Month: júní 2014

Zao á leið í hljóðver

Meðlimir hljómsveitarinnar Zao tengdustu internetinu nýverið til þess að uppfræða almenning um stöðu sveitarinnar, en sveitin heldur til upptöku á nýju efni í næsta mánuði. Hér að neðan má sjá orðsendingu frá sveitinni:

“We have booked time in mid July with our great friends at Treelady Studios here in Pittsburgh. Dave Hidek will be behind the board along with us to get the best sounds possible. We will be posting video and other updates throughout the process to keep you guys up to date with everything record wise, Also we will be offering some limited edition merchandise in the very near future to help fund our recording costs. Your guys support is invaluable to this band, thank you all sincerely.”

Drottnar sumarsins!

Hljómsveitin Metallica hefur sent frá sér nýtt lag á Itunes (og jafnvel öðrum sambærilegum tónlistarveitum), en lagið ber nafnið Lords of Summer (First Pass version). Lagið var frumflutt á tónleikums veitarinnar í mars mánuði. Sveitarmeðlimir hafa verið duglegir að tala um lagið í miðlum um allan heim, en halda því fram að þetta verði væntanlega ekki endanleg útgáfa lagsins og í kjölfarið verður þetta kannski ekki að finna á næstu breiðskífu sveitarinnar, hvað um það lagið er ansi gott og er hægt að kaupa hér Itunes, en fyrir áhugasama þá er hægt að horfa á tónleika útgáfu af laginu hér að neðan:

DIMMA í Reykjavík

Í kvöld klukkan 20:00 hefjast heljarinnar tónleikar í Hörpu þegar hljómsveitin DIMMA stígur á svið og spilar efni af nýju plötunni Vélráð. Hér á ferð eru tónleikar sem ALLS ekki má missa af því að sveitin mun svo sannarlega sjá til þess að þessir tónleikar verða ofarlega í minnum manna um langan tíma.

Sóstafir – Ótta (uppfært)

Í dag opinberaði hljómsveitin Sólstafir útlit nýju plötunnar Ótta, sem gefin verður út í lok ágúst mánaðar (29.Ágúst í Evrópu / 02.September í BNA). Á kápu plötunnar má sjá þekka ljósmynd eftir RAX (Ragnar Axelsson), smá má mynd af plötunni hér til hliðar.

Lagalistin plötunnar er sem hér segir:
01 “Lágnætti”
02 “Ótta”
03 “Rismál”
04 “Dagmál”
05 “Miðdegi”
06 “Nón”
07 “Miðaftann”
08 “Náttmál”

Hér má heyra titillag nýju plötunnar, en því var skellt á netið í dag!

Hægt er að panta heljarinnar pakka af plötunni af heimasíðu útgáfufyrirtækis plötunnar, en meðal þess sem finna má í pakkanum er fáni, merki, platan sjálf í viðbót við eitthvað sérstakt, en sjá má mynd af pakkatilboðinu hér að neðan:

sÓLSTAFIR
Allar nánari upplýsingar má finna hér:
http://shop.season-of-mist.com/solstafir-otta-digibox

Gorguts á Gauknum

Gorguts á Gauknum

Gorguts
Severed
Gone Postal
Ophidian I

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-08-06
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Þá er komið að stærstu dauðrokkstónleikum ársins ef ekki áratugarins. Hin goðsagnakennda tech death sveit Gorguts spilar á Gauknum miðvikudagskvöldið 6. Ágúst og fær til liðs við sig einvalalið íslensku dauðarokkssenunar. 2500kr kostar í forsölu en 3000kr við hurð. Forsala hefst innan skamms á midi.is og í verslunum Brim.

It’s time for the death metal show of the year, if not the decade! The legendary tech death band Gorguts will play at Gaukurinn on wednesday august 6. with support from the créme de la créme of the icelandic death metal scene. Tickets are 2500kr advance and 3000 at the door and advance sales will start shortly through midi.is and the Brim board shops.

Event:  https://www.facebook.com/events/259000170969295/
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/8331

Hamplíkið með nýtt efni.

Nýtt lag hljómsveitarinnar Cannabis Corpse, Pull the Carb, er í boði á netinu núna til áhlustunar. Lagið er að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “From Wishom to Baked”, en hún verðurgefin út af Season of Mist útgáfunni í byrjun júní mánaðar. Hægt að nálgast hana í Hagkaup, Rúmfatalagernum og Toyota umboðinu.. nei ég meina á netinu. Hægt er að hlusta á umtalað lag hér að neðan:

til viðbótar má einnig heyra “Individual Pot Patterns” hér að neðan

Cross Me eru Paid In Full

Bandaríska miðvestur harðkjarna sveitin Cross Me sendir frá sér nýja þröngskífu á næstu dögum (13.júní). Nýja skífan inniheldur 6 ný lög og er gefin út af Flatspot útgáfunni. Hægt er að panta sér plötuna í heild sinni hérna á meðan hægt er að hlusta á stafræna útgáfu af plötunni hér að neðan:

Expire eru Pretty Low

Ný breiðskífa bandarísku harðkjarna sveitarinnar Expire er væntanlega 17. næstkomandi. Nýja skífan hefur fengið nafnið Pretty Low og er gefin út af Bridge Nine útgáfunni. Sveitin var stofnuð árið 2009 og hefur sveitin gefið út helling af demoum og 7tommu plötum í viðbót við hana stórgóðu Pendulum Swings (sem var gefin út í maí mánuði 2012). Hægt er að hlusta á nýtt lag af nýju plötunni hér að neðan, en einnig er hægt að versla sér eintak á bridge9 búðinni, sem finna má hér: http://www.b9store.com

<