Month: júlí 2014

Skálmöld komnir með titil á nýja skífu

Þrumuguðirnir í hljómsveitinni Skálmöld hafa staðfest að nýja plata sveitarinnar muni bera nafnið Með vættum. Sveitin staðfesti þetta fésbókarsíðu sveitarinnar.

ROKKJÖTNAR RÍSA UPP ÚR ÖSKUNNI!

Þrátt fyrir litla sem enga yfirbyggingu, og ekkert plan b, settum við okkur það markmið frá upphafi að hafa Rokkjötna-conceptið risastórt. Við trúðum því að íslenska þungarokkssenan ætti innistæðu fyrir því, enda þótt engin fordæmi væru fyrir svo stórum tónleikum hvar eingöngu koma fram íslenskar sveitir úr þyngri geiranum. Þetta tókst okkur til mikillar gleði að gera árið 2012 og héldum því vongóðir inn í sama pakka í fyrra. En þá fór lestin út af sporinu.

Það er ekkert launungarmál að til þess að svona dæmi gangi upp verðum við að leggja til þrotlausa vinnu og í framhaldinu treysta á alla mögulega innkomu til þess að ná endum saman. Ef við hefðum haldið okkar striki fyrir ári síðan hefði tapið umsvifalaust sligað okkur og við sáum okkur því þann eina kost að kyngja stoltinu, slá tónleikana af og lágmarka þannig skaðann. Okkur að óvörum urðu viðbrögðin gríðarleg. Auðvitað varð fólk fyrir vonbrigðum, en þvert á okkar væntingar snerist enginn gegn okkur heldur þjöppuðu rokkarar landsins sér bakvið okkur og hver ein og einasta rödd hvatti okkur til þess að halda Rokkjötna að ári.

Þannig gerðist það að við settumst niður snemma í vor til ráðagerða og urðum við strax sammála: Við verðum að reyna einu sinni enn. Við finnum fyrir gríðarlegri velvild frá aragrúa rokkþyrstra Íslendinga, fjölskyldan er risastór og samheldnin ótrúleg. Rokksenan hefur aldrei verið jafnsterk og nú og þetta er okkar framlag til þess að hún megi dafna enn frekar, vettvangur fyrir listamenn og áhorfendur að njóta hátíðahalda við bestu mögulegu aðstæður, fullkomnasta tækjakost sem völ er á og allt annað er prýðir gott metalfestival. Nú gefum við allt í og leggjum allt undir.

Við kynnum því með stolti að ROKKJÖTNAR 2.1 verða haldnir í Vodafonehöllinni þann 27.09.14. Húsið opnar klukkan 15.00 en hátíðin hefst síðan stundvíslega klukkan 15.45 og stendur til miðnættis. Aldurstakmark er ekkert, en yngri en 18 ára skulu hafa með sér forráðamann/konu. Fram koma:

• Skálmöld
• DIMMA
• SÓLSTAFIR
• Brain Police
• Beneath
• Strigaskór nr. 42
• In Memoriam
• Melrakkar

Miðasala hefst á www.midi.is á hádegi þriðjudaginn 29. júlí og er miðaverð kr. 5.990. Talsvert margir neituðu að sækja endurgreiðslu í fyrra og biðjum við þá snillinga að hafa samband við okkur, annað hvort með einkaskilaboðum á Facebook eða með því að senda tölvupóst á rokkjotnar@gmail.com. Við tökum ekki í mál að þið borgið tvöfalt, svo mikið er víst. Hér svo event til frekari ráðagerða: www.facebook.com/events/1479336542304464

Kæra fólk, Rokkjötnar 2.1 verða haldnir þann 27. september 2014, sama hvað tautar og raular. Nú er að duga eða drepast!

Þið getið hjálpað okkur gífurlega með því að deila þessari færslu sem víðast.

Takk!

