Month: maí 2014

Faith no more tvíta

Hljómsveitin Faith no more gerðist svo fræg nýverið að stofna Twitter reikning og hóf tilveru sína á miðlinum með eftirfarandi skilaboðum: “Endurkoman var skemmtileg, en nú er kominn tími til að vera örlítið skapandi.” Margt bendir til að sveitin sé að vinna að nýju efni, sem ætti að teljast mikið gleðiefni fyrir heiminn.

Myndra í Lucky Records

Myndra

Hvar? Annað
Hvenær? 2014-05-28
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Íslensk/kanadíska hljómsveitin Myndra spilar í fyrsta sinn á íslandi í Lucky Records á miðvikudaginn 28. maí.

www.myndra.bandcamp.com

Event:  https://www.facebook.com/events/836538803042474/?ref_dashboard_filter=upcoming
Miðasala: 

Myndra – Útgáfutónleikar í Norræna húsinu

Myndra

Hvar? Annað
Hvenær? 2014-06-07
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 2000 – Diskur fylgir með kr
Aldurstakmark? 0

 

Seinustu tvö ár hefur íslensk/kanadíska hljómsveitin Myndra verið að taka upp plötu í smábænum Rimouski og nú er hún loksins tilbúin. Til að fagna þessu verða miklir útgáfutónleikar í Norræna húsinu laugardaginn 7. Júní.
2000 kr. kostar inn en diskur fylgir með.

myndra.bandcamp.com

Event:  
Miðasala: 

Crowbar streyma..

Á heimasíðunni Pitchform er hægt að hlusta á nýju breiðskífu hljómsveitarinnar CROWBAR, “Symmetry In Black”, en þessi nýja skífa svietarinnar verður opinberlega gefin út þrijðudaginn. 27. maí. (í næstu viku gott fólk). Slóðin á forhlustunina er hér: http://pitchfork.com/advance/445-symmetry-in-black/ eða hér að neðan:

Ramming Speed að semja nýtt efni

Hljómsveitin Ramming Speed skellti færslu á fésbókarsíðu sveitarinnar uim að þeir séu að semja nýtt efni. Með fylgdi mynd frá æfingarhúsnæðinu þar sem sveitin situr sveitt við að semja efni fyrir næstu skífu. Umrædda færslu sveitarnnar má sjá hér að neðan:

Kimono & Knife Fights á Dillon

Kimono & Knife Fights á Dillon

Kimono
Knife Fights

Hvar? Dillon
Hvenær? 2014-05-24
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hin geðþekka og hæfileikaríka hljómsveit Kimono koma til okkar næstkomandi Laugardag 24.Maí.
Hin frábæra sveit Knife Fights mun sjá um upphitun en hún var að gefa út plötu fyrir ekki svo löngu.
Sjá hér: http://knifefightsrvk.bandcamp.com/album/i-need-you-to-go-to-hell

Smellið her til að lesa meira um Kimono og Knife Fights!
https://www.facebook.com/kimonomusic
https://www.facebook.com/knifefightrvk

Litlar 500 kr inn

Tónleikarnir eru í boði Thule bjór !!

Uppi á Dillon

Sjáumst!

Event:  
Miðasala: 

Icarus - Útgáfu tónleika

Icarus – Útgáfu tónleika

Icarus
Trust The Lies
CeaseTone

Hvar? Oher
Hvenær? 2014-05-23
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 

 

Í tilefni af útgáfu plötunnar „Ascending // Descending“ ætlar Icarus að halda tónleika í Molanum, Kópavogi, Föstudaginn 23. Maí. Þessir tónleikar verða All Ages og verður því áfengi ekki leyft á svæðinu.

Platan verður fáanleg á staðnum og kostar 1500.Kr.

Tónleikarnir byrja kl 20:00 og kostar 500 Kr. inn!

ATH: Enginn posi verður á staðnum en hraðbanki er í næstu götu.

Event:  
Miðasala: 

Coal Chamber

Besta hljómsveitin heims, Coal Chamber, er komin á twitter og opinberaði komusína með eftirfarandi tísti:

“What’s in the horizon ? Great things that’s what ! #Prepare”

Every Time I Die – From Parts Unknown

Hljómsveitin Every Time I Die sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni From “From Parts Unknown“ 1. júlí næstkomandi. Sveitin tók upp þetta nýja efni ásamt Kurt Ballou úr Converge en það er Epitaph útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Meðal efnis sem vitað er sveitin tók upp er Nirvana lagið Tourette’s sem upprunalega var að finna 1993 plötunni “In Utero”.