Year: 2015

Hatesphere í nýju helvíti

Danska hljómsveitin Hatesphere sendir frá sér nýja breiðksífu 20. nóvember næstkomandi að nafni New Hell. Platan var tekin upp hjá og af Tue Madsen í Antfarm hljóðverinu. Það er Massacre Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar, en hægt er að hlusta á smá sýnishorn af þessarri nýju plötu í myndbandinu hér að neðan:

Corrections House með nýja plötu

Hljómsveitin Corrections House sendi nýverið frá sér lagið “Superglued Tooth” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “How To Carry A Whip“, en breiðskífa þessi verður gefin út 23. október næstkomandi.

Hljómsveitin Corrections House saman stendur af:
Mike IX Williams – Söngur (Eyehategod, Arson Anthem, Outlaw Order ofl)
Scott Kelly gítar, Söngur (Blood & Time, Neurosis, Scott Kelly, Tribes of Neurot, ofl)
Sanford Parker – Trommu forritun og hljómborð (Buried at Sea, ex-Twilight, Mirrors for Psychic Warfare, Missing, The Living Corpse)
Bruce Lamont Saxófónn, Söngur (Bloodiest, Bruce Lamont, Circle of Animals, Yakuza ofl)

Hægt er að hlusta á fyrrnefnt lag hér:

Ten Commandos með lag á netinu

Hljómsveit að nafni Ten Commandos skellti nýverið laginu “Staring Down The Dust“ á netið, en í hljómsveitinni eru nokkrir áhugaverðir tónlistarmenn á borð við:

Matt Cameron (Soundgarden/Peal Jam)
Alain Johannes (Eleven/Queens Of The Stone Age)
Ben Shepherd (Soundgarden/Hater)
Dimitri Coats (OFF!/Burning Brides)

Í laginu (sem má hlusta á hér að neðan) singur enginn annar en íslandsvinurinn Mark Lanegan.

Killswitch Engage klára upptökur

Upptökum á nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar Killswitch Engage er formlega lokið, en söngvari sveitarinnar skellti nýverið skilaboðum á internetið sem voru á þessa leið:

“DONE! Vocals for the new album are complete! I yelled my last back up yell! Soooooo Sooooo STOKED!””

Þá tekur við hljóðblöndunartímabil sem óvíst er hver mun sjá um, en það var gítarleikari sveitarinnar Adam Dutkiewicz sem hljóðblandaði plötuna þetta árið.

Sjö ár af öfgum eða: Hvernig I Adapt innleiddu harðkjarnann á Íslandi og bera þess vart bætur síðan

Þetta er tilfinningaþrungin stund. Síðasta kvöld hljómsveitarinnar I Adapt, eftir sjö ára starfsemi. Birkir Fjalar Viðarsson (AKA Birkir BookhouseBoy UnnarogVidarsson), söngvari sveitarinnar og aðal-hugmyndafræðingur, stendur uppi á borði umkringdur dansandi, öskrandi vinum og viðhlæjendum. Hann öskrar tryllingslega og ber sér á brjóst. Hópurinn tekur undir.

Lesið nánar

Stray From The Path eru ómeðvitaðir glæpamenn

Hin sívinsæla harðkjarna sveit Stray from the Path hefur nú formlega sent frá sér plötuna Subliminal Criminals, en platan var opinberlega gefin út í dag 14. ágúst, en það er Sumerian Records útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Hægt er að versla plötuna á eftirfarandi stafrænum miðlum:
iTunes http://smarturl.it/SFTP-SC-iTunes
Amazon http://smarturl.it/SFTP-SC-Amazon
Googleplay http://smarturl.it/SFTP-SC-GooglePlay

Lagalisti plötunnar:
1. “The New Gods”
2. “Outbreak” 3:04
3. “Badge And A Bullet Pt. II” 3:30
4. “First World Problem Child” (ásamt Sam Carter úr Architects) 3:04
5. “Shots Fired”
6. “Eavesdropper” (ásamt Rou Reynolds úr Enter Shikari) 3:20
7. “D.I.E.P.I.G” 2:33
8. “Future Of Sound” (ásamt Cody B. Ware)
9. “Time Bomb”
10. “Snap”
11. “These Things Have To Fall Apart”

 

Nýtt lag með Strife

Hljómsveitin Strife sendir frá sér 4 laga þröngskífu (EP) í byrjun september mánaðar, en plata þessi hefur fengið nafnið Incision. Þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar á WAR útgáfunni, en það er útgáfa sem er í eigu Andrew Kline gítarleikara sveitarinnar.

Platan verður gefin út á vínil, geisladisk, kasettu og stafrænu, og fyrir fólk sem ekki getur beðið er hægt að hlusta eitt af þessum fjórum lögum hér að neðan, titil lagið sjálft Incision, en í laginu koma fram meðlimir Integrity og Ringworm!

Northern Marginal Festival: Finntroll, In The Company of Men, Kuraka

Finntroll,
In The Company of Men
Kuraka

Hvar? Gaukur á stöng
Hvenær? 24. september
Klukkan? 
Kostar?  
Aldurstakmark? 20

Northern Marginal Festival: Finntroll, In The Company of Men, Kuraka

Northern Marginal brings you a taste of finnish… well, marginal. What is common with us finnish and our icelandic brothers and sisters? A taste for good metal, of course. We, with Northern Marginal Festival, will bring you two nights of finnish metal, from the frozen underground to the main stages of european festivals, we got it all covered. We´re giving you the mighty Finntroll. Come, join us, for a night of finnish metal (singed in swedish… of course).

Black Desert – Útgáfutónleikar 15 ágúst

Black Desert

Hvar? Gaurinn
Hvenær?  15. ágúst
Klukkan? 22:00
Kostar?  500
Aldurstakmark? 20

EYÐIMERKUR ROKK HLJÓMSVEITIN BLACK DESERT SUN MUN HALDA ÚTGAFUTÓNLEIKA Á GAUKNUM LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 15 ÁGÚST Í TILEFNI ÚTGÁFU FYRSTU PLÖTU SVEITARINNAR

OTTÓMAN MÆTIR Á SVÆÐIÐ OG STARTAR KVÖLDINU

TÓNLEIKAR HEFJAST KL 22:00

HÚSIÐ OPNAR KL 20:00

500 KR INN

Plastic Gods – Afmælis og útgáfutónleikar 11. september

Plastic Gods
Ultraorthodox

Hvar? 11. september 2015
Hvenær? Húrra – Naustin, 101 Reykjavík, Iceland
Klukkan? 2100
Kostar?  2000
Aldurstakmark? 20

Plastic Gods var stofnað seint árið 2005 og við fögnum nú 10 ára afmæli okkar með útgáfu á þriðju breiðskífunni sem hlotið hefur nafnið ‘III’. Platan kemur einungis út á stafrænu formi en hún hefur verið í vinnslu síðastliðin 5 ár og því löngu kominn tími til!

Steve Goldberg, gítarleikari hinnar goðsagnakenndu þungarokks hljómsveitarinnar Cephalic Carnage, kom að vinnslu plötunnar og sá um masteringu.

Þann 11. September næstkomandi ætlum við að fagna útgáfunni og afmælinu með tónleikum á Húrra en liðin eru yfir 2 ár frá því að við komum fram í þessari mynd og alls óvíst hvenær það gerist aftur. Við munum leika efni af ‘III’ í bland við annað efni.

Ultraorthodox hitar upp og miðaverð er 2000 kr.