The Monolith Deathcult (NL), Gone Postal & Angist á Gauknum

The Monolith Deathcult (NL)
Gone Postal
Angist

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-07-15
Klukkan? 20:30:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Það verður slegið til sannkallaðrar þungarokksveislu þriðjudaginn 15. júlí n.k. en þá verða haldnir tvennir tónleikar á Gauknum í Reykjavík.

kl 18:30 verða all ages tónleikar þar sem Angist spilar með The Monolith Deathcult og kl 21:00 verða 20+ tónleikar þar sem Gone Postal bætast við pakkann og spila með TMDC ásamt Angist. (sjá nánar neðar)

Holland hefur lengi alið af sér margar af fremstu þungarokkshljómsveitum bransans og hljómsveitin The Monolith Deathcult er þar engin undantekning. Sveitin hóf feril sinn á að spila dauðarokk af þyngstu gerð, en gerði sér fljótt grein fyrir því að ekki er hægt að toppa Cryptopsy í hraða eða Hate Eternal í grófleika án þess að tónlistin breytist í einhvern óskilgreindan hrærigraut og því hefur TMDC bætt við áhrifum úr öðrum tónlistarstefnum og stigið niður fæti á áður óþekktar slóðir þungarokksins. NIðurstaðan: Íburðarmikið dauðarokk sem Wagner sjálfur yrði stoltur af að hafa samið!

Síðastu tvær plötur hljómsveitarinnar, Trivmvirate og Tetragrammaton bera þessa skýr merki, enda með bestu dauðarokksplötum samtímans. Sú síðastnefnda kom ennfremur út á hinu afar virta Season of Mist labeli sem er talið einn mesti gæðastimpillinn í dag.

https://www.facebook.com/monolithdeathcult

GONE POSTAL
Ein allra fremsta þungarokkssveit landsins og þó víðar væri leitað. Sveitin hefur látið takmarkað á sér kræla að undanförnu, enda hefur hún legið undir feldi við að leggja lokahönd á næstu breiðskífu sína, sem óhætt er að segja að flestir dauðarokkarar landsins bíða eftir í ofvæni. Hefur sannað sig trekk í trekk sem ein allra fremsta live sveit landsins. Intense. Furious. Bone-chilling.
https://www.facebook.com/gonepostalmetal

ANGIST
Ein af fremstu þungarokkssveitum landsins og hefur verið síðan sveitin var stofnuð 2009. Tónlist sveitarinnar er kröftugt en dimmt og drungalegt dauðarokk eins og það gerist best. Eru á samningi hjá Abyss Records og ný breiðskífa er rétt handan við hornið. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting ríkir um hana.
https://www.facebook.com/angisttheband

Húsið opnar 20:30. Tónleikarnir byrja 21:00 (búið vel fyrir hálf tólf).
20 ára aldurstakmark

Dutch Svpreme Avantgarde Death Metal band The Monolith Deathcult visits Iceland and plays two gigs at Gaukurinn in Reykjavik on July 15th.

First gig:
All Ages gig at 18:00 (gig starts 18:30) with Icelandic female fronted death metallers Angist accompanying them. Tickets sold at door and cost 1.500 ISK.

Second gig:
20+ gig at 20:30 (gig starts 21:00) with Icelandic athmosperic blackened death metallers Gone Postal joining in the party with Angist and TMDC. Tickets: 2.000

Event:  https://www.facebook.com/events/717448174963502/?fref=ts
Miðasala: 

Hávaði

Hljómsveitirnar Sushi Submarine, Náttfari og Hellvar leika á Dillon föstudagskvöldið 4. júlí næstkomandi og eru þetta tilvaldir tónleikar fyrir aðdáendur háværs rokks.

Hellvar var stofnuð árið 2003 og hefur gefið út 3 breiðskífur, þá síðustu árið 2012. Hún spilar rokk, enda eru þrír rafgítarar og einn hávær rafbassi í henni, ásamt snarbrjáluðum trommuleikara.

Náttfari hefur starfað með hléum frá árinu 2000 og leikur hnausþykkt og seiðmagnað rokk með áhrifum úr ýmsum ólíkum áttum.

Sushi Submarine var stofnuð árið 2012 og gaf út stuttskífuna DEMONWEED á stafrænu formi sama ár.

Með þessum tónleikum, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna 4. júlí, vilja sveitirnar hvetja Bandaríkjamenn til að styðja ekki árásir á Palestínu frekar.

Aðgangseyrir er aðeins 500 kall, það gerist ekki betra.