Month: júní 2016

The Acacia Strain ljúka upptökum á nýrri skífu

Bandaríska deathcore bandið The Acacia Strain er langt komin með upptökur á nýrri breiðskífu, en eins og Body Count hefur sveitin fengið Will Putney (Thy Art Is Murder, Body Count) til að pródúsera plötuna. Vincent Bennett, söngvari sveitarinnar, sagði nýverið frá því á twitter að hann hefði lokið upptökum á söng sem þýðir væntanlega að ekki sé mikið eftir þar til gripurinn sé tilbúinn.

Testament vinna að The Brotherhood Of The Snake

Bandaríska hljómsveitin Testament hefur lokið upptökum á nýrri breiðskífu sem hefur fengið nafnið  The Brotherhood Of The Snake, en þessi nýja breiðskífa verður hljóðblönduð af Andy Sneap. Þessi breiðskífa verður ellefta breiðskífa sveitarinnar, en liðskipan sveitarinnar á plötunni er eftirfarandi:

Chuck Billy – söngur
Alex Skolnick – gítar
Eric Peterson – gítar
Steve DiGiorgio – bassi
Gene Hoglan – trommur

Von er á að The Brotherhood Of The Snake verði gefin út 28. október næstkomandi og er það Nuclear Blast útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Body Count vinna að nýju efni

It looks like the new Body Count album will be titled “Bloodlust” when it receives a release next year through Century Media. The band have been working on it with producer Will Putney (Thy Art Is Murder, The Acacia Strain) with writing still currently underway. Frontman Ice-T commented of the album’s progress via Twitter overnight:

Hljómsveitin Body Count mun senda frá sér nýja breiðskífu á næsta ári og hefur sveitin fengið Will Putney (Thy Art Is Murder, The Acacia Strain) til að vinna að plötunni með sér, en það er Century Media útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Platan hefur núþegar fengið nafnið Bloodlust og hafði Ice-T þetta um málið að segja á twitter:

Einnig má minnast á að ICE T var einnig með live útsendingu frá hljóðverinu núna í vikunni þar sem Body Count tók meðal annars Reign in Blood með Slayer og er því von að menn vonist til að lagið endi á nýju plötunni:

https://www.periscope.tv/w/1djGXwXyqqkKZ

Kontinuum komnir til Season of Mist!

Hin magnaða íslenska rokksveit Kontinuum hefur skrifað undir útgáfusamning við Season of Mist útgáfuna, en útgáfan sér meðal annars um að gefa út efni með Abbath, Endstille, Gorguts, Mayhem, Misery Index, Rotting Christ og íslensku sveitunum Zhrine og Sólstöfum.

Season of mist útgáfan hafði þetta um málið að segja:

“We are very pleased to announce our signing with Season of Mist. To us it is important to work with people that we connect with. People that relate to our creative output and vision. This is why we look forward to our future cooperation with Season of Mist.”

Grjótið 2016!

Árleg heiðursverðlaun Eistnaflugs, Grjótið, eru nú veitt í þriðja sinn og er það Andrea Jónsdóttir sem er Grjótið 2016.

Grjótið eru viðurkenning sem veitt er einstaklingi sem þakklætis og virðingarvottur fyrir ötult og óeigingjarnt starf að framgangi þungarokks á Íslandi og sem hvati til góðra verka í framtíðinni.

Árið 2014 var Sigvaldi Ástríðarson heiðraður með Grjótinu og árið 2015 var það Kristján Kristjánsson.

Rokkhátíðin Eistnaflug er nú haldin 12. árið í röð og hefur um árabil verið stærsta rokkhátíð landsins. Miðasala gengur mjög vel og stefnir allt í að þetta verði stærsta Eistnaflug sem haldið hefur verið.

Every Time I Die með nýtt lag og ný plata væntanleg!

