Month: nóvember 2014

Carcass á Eistnaflug 2015

Fésbókarsíða tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs hefur verið á fullu í allan deg, en í dag bættust við restin af þeim böndum sem munu spila á hátíðinni á næsta ári. Á hátíðinni núna í ár verða eftirfarandi erlendar hljómsveitir: Carcass, Behemoth, Enslaved, Kvelertak, Godflesh, Conan, In Solitude, In Inquisition, LLMM, Lvcifyre, Rotting Christ og Vampire á meðan íslensku hljómsveitirnar Agent Fresco, Alchemia, Auðn, Brain Police, Brim, Börn, Dimma, DYS, Grísalappalísa, HAM, Icarus, Kontinuum, Lights on the Highway Mysþryming, Momentum, Muck, Saktmóðigur, Severed, Sinmara, Slálmöld, Sólstafir, The Vintage Varavan á meðan DJ Töfri og FM Belfast munu sjá um stemminguna á lokakvöldinu.

SKURK með myndband og vinnur að nýju efni!

Skurk sendi úr herbúðum sínum nýtt vídeó af laginu Darkness 2.nóvember. Lagið er af plötunni Final Gift sem var gefin út 20. Júní síðastliðinn.

Myndbandið segir klassíska sögu af fordæmdum draugum og reiðum mönnum að spila þungarokk. Myndbandið var frumsýnt á nýrri heimasíðu sveitarinnar
www.skurk.is

Aðrar fréttir af bandinu eru þær að Skurk varð að hætta við alla fyrirhugaða tónleika í ár þegar söngvari og gítarleikar sveitarinnar Guðni Konráðsson fótbrotnaði illa en Guðni er loksins núna að ná bata og hljómsveitin er þegar búinn að bóka tónleika 22. Nóvember á Gauknum.

Skurk hefur samt ekki setið auðum höndum í sumar heldur samið þungarokk af miklum móð og í nóvember mun bandið fara í stúdíó til að hefja upptökur á plötu sem á að koma út í byrjun sumars 2015.

“Diskurinn verður mun þyngri og innheldur mun flóknari lagasmíðar” samkvæmt ummælum Harðar Halldórssonar gítarleikara bandsinns.

“Við reiknum með að taka upp 10 lög og líklega munum við eiga um 70 mínútur af eðal-þrassmálmi til að velja á diskinn í vor.”