Month: mars 2015

The Vintage Caravan og Wacken Metal Battle í Norðurljósum

THE VINTAGE CARAVAN
OPHIDIAN I
—–
AUÐN
CHURCHHOUSE CREEPERS
IN THE COMPANY OF MEN
NARTHRAAL
ONI
RÖSKUN
—–
AETERNA

Hvar? Harpa: Norðurljós
Hvenær? 2015-04-11
Klukkan? 18:00:00
Kostar? 3500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle, verður haldin í Norðurljósum í Hörpu, laugardaginn 11. apríl.
Sérstakir gestir verða THE VINTAGE CARAVAN sem hafa aldeilis verið að slá í gegn á erlendri grundu á síðustu misserum. Eftir að hafa spilað fyrir erlenda blaðamenn og bókara á Eistnaflugi og eftirpartý Wacken Metal Battle 2013 virðast allar flóðgáttir hafa opnast. Sveitin landaði hljómplötusamningi við stærsta þungarokksútgáfufyrirtæki heims, Nuclear Blast, og hefur farið á fjöldamörg tónleikaferðalög um Evrópu síðan. Sveitin spilaði einnig á mörgum af helstu þungarokkshátíðum Evrópu í fyrra, eins og Wacken Open Air, Summer Breeze og Roadburn þar sem þeir voru beðnir um að spila tvisvar og slógu að sjálfsögðu í gegn. Tónleikasumarið 2015 á svo eftir að verða ennþá brjálaðra hjá þeim ásamt því að ný plata kemur út í maí.
Fyrr um kvöldið fer fram Wacken Metal Battle keppnin, en sex sveitir munu keppa um hnossið: Að komast á Wacken Open Air, stærsta þungarokksfestival heims, spila þar fyrir mörg þúsund manns og taka þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum. Sigursveitin ytra hlýtur að launum veglega peningagjöf frá Wacken Foundation sjóðnum ásamt fullt af hljóðfærum og græjum en veitt eru verðlaun fyrir efstu 5 sveitirnar þar.
Einnig verða veglegir vinningar hérna heima: hljóðverstímar frá Studío Paradís og Studio Fossland, ásamt gjafabréfum frá Hljóðfærahúsinu, Tónastöðinni, Smekkleysu plötubúð og áprentun á trommuskinn frá Merkismönnum. Sigursveitin hlýtur auk þess ferðastyrk frá Útón, sem greiða einnig fyrir komu erlendra blaðamanna til landsins í samvinnu við Wow Air.
Sigurvegarar síðustu WMB keppninnar hérna heima, OPHIDIAN I, munu einnig koma fram og ein af efnilegri metalsveitum landans, AETERNA, mun byrja kvöldið og “hita upp” fyrir keppnina með stuttu setti.
Ekkert aldurstakmark. Húsið opnar kl. 17.30.
Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:
AUÐN
CHURCHHOUSE CREEPERS
IN THE COMPANY OF MEN
NARTHRAAL
ONI
RÖSKUN
Sigursveitin er valin af fjölskipaðri alþjóðlegri dómnefnd, en 6 erlendir þungarokksblaðamenn frá Finnlandi, Danmörku, Bretlandi og Frakklandi og nokkrir erlendir tónlistarfagaðilar til viðbótar mæta til landsins til að vera í dómnefnd, ásamt nokkrum íslenskum blaða- og fjölmiðlamönnum og fagaðilum. Áhorfendur hafa einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit.
Fyrir þá sem ekki komast á keppnina en vilja mæta síðar er reiknað með að Ophidian I stígi á svið 21:30 eftir að keppni lýkur og munu Vintage stíga á svið þar á eftir.
Nánari upplýsingar á www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland og metal-battle.com
Athugið að það er takmarkað magn miða á þennan viðburð.
Styrktaraðilar keppninnar eru: Ýlir, Rás 2, Útón, Wow Air og Monster Energy.

Wacken Metal Battle, will take place in the Norðurljós hall in Harpa, Saturday 11. April.
Special guests: THE VINTAGE CARAVAN.
The dynamic trio The Vintage Caravan have truly blossomed for the last 2 years outside of Iceland. After playing for foreign journalista and music professionals at Eistnaflug festival, along with the Wacken Metal Battle afterparty in 2013, the flood gates have truly opened for them. The band got signed to the biggest metal label in the world, Nuclear Blast shortly after that, along with landing multiple tours throughout Europe in 2013 and 2014. Vintage Caravan also played many noteble metal festivals in Europe last summer: Wacken Open Air, Summer Breeze, and Roadburn where they played 2 gigs and turned some serious heads. 2015 sees the band release their new album, along with having already been booked to appear at numerous festivals and tours.
Earlier in the evening, the Wacken Metal Battle will take place. Six bands compete with the winner representing Iceland at Wacken Open Air in the Wacken Metal Battle finals, playing in front of several thousand people along with 29 other nations. The winning band at Wacken will receive a generous monetary price from Wacken Foundation, along with musical equipment. The top 5 bands will also receive prizes
There will also be prizes in the Icelandic competition. Studio session with Studio Paradis, and Studio Fossland. Gift certificates from Tónastöðin, Hljóðfærahúsið, Smekkleysa plötubúð. Print work on drum heads by Merkismenn. Iceland Music Export office will also provide a travel grant for the winning band, as well as paying the way for the foreign press visitors, in cooperation with Wow Airlines.
The winning band from the last WMB in Iceland will also perform, OPHIDIAN I, and one of Icelands more promising young bands, AETERNA, will open up the evening with a short set.
All Ages. Doors open at 17:30
Following bands will compete in Wacken Metal Battle this year, in alphabetical order:
AUÐN
CHURCHHOUSE CREEPERS
IN THE COMPANY OF MEN
NARTHRAAL
ONI
RÖSKUN
The winning band is chosen by an international jury consisting of numerous people, including 6 foreign metal press journalists from Finland, Denmark, England and France, along with 2-3 other foreign music professionals and a selection of Icleandic ones. The audience will also get to vote.
For those that can’t show up early enough to catch the competiton part of the evening: Ophidian I will go on stage at around 21:30 with The Vintage Caravan closing the evening
More info can be found here: www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland and metal-battle.com
Also note that there is a limited number of tickets available for this.
Wacken Metal Battle is sponsored by: Ýlir, Rás 2, Iceland Music Export office, Wow Airlines and Monster Energy.

Event:  https://www.facebook.com/events/744415565655816/
Miðasala: http://harpa.is/dagskra/vintage-caravan-og-wacken-metal-battle

Nýtt lag með Faith no more komið á netið

Bandaríska rokksveitin Faith No More hefur skellti nýverið laginu Superhero af tilvonandi breiðskífu á netið. Nýja platan hefur fengið nafnið Sol Invictus og verður gefin út 19. maí næstkomandi af Reclamation/Ipecac útgáfunum: Lagalisti plötunnar hefur verið gerður opinber og hann er eftirfarandi:

1. “Sol Invictus”
2. “Superhero”
3. “Sunny Side Up”
4. “Separation Anxiety”
5. “Cone of Shame”
6. “Rise of the Fall”
7. “Black Friday”
8. “Motherfucker”
9. “Matador”
10. “From the Dead”

Hér að neðan má hlusta á nýja lagið Superhero: