Bandaríska deathcore bandið The Acacia Strain er langt komin með upptökur á nýrri breiðskífu, en eins og Body Count hefur sveitin fengið Will Putney (Thy Art Is Murder, Body Count) til að pródúsera plötuna. Vincent Bennett, söngvari sveitarinnar, sagði nýverið frá því á twitter að hann hefði lokið upptökum á söng sem þýðir væntanlega að ekki sé mikið eftir þar til gripurinn sé tilbúinn.
