Month: mars 2014

Full of Hell

Full of Hell
+ upphitun

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-06-04
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Ameríska harðkjarna sveitin Full of Hell spilar tvenna tónleika hér á landi 3. og 4. Júní.

Fyrri tónleikarnir eru staðsettir á Granda í TÞM, það er ekkert aldurstakmark á þá tónleika og miðaverð er 1500 Kr.

Síðari tónleikarnir eru staðsettir á Gauk á Stöng, miðaverð er 1000 Kr. og það er 18 ára aldurstakmark.

Event:  https://www.facebook.com/events/1461124937451976/?ref_newsfeed_story_type=regular
Miðasala: 

15 ár!

dordingull.com (sem inniheldur bæði harðkjarna og töfluna) er 15 ára í dag, sunnudaginn 23. mars.

Síðan var stofnuð árið 1999 til halda utan um Íslenska rokk tónlist, með áherslu á upplýsingagjöf um tónleikahald, fréttir og almennar upplýsingar um íslenska rokk tónlist í þyngri kantinum. Á sama tíma var stofnað spjall innan harðkjarna síðunnar sem er og var upplýsinga miðstöð harðkjarna. Spjallið fékk nafnið Taflan og hefur verið virkur hluti af íslensku rokk senuninn alla tíð síðan.

Eftir miklar lægð síðastliðin misseri er taflan komin aftur í gang og er vonin að hún haldi áfram að vaxa og dafna eins og hún gerði á upphafsárum. Þungarokkið lengi lifi, Húrra húrra húrra.

Beneath – Chalice

Íslenska dauðarokksveitin Beneath sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni The Barren Throne í gegnum Unique Leader útgáfuna 29. apríl næstkomandi. Nýtt textamyndband af nýju plötunni er nú komið á netið og er hgæt að skoða það hér að neðan:

Mordingjarnir & Strigaskór nr. 42 á striktartónleikum í fimmtudagskvöldið 20.mars!

Mordingjarnir, Strigaskór nr. 42 og For a Minor Reflectionkoma fram á striktartónleikum í fimmtudagskvöldið 20.mars (annaðkvöld), hér að neðan má lesa nánari upplýsingar um þessa áhugaverðu tónleika:

Vinur okkar hann Kristinn Arinbjörn Guðmundsson lenti í þeirri hræðilegu lífsreynslu fyrir stuttu að fá heilablóðfall í kjölfar flókinnar heilaskurðaðgerðar. Hann er nú lamaður öðru megin líkamans eftir heilablóðfallið og því höfum við vinir hans ákveðið að efna til styrktartónleika til að létta undir með Kidda, Helgu og Kristjönu Bellu dóttur þeirra í þessum erfiðleikum. Sjá nánar á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/02/25/heilablodfall_eftir_erfid_veikindi/

Á tónleikunum spila:
* Mordingjarnir
* Strigaskór nr. 42
* For a Minor Reflection
* Smári Tarfur
* LITH
* Pandemic Addiction

Miðaverði verður stillt í hóf (einungis 1000 krónur) og mun allur ágóði af tónleikunum renna beint til Kidda og fjölskyldu. Einnig verða til sölu diskar með hljómsveitinni KAbear, sem að Kiddi syngur á og semur öll lögin. Frábær plata sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Platan er einnig fáanleg á gogoyoko (http://www.gogoyoko.com/artist/KAbear)

Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta en viljið hjálpa þessu eðalfólki þá eru reikningsupplýsingar hér:

Banki og bankareikningur:
0130-26-007800

Kennitala:
2202794729

Angela Gossow hætt í Arch Enemy.

Hin magnaða Angela Gossow söngkona hljómsveitarinnar Arch Enemy er hætt í hljómsveitinni. Gossow ætlar að setja fókusinn á fjölskylduna, en ætlar ekki alfarið að yfirgefa herbúðir Arch Enemy, þar sem hún ætlar að taka við umboðsmannastarfi sveitarinnar. Sveitin hefur fengið fyrrum söngkonu kanadísku hljómsveitarinnar The Agonist, Alissa White-Gluz, til að taka við hlutverki Gossow. Hér að neðan má lesa það sem hún Gossow hafði um málið að segja:

“Dear Arch Enemy fans, this is not easy to tell you…I have decided to step down from being Arch Enemy’s voice of anger. After 13 years of pure fucking metal, 6 studio albums and countless tours through five continents, I feel the need to enter a different phase in my life, be with my family and pursue other interests. I will however remain business manager for Arch Enemy, and I will continue to develop my artist management roster.

“I am staying true to my heavy metal roots, just leaving the spotlight so to speak. I am passing the torch to the super talented Alissa White-Gluz, whom I’ve known as a dear friend and a superb vocalist for many years. I always thought she deserved a chance to shine – and now she’s getting it. Just like I got that chance back in 2001.

“I want to thank all Arch Enemy fans, our labels Century Media (worldwide) and Trooper Entertainment (Japan), our dedicated road crew, and in particular Michael, Daniel and Sharlee for their love and support throughout all these years. It’s been one hell of a ride! We conquered every situation, made it through thick & thin together in the most exciting and rewarding time of my life. Thank you all for being there with me on stage, in front of the stage, and backstage. You have touched my heart, and I hope I was able to give something back to you. I am grateful for the wonderful memories – I will cherish them forever!
I am looking forward to the next decade of Arch Enemy madness! Right now I am listening through rough mixes of the new studio album and I am blown away! 2014 will see a renewed Arch Enemy at the top of their game. I am proud to be part of this Arch Enemy chapter, albeit in a different way – revving up the engines behind the scenes. I hope to see you in front of the stage, I will join you there this time. Let the killing begin, once again!”

Down – frumflutningur á nýju efni

Ofurhljómsveitin Down stefnir á útáfu á nýrri þröngskífu í maí mánuði, en skífa þessi hefur fengið nafnið “Down IV – Part Two” og er hún framhald af fjólubláu þröngskífu sveitarinnar. Heimasíðan stereogum.com skellti nýverið laginu “We Knew Him Well” sem finna má á umtalaðri útgáfu, en hægt er að hlusta á lagið umræddri síðu og hér að neðan: