Year: 2014

Carcass á Eistnaflug 2015

Fésbókarsíða tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs hefur verið á fullu í allan deg, en í dag bættust við restin af þeim böndum sem munu spila á hátíðinni á næsta ári. Á hátíðinni núna í ár verða eftirfarandi erlendar hljómsveitir: Carcass, Behemoth, Enslaved, Kvelertak, Godflesh, Conan, In Solitude, In Inquisition, LLMM, Lvcifyre, Rotting Christ og Vampire á meðan íslensku hljómsveitirnar Agent Fresco, Alchemia, Auðn, Brain Police, Brim, Börn, Dimma, DYS, Grísalappalísa, HAM, Icarus, Kontinuum, Lights on the Highway Mysþryming, Momentum, Muck, Saktmóðigur, Severed, Sinmara, Slálmöld, Sólstafir, The Vintage Varavan á meðan DJ Töfri og FM Belfast munu sjá um stemminguna á lokakvöldinu.

SKURK með myndband og vinnur að nýju efni!

Skurk sendi úr herbúðum sínum nýtt vídeó af laginu Darkness 2.nóvember. Lagið er af plötunni Final Gift sem var gefin út 20. Júní síðastliðinn.

Myndbandið segir klassíska sögu af fordæmdum draugum og reiðum mönnum að spila þungarokk. Myndbandið var frumsýnt á nýrri heimasíðu sveitarinnar
www.skurk.is

Aðrar fréttir af bandinu eru þær að Skurk varð að hætta við alla fyrirhugaða tónleika í ár þegar söngvari og gítarleikar sveitarinnar Guðni Konráðsson fótbrotnaði illa en Guðni er loksins núna að ná bata og hljómsveitin er þegar búinn að bóka tónleika 22. Nóvember á Gauknum.

Skurk hefur samt ekki setið auðum höndum í sumar heldur samið þungarokk af miklum móð og í nóvember mun bandið fara í stúdíó til að hefja upptökur á plötu sem á að koma út í byrjun sumars 2015.

“Diskurinn verður mun þyngri og innheldur mun flóknari lagasmíðar” samkvæmt ummælum Harðar Halldórssonar gítarleikara bandsinns.

“Við reiknum með að taka upp 10 lög og líklega munum við eiga um 70 mínútur af eðal-þrassmálmi til að velja á diskinn í vor.”

Norðurjarinn

Skurk

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2014-11-22
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Tónleikar með Hljómsveitinni Skurk
Húsið opnar kl 20:00
Tónleikar hefjast kl 21:00
Inngangseyrir: 1000 íslenskar krónur
Skurk Gaf út fyrr á þessu ári hljómdiskinn Final Gift og loksinn eru þeir að koma til stórborgarinnar til að rokka lýðinn. Skurk hefur ekki setið með hendur í skauti í sumar en í Nóvember mun Skurk hefja upptökur á næsta hljómdisk sinn sem er áætlaður í útgáfu í Maí/Júní. Því má alveg reikna með því að bandið frumflytti einn eða tvo málmslagara 22 nóvember á Gauknum.

Event:  https://www.google.is/?gws_rd=cr&ei=dj9zU4e-HOWyywPl-oKgCw
Miðasala: 

Eistnaflugsdagur! (uppfært)

Í dag tilkynnir tónlistarhátíðin Eistnaflug nokkur af þeim böndum sem munu koma fram á hátíðinni árið 2015. Hátíðin verður haldin 9 til 11. júlí 2015 og núþegar er fólk farið að undirbúa sumafríið sitt á næsta ári. Núþegar hefur hljómsveitin kynnt til sögunar eftirfarandi bönd:

In Solitude (Þungarokk, Svíþjóð)

Conan (Doom, Bretland)

The Vintage Caravan (Sýrurokk, Ísland)

Lvcifyre (Svartmálsdauðarokk, Bretland)

LLNN (Fenjakjarni, Danmörk)

Dimma (Þungarokk, Ísland)

Inquisition (Svartmálmur, Bandaríkin)

Vampire (Dauðarokk/Thrash, Svíþjóð)

Brain Police (Eyðimerkur Rokk, Ísland)

Rotting Christ (Öfgarokk, Grikkland)

Skálmöld (Víkingaþungarokk, Ísland)

Godflesh (Industrial metal, Bretland)

Sick of it all fara yfir nýju plötuna sína (Lag fyrir lag!)

Century Media útgáfan hefur fengið þá Craig Setari og Armand Majidi (bassaleikara og Trommara hljómsveitarinnar Sick of it all) til að kynna nýju plötu sveitarinnar, Last Act of Defiance, í smáatriðum. Þetta gefur manni dýpri þekkingu á nýja efninu og gerir það í kjölfarið áhugaverðara:

Nýja platan Last Act of Defiance var gefin út um allan heim núna í vikunni og er hægt að nálgast á spotify, itunes og öllum helstu tónlistar miðlum heimsins.

Momentum á samning

Þungarokksproggaranir í hljómsveitinni Momentum hafa skrifað undir útgáfusamning við Dark Essence Records í noregi, en útgáfa þessi gefur meðal annars út efni með hljómsveitum á borð við Aeternus, Galar, Hades Almighty, Helheim, Krakow og Taake. Ekki er enn komið á hreint hvenær von er á útgáfu sveitarinnar, en þangað til getum við hlustað á Freak is Alive af umræddri plötu:

Sólstafir við Hrafninn flýgur

Íslenska rokksveitin Sólstafir mun spila í sérstakri sýningu á kvikmyndinni Hrafninn flýgur á RIFF kvikmyndahátíðinni í október. Hljómsveitin mun spila undir með kvikmyndinni og má því búast við afar sérstakri stemmingu á sýningu myndarinnar. Tilefni þessa atburðar er 30 ára afmæli myndarinnar og ætti þetta því að teljast þrælmerkilegur aturður fyrir bæði kvikmyndaaðdáendur og þungarokkara.

Þessi merki viðburður verður haldinn miðvikudaginn 1. október klukkan 19:30 og mun kosta 3900 kr. inn á sýninguna.

Dauðinn endurútgefinn

Von er á mögnuðum endurútgáfum af helstu skífum hljómsveitarinnar Death í lok september mánaðar. Þar á meðal er glæsilegt útgáfa af Spiritual Healing, en útgáfan verður í boði sem tvöföld vínil útgáfa, myndadiskur (vínill), og sérstakri viðhafnar geisladiska útgáfu.

Hægt er að skoða nánar upplýsingar um þennan pakka á relapse heimasíðunni hér: http://www.relapse.com/death-spiritual-healing/

Tomahawk með nýtt myndband

Nýtt myndband hljómsveitarinnar Tomahawks (sem inniheldur þá Mike Patton (Faith no more), Duane Denison (The Jesus Lizard), Trevor Dunn (FNM, Mr. Bungle) og John Stanier (Helmet)) er í boði á internetinu. Myndbandið er við lagið South Paw, sem er að finn aá hinni stórgóðu 2013 plötu Oddfellows. Myndbandið þrælskemmtilegt og má sjá hér að neðan: