Month: ágúst 2014

Momentum á samning

Þungarokksproggaranir í hljómsveitinni Momentum hafa skrifað undir útgáfusamning við Dark Essence Records í noregi, en útgáfa þessi gefur meðal annars út efni með hljómsveitum á borð við Aeternus, Galar, Hades Almighty, Helheim, Krakow og Taake. Ekki er enn komið á hreint hvenær von er á útgáfu sveitarinnar, en þangað til getum við hlustað á Freak is Alive af umræddri plötu:

Sólstafir við Hrafninn flýgur

Íslenska rokksveitin Sólstafir mun spila í sérstakri sýningu á kvikmyndinni Hrafninn flýgur á RIFF kvikmyndahátíðinni í október. Hljómsveitin mun spila undir með kvikmyndinni og má því búast við afar sérstakri stemmingu á sýningu myndarinnar. Tilefni þessa atburðar er 30 ára afmæli myndarinnar og ætti þetta því að teljast þrælmerkilegur aturður fyrir bæði kvikmyndaaðdáendur og þungarokkara.

Þessi merki viðburður verður haldinn miðvikudaginn 1. október klukkan 19:30 og mun kosta 3900 kr. inn á sýninguna.

Dauðinn endurútgefinn

Von er á mögnuðum endurútgáfum af helstu skífum hljómsveitarinnar Death í lok september mánaðar. Þar á meðal er glæsilegt útgáfa af Spiritual Healing, en útgáfan verður í boði sem tvöföld vínil útgáfa, myndadiskur (vínill), og sérstakri viðhafnar geisladiska útgáfu.

Hægt er að skoða nánar upplýsingar um þennan pakka á relapse heimasíðunni hér: http://www.relapse.com/death-spiritual-healing/

Tomahawk með nýtt myndband

Nýtt myndband hljómsveitarinnar Tomahawks (sem inniheldur þá Mike Patton (Faith no more), Duane Denison (The Jesus Lizard), Trevor Dunn (FNM, Mr. Bungle) og John Stanier (Helmet)) er í boði á internetinu. Myndbandið er við lagið South Paw, sem er að finn aá hinni stórgóðu 2013 plötu Oddfellows. Myndbandið þrælskemmtilegt og má sjá hér að neðan:

Blóðsteinar og demantar

Í nýlegm skrifum söngvara hljómsveitarinnar Machine Head, Robb Flynn, tilkynnti hann heiminum að ný briðskífa sveitarinnar hefur fengið nafnið “Bloodstones and Diamonds”. Það var hann sjálfur (í viðbót við að vera söngvari og gítarleikari sveitarinnar) sem sá um að pródúsera plötuna ásamt Juan Urteaga. Hljóðblöndun var í höndum Colin Richardson (eins og svo oft áður). Í venjulegri útgáfu plötunnar verður að finna 24 síðna bækling á meðan að viðhafnarútgáfan mun innihalda 48 síður. Platan verður gefin út í nóvember af Nuclear Blast Entertainment. Hér að neðan má sjá lagalista plötunnar í heild sinni:

1. Now We Die
2. Killers & Kings
3. Ghosts Will Haunt My Bones
4. Night Of Long Knives
5. Sail Into The Black
6. Eyes Of The Dead
7. Beneath The Silt
8. In Comes The Flood
9. Damage Inside
10. Game Over
11. Imaginal Cells (instrumental)
12. Take Me Through The Fire