Month: júlí 2015

Logn – Í sporum annarra

Hljómsveitin Logn var að senda frá sér nýja plötu sem ber nafnið „Í sporum annarra”.
Logn hefur starfað með hléum síðan um haustið 2008 og hefur sent frá sér nokkrar sjálfstæðar útgáfur. „Í sporum annarra” er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, en hljómsveitin spilar tilraunakennt þungarokk sem brúar bilið milli harðkjarna, svartmálms og dauðarokks.

Viðfangsefni plötunnar er einhverskonar samansafn texta sem snerta með einum eða öðrum hætti á samkennd, bæði persónulegri og almennri. Slæmri lífsreynslu nákominna, misskiptingu lífsgæða í heiminum og einnig hinum verstu hliðum mansins sem krauma á ólíklegustu stöðum.

Útgáfutónleikar verða auglýstir síðar en þar til að því verður mun sveitin spila á
tónlistarhátíðinni Norðanpaunk á Laugabakka um Verslunarmannahelgina.

Plötuna má nálgast endurgjaldslaust á www.logn.bandcamp.com

The Take - Propeller

The Take – Propeller (2000)

Household Name –  2000
http://www.householdnamerecords.co.uk

Þetta er skíturinn! Hvaðan koma þessir gaurar? Þetta er aaaaalger eðall sem ekki má láta fram hjá sér fara. Ótrúlega töff og grípandi með attitjúd og frábæra texta sem passa tónlistinni. Fjölbreytt, frábærlega spilað og bara glæsilegur diskur í alla staði. Þeir hafa nef fyrir allskyns tempó breytingum, melódíum, krafti og poppkryddi sem gerir tónlistina ómótstæðilega. Þetta er alls engin froða né tyggjódót sem þið getið gengið að vísu í einhverjum sorpfjölmiðli. Ó nei. Stundum hljóma þeir eins og Boilermaker, Handsome, Bluetip, HUM og Jawbox í einhverjum graut samt eru The Take mun meira grípandi og sannfærandi því að lögin mynda gríðarlega góða heild þó þau séu fjölbreytt. Það eru engin uppfylingarlög hérna. Pottþétt. Það er engin tilviljun að Propeller er svona góð plata. Það sem ég ætla að fylgjast með þessum í framtíðinni!

Birkir

Captain Everything - Learning To Play With…

Captain Everything – Learning To Play With… (2000)

Household Name –  2000
http://www.householdnamerecords.co.uk

“Enn eitt svona bandið” er það fyrsta sem ég hugsaði og hugsa reyndar alltaf þegar ég hlusta á þennan disk. Svona setning þarf ekki endilega að vera neikvæð. Hún getur þýtt að þú gangir algerlega að einhverju vísu, því það mun ekki koma þér á óvart og líklega ekki valda vonbrigðum. Captain Everything hljóma eins og fullt af öðrum hljómsveitum sem spila meinlaust popp-pönk sem þú gætir heyrt í einhverji leiðindar unglingamynd. Samt svalt af þeim að spila hratt eiginlega allan tíman. Þið finnið önnur svona bönd hjá leibolunum sem ég nefni í Third Estate dómnum. Mjög meinlaust en þó henda þeir inn smá ska hér og þar og svo kemur smá emo fílingur í suma kaflana. Textar um fyrverandi kærustur, sambönd sem ekki ganga upp og það að vera einmanna.

Birkir

Think Tank - Here Is The Moment

Think Tank – Here Is The Moment (2000)

Houshold Name –  2000
http://www.householdnamerecords.co.uk

Ég er að segja ykkur það og fullyrði að ef Think Tank væru frá USA þá væru þeir stórir. Það segir náttúrulega ekki alla söguna en ef þeir væru þaðan og væru að gefa út hjá einhverju hipster leiboli þá væru þeir á allra vörum. Þessir gaurar eru frá Ástralíu og er nú á mínum vörum og þið fáið að vita af því. Mikið af þessu áheyrilega emo dóti er að verða ansi innihaldslítið á þessum síðustu og verstu tímum. Hvert miðlungs poppbandið sprettur upp á fætur öðru (og kallar sig emo… urr!) og það virðast vera endalaust af leibolum sem reiðubúin er til að gefa þau út. Full mikið af því góða ef þú spyrð mig. Think Tank eru alls ekki í þessum hópi. Satt best að segja rísa þeir hátt yfir þessi leiðindabönd öll sömul og spila almennilega tónlist sem er ekkert froðupopp heldur melódískar, kraftmiklar og einlægar pælingar. Mér dettur í hug Rival Schools, Jawbreaker og eitthvað fleira. Platan er pródsúeruð af meistara J. Robbins (Jawbox (r.i.p.), Burning Airlines) Þetta er djúpt, grípandi og á sama tíma umvafið einhverjum jákvæðum víbrum.Verulega grípandi dót sem gefur mér trú á þessu enn einu sinni. Sem betur fer eru enn til svona metnaðarfullar hljómsveitir.

Birkir

Limp Wrist - s/t

Limp Wrist – s/t (2000)

La Vida Es Un Mus –  2000

ALLT Í LAGI! Allt í farkings lagi!!!! Limp Wrist er eitt af betri hardcore böndum sem ég hef á ævinni heyrt í. Lastu þetta?? Já, þeir eru svona góðir. Sjötomman gerði mig kex ruglaðann og þessi plata í fullri lengd gerir ekkert annað en að tjúlla mig ennþá meira upp og gera mig snaróðann. Ég meina það. Ég brjálast á því að hlusta á þetta. Þið vitið hvað Gagnaugað þykir vænt um Limp Wrist. Farið þá að drullast til að kaupa plöturnar þeirra. Hardcorepunk sem gerir gat á dansskóna þína á innan við 10 mínútum og lætur mann taka dómgreindarskorts-stagedive, syngjandi hástöfum með mörgum af beinskettustu textum sem maður hefur lesið. Þessir gaurar eru allir hommar, og farkings éta allt hommafælið fólk með húð og hári. Hér er ekkert verið að læðast eins og köttur í kringum heitan graut. Ekkert fjölmiðlasamþykkt gay pride hér á ferð… Þetta er almennilegt! Textabókin sem fylgir með er in your face. Tvímálalaust ein af betri plötum ársins ef ekki sú besta. Limp Wrist verður án efa minnst í framtíðinni sem eitt af mikilvægustu böndum sem hardcore/punk hefur alið… og þeir eru rétt að byrja. Go!

Birkir

The Reaction - s/t

The Reaction – s/t (2000)

Acme –  2000
http://www.acmerecords.bizland.com

Mér fannst þetta nú ekki merkilegur diskur í fyrstu. Samt búinn að renna honum nokkuð oft í gegn og get með sanni sagt að ef þú fílar The Ramones og Motörhead og værir til í að mixa þeim saman ásamt smá The Hives (bara meira dirty og pönk) þá væri það væntanlega ekki hægt… Uh. En þú kemst ansi nálægt því með því að hlusta á The Reaction. Mér finnst þeir einhæfir en samt ekki einhæfir. Þeir eru alla vega að breyta tempóinu nokkuð oft sérstaklega á seinni helming disksins, sem er alveg til fyrirmyndar. Rennið niður glugganum á bílnum blasstið þetta, þá kemur pottþétt eitthvað gerpi sem vill berja ykkur fyrir að vera ræflarokkarar. Tja, kannski ekki, en þetta er alveg sántrakkið fyrir það, jú og sándtrakk til að eyðileggja eitthvað menntaskóla Júróvisjónpartý. Rokk og *hrækj*

Birkir

Face the Fact - The Safe Place

Face the Fact – The Safe Place (2001)

Firefly Companies –  2001
www.theterriblebeauty.com www.fireflygate.com

Fave The Fact spila metalcore. Metalcore með mörgum skemmtilegum blæbrygðum sem halda hlustandanum áhugasömum í gegnum allan diskinn. Það er meira en verður sagt um mörg önnur metakorbönd sem allt of mörg elta skottið á hver öðrum. Það er mikið að gerast hérna og einlægnin lekur af þessu öllu. Ég get skrifað undir þessa einlægnin því ég þekki aðalgaurinn í Face The Fact ágætlega. Þetta eru nice kids sem spila virkilega grimma músík sem gæti verið lýst sem Aftershock í glímu við Catharsis og þegar hröðu hardkorlegu bítin koma inn þá eru Hatebreed riff komin í mixið. Ég gæti vel séð Face The Fact fyrir mér hjá Lifeforce eða Ferret. Því oftar sem ég hlusta á þetta, þeim betur hljómar The Safe Place. Hljómurinn á plötunni er stórgóður. Gagnrýnir og reiðir textar hérna með jákvæðum undirtón og vonarneysta. Svona á þetta að vera. Ég mun fylgjast með Face The Fact.

Birkir

Sunflower Kids - s/t

Sunflower Kids – s/t (2000)

Lighthouse –  2000
http://www.lighthouserecordings.nu

Fyrsta almennilega útgáfa þessara norsku hljómsveitar. Flott 7″ skal ég ykkur segja, þykkur myndavýnill sem meikar nálina á spilaranum hér á Tofustígnum. Damn hvað fyrsta lagið “Entitled” byrjar vel. Góður hraði og klassa riff. Fínt lag sem missir sig stundum í smá osta-metalspælingum sem virka ekki alltaf. “Abandoned” er svo bara all out metalcore í anda Belgíubandana en það lag er sem betur fer brotið upp með smá hraða og einu Strife-legu riffi. Þegar þau tjilla á metalnum þá minna þau mig oft á Strife sem er ekkert nema gott. Síðasta lagið er ansi hreint epískt með mörgum köflum, gítarslaufum og er um réttindi dýra. Almennilegt! Tvö lög sem tileinkuð eru málefnum dýra og náttúru. Það þykir mér gott að heyra. Veitir ekki af. En ekki láta það fæla ykkur (af hverju ætti það að gera það??) því að þetta band lofar mjög góðu og ef þau mixa meiri hraða í lögin og ná að mynda góða heild þá er fjandinn laus. Eins og ég segi þá er eðall að tékka á böndum með að næla sér í sjö tommu. Hlakka til að heyra meira. Já þau kovera “Diehard” með Integrity. Gott mál.

Birkir

Nora - Loose´s Intuition

Nora – Loose´s Intuition (2000)

Goodlife –  2000
http://www.goodliferecordings.com

Goodlife hafa verið duglegir í seinni tíð að gefa út leiðinlegar hljómsveitir. Það verður þó ekki sama sagt um umrædda plötu. Samt ætla ég að byrja á því að kvarta. Það þýðir ekkert annað. Fyrir það fyrsta þá þetta myndaplata (picture vinyl) sem lítur afar vel út og allt það en hann er bara illa gerður. Nálin er stöðugt að skoppa á þessu helvíti. Það lagast yfirleitt eftir nokkrar spilanir en þessi plata er bara dead hvað þetta varðar. Bú! Svo er textablaðið til háborinnar skammar. Það er bara eitt blað í plastinu. Á annari hliðinni eru texta (það er almennilegt) en svo eru hin hliðin einhverjar fancy augýsingar frá GL. Það er ömurlegt. Þetta væri fínt ef þetta væri svona miði sem lætt er með í hulstrið en að gera helminginn af layout’inu að einhverji skitinni auglýsingu! Búúúú! Ömurlegt. Ljót útgáfa. Geisladiskaútgáfan (Trustkill records) af Looser´s Intuition er ekki svona, nota bene.

En að tónlistinni. Þetta er besta stöff Nora til þessa. Punktur. Þetta er eðal metalkor af nýja skólanum sem kremur og lemur og er á sama tíma gáfulegt, spennandi og með góða texta. Ef þið vilduð að Converge væru meira straight forward og gæfu stóru riffinum meira pláss þá munuð þið elska Nora. Þetta er gott kaos en samt afar hnitmiðað og in your face. Mörg riffanna þarna eru bara scary. Dúndur.

Birkir

The Union Policy - I.O.U.

The Union Policy – I.O.U. (2000)

Lighthouse –  2000
http://www.lighthouserecordings.nu

Vá. Þegar ég hlusta á þetta þá dettur mér einhverja hluta vegna í hug Grey Area og Enstand, bara minna röff en Endstand. Norskt hardcore virðist vera að sækja í sig veðrið. Hljómsveitir eins og Kids Like Us (sem eru um margt líkir þessu bandi) og JR. Ewing og nú síðast The Union Policy sanna það rækilega. Nú er ég kominn með Noreg á heilann og vill vita meira um senuna þar. Tónlistin hérna er verulega grípandi og hrá. Djöfull er ég að fíla þetta. Samt ég er e-ð svo tómur í dag að ég get ekki verið alveg nógu snjall til að lýsa þessu almennilega. Þetta eru fjögur lög sem eru nokkuð ólík hvort öðru en samt meikar heildin sense. Það sýnir að þessit guttar eru lúnknir lagasmiðir. Ég veit ekki hvort ég er að fíla rólegu eða hraðari augnblikin meira. Þegar ég veit það ekki þá veit það á gott! Ég veit bara að þessi sjötomma er peningana virði. Þetta virðast vera einlægir hardcore kids þannig að sendið þeim email (union@online.no). Já netarinn: www.lighthouserecordings.nu/theunionpolicy

Birkir