við að lækka tónlistina, eða þú veist spila lægra. Eins og t.d í Bochum, þá voru móment þar sem við vorum að spila á svona litlum stöðum þar sem það mátti ekki spila á trommusett eftir klukkan tíu. Þannig að við þurftum að spila lægra. En alls staðar voru áhorfendur mjög ánægðir með það sem þeir heyrðu.

H: Flestir vildu fá okkur aftur. Þetta var líka fínt miðað við að spila á Íslandi vegna þess að stundum hérna á Íslandi er þetta í rauninni eins og fangelsi. Það var fínt að spila á svona Evrópskum stöðum og fá langtum betri viðtökur en við fáum venjulega hérna heima.

 

 

14218588_10205939061670385_556462953_n Eftir að hafa túrað um Evrópu, hvernig finnst ykkur tónleikastaðir í Evrópu vera samanborið við þá íslensku, eins og t.d Dillon eða Húrra? 

H: Húrra er náttúrulega flottur staður en almennt séð fannst mér viðmótið gangvart list og listamönnum vera aðeins meira frískandi. Vegna þess að það er oft eins og maður sé að angra fólk með listinni sinni hérna á Íslandi.

G: Svo fengum við líka borgað þótt að enginn hafi mætt á tónleikana. Eins og með Amsterdam giggið, við drógum ekkert að en okkur fannst eins og staðirnir báru virðingu fyrir listinni. Mér fannst í rauninni ekki vera mikill munur á þeim sem mættu á tónleikana heldur miklu frekar á þeim sem stóðu að tónleikunum, starfsmönnum staðanna. Mér fannst í rauninni vera verulega mikill munur bara gangvart virðingu fyrir tónlistinni.

En svo fannst mér líka mjög skemmtileg að hérna heima er ákveðinn hópur af fólki sem mætir á tónleika og finnst gaman og svona en þarna úti var þetta meira, þú veist, píparinn á horninu og kjötiðnaðarmaðurinn í bænum. Jói á bolnum var bara mættur, skiluru. Og hann var að hlægja og brosa allan tímann og þakka okkur fyrir show-ið. Og það má í rauninni segja að það sé svolítil elítu stemning í tónleikahaldi hérna á Íslandi. Eins og ég sé ekki fyrir mér, þú veist, Smára járnbindingarmann mæta á tónleika hérna heima.

H: Já fólk hugsar meira hérna heima, þetta á meira erindi við mig heldur en hvern sem er. En svo er líka svo mikið rof milli þeirra sem mæta á tónleika og þeim sem kaupa tónlist. Því þeir sem mæta á tónleika, og ég vil ekki hljóma of fordómafullur, en þeir eru ekkert endilega að kaupa diska. Og sá sem mætir aldrei á tónleika, sá sem mætir bara á Jólatónleika Björgvins Halldórssonar eða Bubba, sem heldur síðan uppi allri tónlistarsölu á Íslandi. Þetta er svolitið illskiljanlegt og maður spilar á tónleikum fyrir fólk sem mætir en er í rauninni ekki í neinu kontakti við fólk sem er að hlsuta reglulega á tónlistina þína. Þarna úti er stærri markaður þannig að það er auðveldara að finna fólk.

  

Þið eruð þrír í bandinu, og hafandi verið í öðrum hljómsveitum, finnst ykkur betra að vera færri eða fleiri í hljómsveit?

H: Það eru náttúrulega praktískar ástæður fyrir því að það sé betra að vera færri. En á móti kemur er að vera fleiri er tækifæri til að bounca á hugmyndunum sem maður fær. Það var strákur með okkur þarna úti, vinur okkar sem heitir Ingi, sem var með okkur og það var fínt að fá smá pörun því ég held að ef við hefðum verið þrír þá hefði verið minni dýnamík. En þegar það kemur að því að semja tónlist þá fer það nátturulega bara eftir eðli tónlistarsköpunarinnar. Og í okkar tilfelli er það sjaldgæft að við hittumst á æfingum og semjum. Við erum frekar hver í okkar horni að fá hugmyndir og svo hittumst við og komum bara með tilboð á hvorn annan. Þannig að að þessu leyti er þetta skilvirkt. Það er auðveldara að halda fund með þremur heldur en fjórum.

 

 

Þið kallið tónlistinna ykkar nostalgíu-popp. Hvað eigið þið við með því?

H: Já, nostalgía er bara svo fallegt orð yfir einhverja períóðu, sem getur alveg eins verið vika eða ár og í þessari nostaglíu, þessari fortíðarþrá við erum í raunninni að beina henni í gegnum tónlistina okkar. Við erum ekkert að finna upp hjólið en við vitum hvað við viljum og búum eitthvað til úr hlutum sem eru nú þegar til staðar, og móta eitthvað úr því. Nostalgían er í rauninni bara hughrifin.

G: Íslenska orðið yfir nostalgíu er fortíðarþrá. Hugtakið fortíðarþráarpopp mundi aldrei virka. Nostalgíu-popp er líka svolítið international, það er ástæðan fyrir því að við erum það. Því við eurm líka að reyna að kryfja það hvaðan froðan kemur. Og ég held að hún kemur úr einhverju rosalega spennandi, tæknilegu, tilraunakenndu tímabili þar sem fólk bara er að prófa ýmislegt. Við lifum líka á þannig tímum að núna er í rauinni allt aðgegnilegt. Þú þarft ekki að eiga pening til að prófa alls konar. Við erum í raunninni að gera það sem besta sem við getum úr þessu, þessu analóg-dóti sem fólk er að gera tilraunir með. Við erum að kryfja hvaðan allt þetta kemur. Tæknin er í raunninni það sem mótar sánd bandsins mest.

H: Módernismi maður. Við læknum alla sjúkdóma, við semjum bestu lögin, fáum besta sánidð.

 

14269473_10205939063150422_733798577_nHvar finnst ykkur best að spila í bænum?

G: Búálfurinn er mjög næs. Búaálfurinn í Breiðholti.

H: En við höfum haldið skemmitlega tónleika víða, t.d á Gauknum og á Húrra.Eins og áður sagði höfum við verið að fá vægast sagt frábærar viðtökur. En þetta fer í raunninni meira eftir fólki. Því meira sem maður spilar því meira áttar maður sig á því að þú veist maður setur á sig einhverjar kröfur til sín sem tónlistarmaður, en það að spila á tónleikum snýst um bæði þáttökuna og samspilið þar á milli. Þó að maður getur verið að ergja sig yfir einhverju lélegu monitor-sándi eða eitthvað, þá mundi ég skipta út góðu monitor-sándi fyrir tíu glaða dansara alla daga.

G: Þetta er í raunni eins og að vera góðu partíi, með vini sínum og það er verið spila lág-gæða mp3-fæla og allir eru að fíla sig versus það að fara á einhvern stað með minni stemningu en geðveikum græjum, það er þetta mannlega sem heillar.

H: Já, maður getur gert bilaðar tæknilega kröfur einhvern tíman seinna.

 

Þið gáfuð út plötuna Gala á soundcloud. Hvernig móttökur hefur hún verið að fá?

G: Ég mundi segja mjöög góðar.

H: Bara einstaklega frábærar.

G: Þær móttökur sem við höfum fengið eru mjög góðar.

B: Höfum fengið mikið lof fyrir gott sánd á plötunni.

H: Við erum náttúrulega ekki á neinum metsölulistum, en fyrir okkur erum við kannski bara introvertífir svo að þetta var ferli sem var mjög gefandi og skemmtilegt. Við unnum plötuna eins mikið sjálfir og við gátum.

B: Það var líka mjög skemmtilegt hvernig hún kom til. Við vorum ekki búnir að fara á eina hljómsveitaræfingu þegar við fórum í stúdíó til að taka hana upp. Við vissum allir alveg hvað við vildum gera.

G: Við gerðum ýmisegt öðruvísi í stúdíói en við gerum á tónleikum. Við höfum breytt lögum mikið þegar við spilum á tónleikum.

H: En við erum mikið fyrir það að vera DIY og setja okkar eigin standard. Og keppast við að bæta okkur. En varðandi plötuna, þá er það rétt að hún kom út á soundcloud, en við vildum líka í staðinn fyrir að gefa út geisladiska, fara aðra leið. Við höfum samband við góðan vin okkar í Kína og látum prenta út gullhúðaða USB-lykla, með plötunni inn í, og fórum með það út sem söluvarning.

G: Við seldum einhvert 40 stykki.

H: Já og fólk tók almment bara vel í þetta format. Þetta var að okkar mati miklu sniðugra heldur en að prenta marga geisladiska, sem enginn kaupir og enda uppí skúffu. Í versta falli getur fólk þá keypt USB-lykilinn, hatað plötuna, hent henni út og notað plássið í tölvunni fyrir eitthvað annað, eins og Friends-þættina, eða Seinfeld.

 

Stefnið þið á gefa út meira efni í náinni framtíð?

B: Jú, við erum í upptökuferli núna.

G: Það er ekki alveg ráðið hvenær hún kemur út. Sumt af þessu er mjög gamalt stöff sem við erum ennþá að klára, en við erum mjög, mjög ákveðnir í því að koma þessu út sem fyrst. Það er á leiðinni myndband sem var tekið upp á filmu.

H: Já, það kemur mjög fljótlega.

G: Síðan þegar við vorum á túrnum um Evrópu þá tókum við upp tónlistarmyndband með virtum frönskum ljósmyndara sem að aðstoðaði okkur við það.

H: Algjör síkópati.

G: Virtum, vikrum, geðsjúkum ljósmyndara. Sem er jafnmikill vinur okkar og hann er geðsjúkur.

