Year: 2016

Harðkjarni Kynnir: Nýtt lag með REPLACIRE af plötunni Do Not Deviate

Bandaríska þungarokksveitin REPLACIRE sendir frá sér nýja breiðskífu að ‘Do Not Deviate’ 17. mars næstkomandi og er hægt að hlusta á frumflutning á titillagi plötunnar hér að neðan, en umslag plötunnar má sjá hér að ofan í í myndbandinu hér að neðan.

Hljómsveitin er ættuð frá Boston, í Massachusetts fylki og var stofnuð af gítarleikaranum Eric Alper, en með honum í sveit eru í dag Zach Baskin (bassi), Evan Berry (söngur), Poh Hock – (Gítar – á tónleikum) og Kendal “Pariah” Divoll – (Trommur – á tónleikum)

Lagalisti nýju plötunnar er sem hér stendur:

01. Horsestance
02. Act, Reenact
03. Built Upon the Grave of He Who Bends
04. Any Promise
05. Cold Repeater
06. Reprise
07. Moonbred Chains
08. Do Not Deviate
09. Spider Song
10. Traveling Through Abyss
11. Enough for One

 

Nánari upplýsingar um bandið:
www.facebook.com/Replacire
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/ReplacireShop

Darkest Hour með nýja plötu í mars.

Bandaríska rokksveitin Darkest Hour sendir frá sér nýja nýjundu breiðskífu 10. mars næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Godless Prophets & The Migrant Flora” og verður gefin út af “Southern Lord Recordings”. Sveitin tók upp plötuna með aðstoð fjármagns frá almenningi í gegnum indiegogo.com þjónustuna. Sveitin fékk stuðning frá yfir 1200 manns og um 70 þúsund dollara til þess að taka upp plötuna í held sinni.

Platan var tekin upp í Godcity hljóðverinu af Kurt Ballou (Converge, Nails, The Dillinger Escape Plan, Code Orange ofl ) og verður hún gefin út af Southern Lord Recordings útgáfunni.

Shaun Beaudry var fenginn til að vinna umslag plötunnar, en hann heur meðal unnið með Kylesa, Dark Sermon og fleirum.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Knife In The Safe Room
02. This Is The Truth
03. Timeless Numbers
04. None Of This Is The Truth
05. The Flesh & The Flowers Of Death
06. Those Who Survived
07. Another Headless Ruler Of The Used
08. Widowed
09. Enter Oblivion
10. The Last Of The Monuments
11. In The Name Of Us All
12. Beneath It Sleeps

Harðkjarni frumflytur nýtt lag með frönsku hljómsveitinni BENIGHTED!

Franska hljómsveitin BENIGHTED sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Necrobreed 17. febrúar næstkomandi, en það er Season of Mist útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hér að neðan má heyra í laginu “Forgive Me Father”, en í því má heyra í Trevor Strnad söngvara hljómsveitarinnar The Black Dahlia Murder, en þetta lag verður að finn aá umræddri breiðskífu..

Söngvari sveitarinnar, Julien Truchan, sagði eftirfarandi:

“Hey fellows! Born from the depths of Kohlekeller Studio in Germany, we now present ‘Forgive Me Father’, the second fragment of insanity ripped from our forthcoming album ‘Necrobreed’. The track featuresthe mighty Trevor Strnad from The Black Dahlia Murder! Sick!”

 

Á Necrobreed verður að finna eftirfarandi lög:

 1. Hush Little Baby
 2. Reptilian
 3. Psychosilencer
 4. Forgive Me Father
 5. Leatherface
 6. Der Doppelgaenger
 7. Necrobreed
 8. Monsters Make Monsters
 9. Cum With Disgust
 10. Versipellis
 11. Reeks Of Darkened Zoopsia
 12. Mass Grave

Hægt er að kynna sér bandið nánar hér:
www.facebook.com/brutalbenighted
www.facebook.com/seasonofmistofficial
http://smarturl.it/BenightedNecrobreed

Mike Patton í Dead Cross

Söngvarinn Mike Patton (Faith No More, Tomahawk, Fantomas, Mr. Bungle) er genginn til liðs við hljómsveitina Dead Cross, en í hljómsveitinni Dead Cross eru menn eins og Dave Lombardo sem flestir þekkja sem fyrrum trommara þungarokksveitarinnar Slayer (og Suicidal Tendencies Misfits ofl). Með þeim í sveitinni eru einnig þeir Justin Pearson (The Locust, Retox, Head Wound City) og Michael Crain (Retox, Festival of Dead Deer). Hljómsveitin er að vinna að nýju efni sem verður gefið út á Ipecac Recordings einhverntímann á næsta ár. Hljómsveitin sendi frá sér lag á netinu fyrir nokkrum mánuðum (áður en Mike Patton gekk í bandið) og hægt er að hlusta á það hér að neðan:

Bloodclot kynna lagið “Up in Arms”

Ný bandarísk ofursveit að nafni Bloodclot skellti laginu Up In Arms núna í vikunni á netið, en í hljómsveitinni eru meðlimir og fyrrum meðlimir í hljómsveitum á borð við Cro-Mags, Danzig og Queens of the Stone Age, en hér að neðan má sjá meðlimaskipan sveitarinnar:

John Joseph (Cro-Mags) – Söngur
Todd Youth (ex-Danzig, Warzone, Murphy’s Law) – Gítar
Nick Oliveri (ex-Queens of the Stone Age / Kyuss / Dwarves, Mondo Generator) – Bassi
Joey Castillo (ex-Queens of the Stone Age, ex-Danzig, ex-Wasted Youth) – Trommur

Sveitin spilar New York hardcore pönk og hefur mikið að segja eins og sjá má í textamyndbandinu sem fylgir umræddu lagi:

At The Drive-In með nýtt lag

Hljómsveitin At The Drive-In, sem seinast gaf út efnið árið 2000 í formi hinar mögnuðu breiðskífu Relationship of Command hefur loksins gefið út nýtt lag að nafni “Governed By Contagions“ sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Sveitin er nú komin saman aftur og er samkvæmt heimildum að semja efni fyrir nýja skífu.

Nomad Stone með fría EP plötu á netinu!

Bandaríska hljómsveitin Nomad Stone (sem inniheldur Adam McGrath og JR Conners úr hljómsveitinni Cave In) skellti nýverið 3 laga EP plötu á netið, en platan var tekin upp í Converse Rubber Tracks Studio í Boston. Platan, sem fengið hefur nafnið “Neighborhood Bird Dispute”, inniheldur lagið “Scary Monsters (and Super Creeps)“ sem upprunalega er flutt af David Bowie á plötunni “Scary Monsters (And Super Creeps)” frá árinu 1980.

Hægt er að hlusta og sækja plötuna í heildsinni hér að neðan og á bandcamp heimasíðu sveitarinnar:

Harðkjarni frumflytur lagið “HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil” með DODECAHEDRON

Hollenska hljómsveitin Dodecahedron sendir frá sér nýja breiðskífu 17. mars næstkomandi að nafni kwintessens. Fyrir þá sem ekki þekkja gefur sveitin út á Season Of Mist útgáfunni, og gaf út sína fyrstu breiðskífu (sem bar nafn sveitarinnar) út árið árið 2012. (áður fyrr var sveitin virk undir nafniu “Order of the Source Below”).

Harðkjarni í viðbót við nokkra vel valda miðla um allan heim hafa fengið forsmekkinn af þessu nýja efni og getum við því frumflutt lagið “HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil” hér á síðunni, en lagið verður formlega gefið út á plötunni kwintessens sem eins og áður hefur komið fram verður gefin út á næsta ári.

Á þessarri nýju plötu verður að finna eftirfarandi lög:
1. Prelude
2. TETRAHEDRON – The Culling of the Unwanted from the Earth
3. HEXAHEDRON – Tilling the Human Soil
4. Interlude
5. OCTAHEDRON – Harbinger
6. DODECAHEDRON – An Ill-Defined Air of Otherness
7. Finale
8. ICOSAHEDRON – The Death of Your Body

Búast má við að hægt verði að nálgast þessa skífu á geisladisk, vínil og á stafrænum miðlum
www.facebook.com/seasonofmistofficial

http://smarturl.it/DodecahedronShop

You will find cover art and other press-material here:
https://presskit.season-of-mist.com/Dodecahedron/

Harðkjarni kynnir: Kavorka

Það er alltaf gott þegar bætist í íslensku rokkflóruna, og ekki er það verra þegar meðlimir óvirka hljómsveita finna sér nýja sveit til að rokka í. Fyrrum meðlimir íslensku rokksveitarinnar Moldun (sem einnig hafa stoppað við í Fortune, Changer og Embrace the Plague) eru nú komnir saman í hljómsveit að nafni Kavorka, en sveitin hefur skellt 2 lögum á netið síðastliðin mánuð og stefna að útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu á næsta ári.

Það er við hæfi að spjalla við drengina og sjá hvað er að frétta…

Byrjum á byrjun… hvað varð um Moldun?

Moldun liggur í dvala eins og er. Hvenær eða hvort hún mun vakna á ný er ennþá hulinn ráðgáta.

Hverjir eru í sveitinni?

Það er Haukur sem sér um sönginn, Sæþór sem sér um gítarinn, Addi sem sér um bassann og Haukur (tveir Haukar í bandinu) sér um trommurnar.

Haukur (söngvari), Sæþór og Addi voru í Moldun og Haukur (trommari) slær einnig húðir í Embrace the Plague.

Hvernig hljómsveit er Kavorka?

