Month: október 2015

Hatesphere í nýju helvíti

Danska hljómsveitin Hatesphere sendir frá sér nýja breiðksífu 20. nóvember næstkomandi að nafni New Hell. Platan var tekin upp hjá og af Tue Madsen í Antfarm hljóðverinu. Það er Massacre Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar, en hægt er að hlusta á smá sýnishorn af þessarri nýju plötu í myndbandinu hér að neðan:

Corrections House með nýja plötu

Hljómsveitin Corrections House sendi nýverið frá sér lagið “Superglued Tooth” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “How To Carry A Whip“, en breiðskífa þessi verður gefin út 23. október næstkomandi.

Hljómsveitin Corrections House saman stendur af:
Mike IX Williams – Söngur (Eyehategod, Arson Anthem, Outlaw Order ofl)
Scott Kelly gítar, Söngur (Blood & Time, Neurosis, Scott Kelly, Tribes of Neurot, ofl)
Sanford Parker – Trommu forritun og hljómborð (Buried at Sea, ex-Twilight, Mirrors for Psychic Warfare, Missing, The Living Corpse)
Bruce Lamont Saxófónn, Söngur (Bloodiest, Bruce Lamont, Circle of Animals, Yakuza ofl)

Hægt er að hlusta á fyrrnefnt lag hér:

Ten Commandos með lag á netinu

Hljómsveit að nafni Ten Commandos skellti nýverið laginu “Staring Down The Dust“ á netið, en í hljómsveitinni eru nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn á borð við:

Matt Cameron (Soundgarden/Peal Jam)
Alain Johannes (Eleven/Queens Of The Stone Age)
Ben Shepherd (Soundgarden/Hater)
Dimitri Coats (OFF!/Burning Brides)

Í laginu (sem má hlusta á hér að neðan) singur enginn annar en íslandsvinurinn Mark Lanegan.

Killswitch Engage klára upptökur

Upptökum á nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar Killswitch Engage er formlega lokið, en söngvari sveitarinnar skellti nýverið skilaboðum á internetið sem voru á þessa leið:

“DONE! Vocals for the new album are complete! I yelled my last back up yell! Soooooo Sooooo STOKED!””

Þá tekur við hljóðblöndunartímabil sem óvíst er hver mun sjá um, en það var gítarleikari sveitarinnar Adam Dutkiewicz sem hljóðblandaði plötuna þetta árið.