Month: apríl 2015

Nýtt með Slayer

Hljómsveitin Slayer setti nýtt lag á netið í vikunni, en sveitin sendir frá sér um helgina lagið “When The Stillness Comes”, á 7″ myndaplötu, en lagið verður væntanlega að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Á útgáfunni sem gefin er út af Nuclear Blast útgáfunni verður einnig að finna tónleikaupptöku af laginu “Black Magic”. Þessi Áhugaverða útgáfa er gefin út í tilefni plötubúða dagsins sem haldinn verður hátíðlegur um helgina

Umrætt lag má sjá hér að neðan:

Útgáfutónleikar Momentum á Íslandi

Laugardaginn 18. apríl næstkomandi fara fram útgáfutónleikar á fjórðu plötu hljómsveitarinnar Momentum – The Freak is Alive. Platan kom út 9. febrúar síðastliðinn og er gefin út af norska útgáfufyrirtækinu Dark Essence Records. Momentum kom fram á norsku tónlistarhátíðinni Inferno fyrir skemmstu þar sem platan var kynnt.

The Freak is Alive hefur fengið frábæra umfjöllun í á þriðja tug erlendra fjölmiðla. Platan, sem inniheldur 9 lög á um 50 mínútum, er súrrealískt og draumkennt ferðalag þar sem tónlist, textar og myndlist tvinnast saman og grípur hún hlustandann og skilar honum til baka uppfullum af hugleiðingum um lífið og listina.


Momentum, however, really achieves something special and unique, delivering a strange concept with amazing emotional impact. Highly recommended, and certainly deserving of wider accolades.” Andrew – NoEcho.net http://www.noecho.net/reviews/momentum-the-freak-is-alive-dark-essence-2015

“`The Freak Is Alive’ drops a beautiful weight on the listener’s chest with chord one. It goes on to to slather aural gorgeousness across the listener’s mesmerized headspace with broad strokes of the brush from a palette of infinite finesse throughout its entire runtime.” Bogi Bjarnason – Grapevine Magazine
http://grapevine.is/culture/music/album-review/2015/03/17/the-freak-is-alive/

Hljómsveitin Momentum hefur verið starfandi frá árinu 2003 og eftir margra ára tónlistarlega gerjun spilar sveitin í dag tilraunakennt og framsækið drungarokk þar sem angurværir tónar sveiflast um í bland við djöfulgang og gríðarlegan þunga. Sveitin hefur undanfarin ár vakið athygli erlendis og hefur ítrekað lagt leið sína útfyrir landsteinanna til þess að kynna tónlist sína. Hérlendis hefur Momentum verið áberandi í íslensku þungarokki allt frá stofnun sveitarinnar, alls komið fram 9 sinnum á Iceland Airwaves hátíðinni auk þess sem Momentum spilar á Eistnaflugi í Neskaupstað í 11. skipti og er þannig ein fárra sveita sem komið hafa fram á hátíðinni frá upphafi.

Tónleikarnir á laugardag eru fyrstu tónleikar Momentum á Íslandi á þessu ári en framundan er kynning á plötunni The Freak is Alive. Ásamt Momentum koma fram sveitirnar Future Figment og Oni sem og norska hljómsveitin Yuma Sun en hún er stödd hérlendis til að taka upp sína fjórðu plötu í Sundlauginni. Tónleikarnir hefjast kl 21.00 og fara fram á Gauknum. Aðgangseyrir eru litlar þúsund krónur.

In the company of men – Sigurvegarar Wacken Metal Battle á Íslandi

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle var haldin núna um helgina í Norðurljósasal Hörpu.

Var það hljómsveitin In The Company Of Men sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í keppninni og mun því verða fulltrúar Íslands á Wacken Open Air hátíðinni í sumar í Norður-Þýskalandi.

Var það hljómsveitin Auðn sem lenti í 2. sæti og Churchhouse Creepers lönduðu 3. sætinu.

Hlaut In The Company Of Men flest atkvæði dómnefndar, á meðan Churchhouse Creepers voru vinsælasir meðal áhorfenda. Það dugði þó ekki til, til þess að breyta niðurstöðunni, en vægi áhorfenda var á við 2 dómnefndarmeðlimi.

Vinningar í ár voru:

1. sæti
20 tímar í hljóðverinu Stúdíó Paradís með hljóðmanni
30 þúsund kr gjafabréf frá Hljóðfærahúsinu
20 þúsund kr gjafabréf frá Smekkleysa plötubúð
Áprentun á bassatrommuskinn frá Merkismönnum
Ferðastyrkur uppá 50 þús per meðlim sveitar, frá ÚTÓN
Koma fram á Iceland Airwaves

2. sæti
20 tímar hljóðmannsvinna í hljóðveri Stúdíó Fossland
20 þús kr gjafabréf frá Tónastöðinnni

3. sæti
10 þús kr gjafabréf frá Tónastöðinnni

Hljómsveitin hefur aukinheldur unnið sér inn ókeypis far í hópferð Íslendinga á Wacken hátíðina. Það hefur verið farin hópferð á hátíðina með íslendingum á hverju ári síðan 2004 en þó svo að það hafi verið uppselt á Wacken á söluskrifstofunni þar ytra síðan daginn eftir að síðastu hátíð lauk, að þá eru ennþá til miðar með hópferðinni.

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle, verður haldin í Norðurljósum í Hörpu, laugardaginn 11. apríl

Sérstakir gestir verða THE VINTAGE CARAVAN sem hafa aldeilis verið að slá í gegn á erlendri grundu á síðustu misserum. Eftir að hafa spilað fyrir erlenda blaðamenn og bókara á Eistnaflugi síðustu árin og eftirpartý Wacken Metal Battle 2013 virðast allar flóðgáttir hafa opnast. Sveitin landaði hljómplötusamningi við stærsta þungarokksútgáfufyrirtæki heims, Nuclear Blast, síðar sama ár og hefur farið á fjöldamörg tónleikaferðalög um Evrópu síðan. Sveitin spilaði einnig á mörgum af helstu þungarokkshátíðum Evrópu í fyrra, eins og Wacken Open Air, Summer Breeze og Roadburn þar sem þeir voru beðnir um að spila tvisvar og slógu að sjálfsögðu í gegn. Tónleikasumarið 2015 á svo eftir að verða ennþá brjálaðra hjá þeim ásamt því að ný plata kemur út í maí.

Fyrr um kvöldið fer fram Wacken Metal Battle keppnin, en sex sveitir munu keppa um hnossið: Að komast á Wacken Open Air, stærsta þungarokksfestival heims, spila þar fyrir mörg þúsund manns og taka þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum. Sigursveitin ytra hlýtur að launum veglega peningagjöf frá Wacken Foundation sjóðnum ásamt fullt af hljóðfærum og græjum en veitt eru verðlaun fyrir efstu 5 sveitirnar þar.

Einnig verða veglegir vinningar hérna heima: hljóðverstímar frá Studío Paradís og Studio Fossland, ásamt gjafabréfum frá Hljóðfærahúsinu, Tónastöðinni, Smekkleysu plötubúð og áprentun á trommuskinn frá Merkismönnum. Sigursveitin hlýtur auk þess ferðastyrk frá Útón, sem greiða einnig fyrir komu erlendra blaðamanna til landsins í samvinnu við Wow Air.

Sigurvegarar síðustu WMB keppninnar hérna heima, OPHIDIAN I, munu einnig koma fram og ein af efnilegri metalsveitum landans, AETERNA, mun byrja kvöldið og “hita upp” fyrir keppnina með stuttu setti.

Ekkert aldurstakmark. Húsið opnar kl. 17:30 – Byrjar 18:00

Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:

AUÐN
CHURCHHOUSE CREEPERS
IN THE COMPANY OF MEN
NARTHRAAL
ONI
RÖSKUN

Sigursveitin er valin af fjölskipaðri alþjóðlegri dómnefnd, en 6 erlendir þungarokksblaðamenn frá Finnlandi, Danmörku, Bretlandi og Frakklandi og nokkrir erlendir tónlistarfagaðilar til viðbótar mæta til landsins til að vera í dómnefnd, ásamt nokkrum íslenskum blaða- og fjölmiðlamönnum og fagaðilum. Áhorfendur hafa einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit.

Fyrir þá sem ekki komast á keppnina en vilja mæta síðar er reiknað með að Ophidian I stígi á svið 21:30 eftir að keppni lýkur og munu Vintage stíga á svið þar á eftir.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland og á metal-battle.com.

Kontinuum kynna Breathe

Rokkhljómsveitin Kontinuum hefur sent frá sér nýtt lag af væntanlegri breiðskífu. Lagið ber heitið „Breathe“ og mun hljóma á plötunni „Kyrr“ sem kemur út 20. apríl. Lagið var frumflutt sérstaklega á vefsíðu og fésbókarsíðu tímaritsins Metal Hammer sem er eitt stærsta tímarit þungarokksins. Áður hafði Kontinuum sent frá sér lagið Í Huldusal, sem verður á sömu plötu, en það lag fékk töluverða spilun í útvarpi síðasta sumar.