Ef við þyrftum að lýsa tónlistinni okkar þá myndum við lýsa henni sem þungu, skítugu rokki með stoner/sludge ívafi.

Hvaðan kemur nafn sveitarinnar?

Það kemur án djóks úr Seinfeld þætti. Annars þá lýsir Google þessu nafni mjög vel:

“The Kavorka is a word which originated from the Latvian Orthodox. It means “the lure of the animal”. It is described as a curse, making someone irresistible to anyone of the opposite sex, even attractive to the same sex, as people will be naturally drawn to you. It’s a heavy responsibility to have to be imposed with everyone’s lusty wants, hence, it’s consideration as a curse. People will want to be with you, be like you, be you.”

Hvenær má búast við tónleikum með sveitinni?

Við stefnum á gigg snemma á næsta ári.

Við hverju má búast við frá sveitinni í komandi framtíð?

Tónleikum, fleiri lögum, plötu, myndböndum, og vonandi co-headline tour með Black Sabbath.

 

Hægt er að kynnast sveitinni nánar með því að hlusta á lögin tvö sem sveitin hefur sett á netið:

Harðkjarni frumsýnir myndband CRIPPLED BLACK PHOENIX við lagið Scared and Alone !

Breska rokksveitin Crippled Black Phoenix sem sendi frá sér plötuna Bronze í byrjun nóvember mánaðar, er tilbúin með myndband við lagið Scared and Alone sem finna má á umræddri skífu, en fyrir áhugasama er hægt að kynnast bandinu nánar á facebook síðu sveitarinnar https://www.facebook.com/CBP444

Fyrir áhugsama þá er frumkvöðull bandsins enginn annar en Justin Greaves, sem áður hefur trommað verið í hljómsveitum á borð við Earthtone9, Electic Wizard, Iron Monkey ofl.

Myndbandið er teiknað af rúmenska listamanninum Costin Chioreanu og fjallar um þunglyndi túlkað með svörtum hundi, en “black dog” er slanguryrði um þunglyndi.

Harðkjarni ásamt nokkrum vel völdum miðlum um allan heim frumsýnir umrætt myndband hér að neðan:

Án þess að fara í lélaga þýðingu á góðum texta, er hægt að lesa hér það sem Justin Greaves hafði um lagið og myndbandið að segja:

“Costin Chioreanu has created an amazing clip. His animation fits so very well that this can only come from someone, who truly understands the feeling behind this song. It is not an easy thing to connect with so I have nothing but respect and praise for Costin. ‘Scared and Alone’ speaks volumes about being cut off from the outside world and other people when the “Black Dog” bites. Depression, anxiety and mental health are becoming bigger issues and when someone speaks up, it opens a door for other people to get things off their mind. Belinda wrote the lyrics as well as doing the vocals for ‘Scared and Alone’ and she did not need to be given any direction. As always, she took the title and the music and shaped the most real and heartfelt words into a very poetic form. I am deeply satisfied with the way everything turned out, both sonically and visually.”

Costin Chioreanu, listamaður myndbandins,  hafði eftifarandi um myndbandið að segja:

“No human being can ever get completely free of depression, simply because we can never be completely happy. The root of this sick behaviour pattern is our need to always increase the intensity of our life’s pleasures – regardless of the issue. We need more and more or we fall into a hole. In this state, we pretty much resemble drug addicts. This greed is amplified by society, which imposes desires on us and once our minds have been trained to function in accordance with such parameters, it becomes increasingly difficult to get back to something simple that we have either forgotten or never known to exist. The story of ‘Scared and Alone’ gives the complete picture of this gaping hole, the inner view of an entire life from the perspective of a person with no escape.”

cbp2016_31-small-by_zsolt_reti

Hljómsveitin heldur Cripple Black Phoenix heldur í tónleikaferðalag í vikunni um Evrópu ásamt hljómsveitunum Publicist UK Og The Devils Trade og hér að neðan má sjá lista yfir umrætt ferðalag:

08 Des 16 Manchester (UK) Sound Control
09 Des 16 London (UK) Dome
10 Des 16 Nijmegen (NL) Doornroosje
11 Des 16 Wiesbaden (DE) Schlachthof
12 Des 16 Nürnberg (DE) Z-Bau
13 Des 16 Zürich (CH) Werk 21
14 Des 16 München (DE) Feierwerk, Kranhalle
15 Des 16 Budapest (HU) Dürer Kert
16 Des 16 Wien (AT) Arena
17 Des 16 Tübingen (DE) Sudhaus
18 Des 16 Dresden (DE) Scheune
19 Des 16 Warszawa (PL) Progresja
20 Des 16 Berlin (DE) Lido
21 Des 16 Köln (DE) Underground

Nánari upplýsingar um hljómsveitina er að finna hér:
facebook.com/CBP444
facebook.com/seasonofmistofficial
smarturl.it/CrippledBlackBronze