Month: febrúar 2014

Symmetry In Black

Hljómsveitin Crowbar mun senda frá sér nýja breiðskífu að nafni Symmetry In Black í lok maí mánaðar. Það var meistarinn sjálfur Kirk Windstein sem sá um að pródúsera gripinn ásamt Duane Simoneaux (sem áður hefur unnið með Crowbar og Down). Josh Wilbur (Lamb Of God, Gojira) sá um að hljóðblanda plötuna. Herra Windstein hafði eftirfarandi um plötuna að segja:

“We are so proud and excited about what we have accomplished with this record! The focus, determination and attitude in the band is at an all time high. We are 100% ready to get this Juggernaut rolling and never touch the breaks again. Crowbar will not be stopped!”

“Crowbar is my heart and soul. The music is a part of me that I am extremely proud of. It’s an amazing feeling to be putting all of my energy & focus into something that I created 25 years ago! We are extremely excited to release our 10th full length & to bring the riffs to as many people as possible on tour. See you on the road!”

Down IV – Part Two

13. maí næstkomandi er von á nýrri þröngskífu frá hljómsveitinni DOWN. Þetta mun verða fyrsta útgáfa sveitarinnar án Kirk Windstein, en skífan hefur fengið nafnið “Down IV – Part Two”. Skífan var tekin í hljóðveri Phil Anslemo “Nodferatu’s Lair” og pródúseruð af Michael Thompson. Hér til hliðar má sjá umslag plötunnar, en hér að neðan má sjá lagalista plötunnar:

01. Steeple
02. We Knew Him Well
03. Hogshead/Dogshead
04. Conjure
05. Sufferer’s Years
06. Bacchanalia

Overcast á tónleikum!

Meðlimir hljómsveita á borð við Killswitch Engage og Shadows Fall komu fram saman í Nýju jórvík í síðasta mánuði undir nafninu Overcast. Fyrir þá sem ekki þekkja til er þetta hljómsveitin sem þessir gaurar voru í áður fyrrnefndar sveitir voru stofnaðar og var virk milli árana 1991-1998, þar sem hún gaf meðal annars út 2 plötur. Sveitin kom saman á ný milli 2006 og 2008, meðal annars til þess að taka upp nýja breiðskífu með lögum sem var að finna á eldri útgáfum. Fyrrnefndir tónleikar voru teknir upp af “Shed My Skin TV” og má njóta hér að neðan:

Prong eyðileggur lífið þitt!

Hljómsveitin Prong sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Ruining Lives” í apríl mánuði næstkomandi, en platan er níunda breiðskífa sveitarinnar. Hljómsveitin Prong var stofnuð í New York fylki árið 1986 af Tommy Victor og félögum, en síðustu ár hefur hann mikið unnið með tónlistarmönnum á borð við Rob Zombie, Marilyn Manson, Trent Reznor og Danzig, enn hann hefur verið hluti af hljómsveit Danzig síðustu ár. Efni sveitarinnar er pródúserað af Steve Evetts (Hatebreed, Sick Of It All, Sepultura) en hann sá einnig um plötuna “Carved Into Stone” sem var gefin út 2012.

Tommy Victor lét eftirfarandi liggja eftir sig um nýju plötna:

“This is the fastest written and recorded PRONG-album ever and it has more great songs than any previous PRONG-record.
I am particularly proud of the vocal performance and I think we captured some outstanding sounds on this album. There’s a little bit of a throwback element here. “Ruining Lives” is almost a “Force Fed” type of song. The album is a hybrid between NY Hardcore and some very modern, song oriented work. You will find some “Rude Awakening” but also some solid, crushing riffs. I feel we have captured the best elements of PRONG on this album.

“Come To Realize” is something new – we have never approached this kind of time-signature. It really is math-metal meets pure hardcore with a crazy-ass riff. What’s exciting about the whole album is you have your hooks, your riffs and something innovative that makes the album very current. This qualifies as the hybrid nature of PRONG: marrying post-punk, industrial metal, hardcore thrash and modern elements — all of that with hooks and not just a bunch of screaming.”

Lagalisti plötunnar:

1.Turnover
2.The Barriers
3.Windows Shut
4.Remove, Separate Self
5.Ruining Lives
6.Absence Of Light
7.The Book Of Change
8.Self Will Run Riot
9.Come To Realize
10.Chamber Of Thought
11.Limitations And Validations
12.Retreat (Bonus Track) (fylgir bara digipack og vínil útgáfu)

Dauðarokkssveitin Beneath gefur út sína aðra breiðskífu, “The BarrenThrone”.

Þann 29. apríl næstkomandi mun dauðarokkshljómsveitin Beneath senda frá sér breiðskífuna “The Barren Throne”. Platan er gefin út af bandaríska plötufyrirtækinu Unique Leader Records sem sérhæfir sig í tæknilegu dauðarokki, og gaf útgáfan út fyrri breiðskífu Beneath, “Enslaved By Fear” árið 2012.

“The Barren Throne” var tekin upp í Hertz hljóðverinu í Bialystok, Póllandi í September og Október á síðasta ári, en það stúdíó er þekkt fyrir að hafa tekið upp m.a. Decapitated, Vader og Behemoth svo að fáein dæmi séu tekin. Upptökustjórn var í höndum bræðranna Wojtek & Slawek Wieslawski sem hafa um árabil sérhæft sig í upptökum á ýmsum stenfum innan þungarokksins.

Hljómsveitin Beneath var stofnuð í Reykjavík veturinn 2007/2008, og samanstóð af fyrrverandi og þáverandi meðlimum Sororicide, Changer, Diabolus og Atrum. Bandið gaf út þröngskífuna “Hollow Empty Void” árið 2010 og skrifaði í framhaldi af henni undir þriggja plötu útgáfusamning við Unique Leader Records. Breiðskífan “Enslaved By Fear” fylgdi í kjölfarið árið 2012. Árið 2013 sagði söngvari og stofnandi bandsins Gísli Sigmundsson skilið við bandið og við tók Benedikt Natanael Bjarnason sem einnig spilar í bandinu Azoic.

Beneath hafa spilað á fjölda hátíða erlendis og má þar nefna Wacken Open Air, Neurotic Deathfest, Deathfeast Open Air og SWR Barroselas. Beneath halda í tónleikaferð um Evrópu í apríl með bandarísku böndunum Dehumanized, Malignancy og Abnormality, en þar verða spilaðir 16 tónleikar á jafn mörgum dögum:

18-04-14 BE – Antwerpen – Kavka
19-04-14 DE – Wermelskirchen – Bahndamn
20-04-14 DE – Trier – Ex Haus
21-04-14 CH – Sursee – Kulturwerk 118
22-04-14 IT – Milano- Blue Rose Saloon
23-04-14 IT – Brescia – Circolo Colony
24-04-14 AU – Vienna – Viper Room
25-04-14 HU – Budapest – Showbarlang
26-04-14 SK – Kosice – Colloseum Club
27-04-14 RO – Cluj-Napoca – Irish & Music Pub
28-04-14 PL – Bielsko-Biala – Rude Boy
29-04-14 CZ – Brno – RC Brooklyn
30-04-14 CZ – Prague – RC Kain
01-05-14 DE – Berlin – K17
02-05-14 DE – Hamburg – Bambi Galore
03-05-14 NL – Tilburg – Neurotic Death Fest