H: Við meinum þetta á mjög jákvæðana hátt. Ógeðveikt fólk er yfirhöfuð mjög óskapandi. Við vorum mjög heppnir að hitta hann því hans geðveiki fittaði vel við okkar geðveiki. Og úr þessu varð mjög gott samstarf. Við tókum ljósmyndir og vídeó og gistum hjá honum og héldum partí heima hjá honum, borðuðum matinn hans og drukkum vínið hans

G: Það voru nokkur mistök í bókunarferlinu þegar við túruðum sem gerðu það að verkum að við höfðum mikinn frítíma og í okkar frítíma þá urðum mjög akvítifir í okkar málum, héldum boltanum mjög gangandi. Síðan höfum við bara verið að hvíla okkur á þessari samvist okkar þarna úti, sem er að fara rúlla aftur núna.

H: Við erum að fara á fyrstu æfinguna okkar eftir túrinn, núna bara eftir klukkutíma.

G: Og síðan er upptökusessjón yfirvofandi. En boltinn er byrjaður að rúlla aftur. Síðan stefnum við á útgáfutónleika bráðum, í raunninni til að loka ákveðnum kafla í okkar ferli eða sögu.

 

Strákar, þá er þetta komið. Takk kærlega fyrir.

Nýtt frá Candiria

Bandaríska hljómsveitin Candira, sem þekkt er fyrir tónlistarlegan hrærigraut sem inniheldur: þungarokk, pönk, harðkjarna, djass og hip-hop á sinn einstaka máta, sendir frá sér nýja breiðskífu í byrjun október að nafni “While They Were Sleeping”. Platan er gefin út af Metal Blade útgáfunni og er þeirra fyrsta plata síðan árið 2009. Hér að neðan má hlusta á lagið “Mereya” sem finna má á þessarri nýju plötu.

Meshuggah – Nýtt lag: Born in Dissonance

Nýtt lag með sænsku Íslandsvinunum í hljómsveitinni Meshuggah er komið á netið í boði sveitarinnar (sjá hér að neðan). Lagið ber nafnið Born In Dissonance og verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar The Violent Sleep of Reason. Nýja breiðskífa sveitarinnar, sem er áttunda breiðskífa sveitarinnar, er svo væntanlega í búðir í byrjun októbermánaðar, en það er Nuclear Blast útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

1. “Clockworks”
2. “Born in Dissonance”
3. “MonstroCity”
4. “By the Ton”
5. “Violent Sleep of Reason”
6. “Ivory Tower”
7. “Stifled”
8. “Nostrum”
9. “Our Rage Won’t Die”
10. “Into Decay”

Prevail sendir frá sér War Will Reign

Danska þungarokksveitin Prevail sendir frá sér nýja breiðskífu um miðjan októbermánuð að nafni War Will Reign, en sveitin inniheldur fyrrum meðlimi dönsku sveitarinnar Svartsot. Fyrir áhugasama er hægt að kynna sér bandið nánar á facebook síðu sveitarinnar hér: https://www.facebook.com/prevaildk/ og með því að hlusta á nýtt lag með sveitinni hér að neðan:

Ion Dissonance með nýtt lag á nýrri útgáfu.

Hið stórfína útgáfufyrritæki Good Fight Music sagði nýverið frá því að hljómsveitin Ion Dissonance hafi gegið til liðs við sig og mun í kjöfarið gefa út nýja breiðskífu að nafni “Cast the First Stone” um miðjan nóvember mánuð á þessu ári. Hægt er að hlusta á nýtt lag með sveitinni af þessrri tilvonandi breiðskífu hér að neðan.

Formleg fréttatilkynning frá útgáfunni innihélt eftirfarandi texta:

From Montreal, Canada, Ion Dissonance was one of the creators and refiners of a sound in the mid-’00s that was equally brutal, technical, and rich with pit-friendly grooves. Along with French Canadian countrymen Despised Icon and US bands like The Red Chord, Ion Dissonance mixed dizzying math and earthquaking heaviness into a vibe that served as a gateway for the death-core boom that followed. Between 2003 and 2010, the band released four albums and toured the world.

Upphitun fyrir Reykjnavík Deathfest 207

Upphitun í september fyrir Reykjavík Deathfest 2017!

Bandaríska dauðarokksveitin Skinned hefur tónleikaferðalag sitt um skandinavíu í Reykjavík, höfuðborð óttans. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 í Colorado fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku og gaf seinast út breiðskífu að nafni Create Malevolence árið 2015. Sveitin lauk nýverið tónleikaferðlagi um Asíu og því við hæfi að við hér á norðurslóðum fáum að finna fyrir mætti sveitarinnar.

Ásamt Skinned munu hljómsveitirnar Severed, Hubris og Grit Teeth spila á þessum tónleikum sem haldnir verða föstudaginin 23. september næstkomandi á Gauknum, en það kostar aðeins 1000kr. inn.

Nánari upplýsingar um sveitirnar:
Skinned: www.facebook.com/skinnedofficial
Severed: www.facebook.com/severediceland
Hubris: www.facebook.com/hubrismusic
Grit Teeth: www.facebook.com/gritteeth