Hljómsveitin Every Time I Die sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni 23.september næstkomandi að nafni “Low Teens”. Platan var teki upp af Will Putney (The Acacia Strain) og á plötunni má heyra í þeim Tim Singer (Deadguy, Kiss It Goodbye, ofl) og Brendan Urie (Panic! At The Disco) í gestahlutverki.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi verk:
01 – “Fear And Trembling” (ásamt. Tim Singer)
02 – “Glitches”
03 – “C++ (Love Will Get You Killed)”
04 – “Two Summers”
05 – “Awful Lot”
06 – “I Didn’t Want To Join Your Stupid Cult Anyway”
07 – “It Remembers” (ásamt Brendan Urie)
08 – “Petal”
09 – “The Coin Has A Say”
10 – “Religion Of Speed”
11 – “Just As Real But Not As Brightly Lit”
12 – “1977”
13 – “Map Change”
14 – “Skin Without Bones” (aðeins á viðhafnarútgáfu)
15 – “Nothing Visible, Ocean Empty” (aðeins á viðhafnarútgáfu)

Hér að að neðan má sjá og heyra lagið “The Coin Has A Say” :

Guns & Roses heiðurstónleika á Gauknum, 24. Júní 2016

Í tilefni þess að Trooper mjöðurinn er á leiðinni í sölu á Gauknum og að Slash og Axl Rose hafa loksins grafið stríðsöxina mun hin gallharða Guns & Roses heiðurssveit mæta í frumskóginn og telja í alla helstu slagara Guns & Roses. Trooper í boði fyrir þá fyrstu þyrstu. Forsala er hafin á Tix.is

Heiðurssveit:
Axl Rose – Stefán Jakobsson 
Izzy Stradlin – Franz Gunnarsson 
Slash – Andri Ívarsson 
Steven Adler – Kristinn Snær Agnarsson 
Duff McKagan – Jón Svanur Sveinsson

HVAÐ: Guns & Roses heiðurstónleikar

HVAR: Gaukurinn

HVENÆR: Föstudagskvöldið 24. júní

KLUKKAN: Trooper kynning kl.21:00. Tónleikar hefjast um kl. 23:00

KOSTAR: 2000 í forsölu. 2500 við inngang

FORSALA: https://www.tix.is/is/event/2936/guns-roses-hei-urstonleikar/

Giraffe Tongue Orchestra

Hljómsveitin Giraffe Tongue Orchestra, sem samanstendur af þeim William DuVall (Alice in Chains), Ben Weinman (Dillinger Escape Plan) og Brent Hinds (Mastodon), sendir frá sé nýja breiðskífu að nafni Broken Lines í lok september á þessu ári. Hljómsveitin spilar sína fyrstu tónleika á Reading og Leeds hátíðinni seinna á þessu ári, en með þeim þremur í hljómsveitinni eru einnig Pete Griffin (Dethklok) og Thomas Prigden (The Mars Volta).

Lagalisti plötunnar er eftirfarandi:
01. Adapt Or Die
02. Crucificion
03. No-One Is Innocent
04. Blood Moon
05. Fragments & Ashes
06. Back To The Light
07. All We Have Is Now
08. Everyone Gets Everything They Really Want
09. Thieves And Whores
10. Broken Lines

Hljómsveitin skellti laginu Crucificion á netið í vikunni og er hægt að hlusta á það hér:

Ný plata með Suicidal Tendencies (ásamt Dave Lombardo)

Hljómsveitin Suicidal Tendencies mun senda frá sér nýja breiðskífu 30. september næstkomandi, en það mun vera fyrsta breiðskífa sveitarinnar með trommaranum Dave Lombardo, best þekktur fyrir að vera meðlimur í Slayer (í viðbót við Grip Inc. og Fantômas). Sveitin sendi seinast frá sér plötu árið 2013 að nafni 13, en þótt ótrúlegt megi viriðast þá mun nýja platan vera 12 breiðskífa sveitarinnar frá upphafi.

Hér að neðan má sjá myndband af Dave í hljóðverinu: