Month: desember 2013

Eistnaflug X – 2014

Föstudagar eru greinilega rokkandi hjá okkar fólki hjá Eistnaflugi því að enn bætast við hljómsveitir á hátíðina. Hljómsveitin UNUN í viðbót við Endless Dark, Hindurvættir og Rotþróin hafa bæst við gríðarlegan lista sveita sem spila þetta árið á hátiðinni.

Hindurvættir:

Endless Dark:

Unun:

Joey Jordison hættur í Slipknot

Hin magnaða hljómsveit Slipknot hefur sagt skilið við trommarann sinn, Joey Jordison. Meðlimir sveitarinnar hafa rifist reglulega opinberlega um stöðu sveitarinnar, en hnútarnir sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær:

“We understand that many of you will want to know how and why this has come to be, and we will do our best to respond to these questions in the near future.

“It is our love for all of you, as well as for the music we create, that spurs us to continue on and move forward with our plans for releasing new material in the next year. We hope that all of you will come to understand this, and we appreciate your continued support while we plan the next phase of the future of SLIPKNOT.

“Thank you, The ‘KNOT”

Ekki er enn komið hver tekur við trommunum í sveitinni sem stendur.

Carcass með nýtt myndand!

Breska þungarokksveitin Carcass hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Unfit For Human Consumption, sem finna má á meistaraverkinu Surgical Steel sem kom út fyrr á árinu. Í myndbandinu má sjá fyrrum trommara sveitarinnar, Ken Owen, sem líkskoðara við störf, en meðlimir sveitarinnar (eða bútar af þeim) koma einnig fram í myndbandinu. Viðbótarmyndband í boði Nuclear Blast útgáfunnar fylgir einnig með Kirk Hammett gítarleikara Metallica þar sem hann kynnir myndbandið og bætir við að sveitin muni koma fram á tónlistarhátiðinni hans á næsta ári. Hægt er að skoða skilaboðin frá Kirk hér að neðan í viðbót við umtalað myndband:

Eistnaflug X – 2014 (Enn fleiri viðbætur)

Enn bætast við hljómsveitir á eina mögnuðustu rokkveislu í manna minnum: Eistnaflug 2014. Í þetta skiptið eru það hljómsveitirnar: Carpe Noctem, Grísalappalísa og Sign. En þær bætast við magnaðan lista tónlistarmanna sem sjá má hér:

The Monolith Deathcult, At the Gates, Zatokrev og Havok, HAM, Sólstafir, Skálmöld, Maus, Skepna, Morð, Brain Police, The Vintage Caravan, Severed Crotch, Momentum, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Strigaskór nr.42, Kontinuum, Gone Postal, Malignant Mist, Ophidian I, Saktmóðigur og Skelkur í bringu.

Hátíðin verður haldin 10.-12. júlí á næsta ári og er miðasalan hafin á midi.is.

Skálmöld & Sinfóníuhljómsveit Íslands – Hel (Myndband)

Hljómsveitin Skálmöld hefur skellt myndbandi frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórnum Hymnodiu og krökkum úr Kársnesskóla í hörpu á netið. Fyrsta lagið sem varð fyrir valinu er hið magnaða lag HEL (sem upprunalega er að finna á BÖRN LOKA), en í laginu má heyra í Eddu Tegeder úr hljómsveitinni Angist syngja millikafla. Það er varla hægt að lýsa því hversu flott og magnað að þetta var á tónleikunum sjálfum og því magnað að þetta sé gefið út á CD/DVD fyrir jól!, nánartiltekið 17.des næstkomandi:

Zao í hljóðver!

Bandaríska hljómsveitin ZAO heldur í hljóðver um miðjan desember mánuð til að taka upp nýtt efni fyrir sína næstu plötu. Hljómsveitin hafði áætlað að gefa út nýja plötu núna í ár, en það virðist ekki ætla að takast. Von er því á nýju efni frá þessarri frábæru hljómsveit á næsta ári (2014). Til að minna lesendur á snilldina sem er Zao er hægt að hlusta á eftirfarandi meistaraverk:

Nykur Tónleikar

NYKUR verður með hörku tónleika á Bar 11, fimmtudaginn 5. desember. Mun sveitin flytja lög af samnefndri plötu sveitarinnar sem kom út fyrir nokkru.

Platan hefur fengið prýðisdóma, fékk hún t.d. ***1/2 stjörnu af 5 mögulegum hjá Árna Mattíassyni í Morgunblaðinu, sem sagði;

„ Í Nykri sameinast menn um rafmagnað gítarrokk með tilheyrandi gítarsólóum og fjöri og skila skemmtilegri skífu“

og á öðrum stað segir;

„Sum laganna semja sig í ætt við glys og hárrokk níunda áratugarins, en önnur sækja innblástur lengra aftur. Lykilatriði er þó að leyfa gítarnum að hljóma, væla, grenja og öskra. Þetta er mikil gítarplata, rokkuð í eitt með grimmdargítarsólóum og bjögun“.

Annar gagnrýnandi, Halldór Ingi Andrésson gefur plötunni 7 stjörnur af 10 mögulegum á síðunni sinni, Plötudómar.com, og segir þar meðal annars;

“Flott melódískt rokk. Mörg laganna á Nykur eru mjög góð, góðar melódíur og flott riff. Svipir fara á stjá, Illskufullar kenndir, Hátt (flott riff), Leiðin er fær, Þrá og Hinn útvaldi, allt topp lög“.

Björn „Bubbi“ Jónsson síðuskrifari Tónskrattans gefur plötunni líka ***1/2 stjörnu af 5 mögulegum og segir meðal annars;

„Já maður heyrir sterk minni frá gullaldarárunum án þess að það sé verið að fá áberandi mikið að láni. Eitt besta lagið á plötunni Illskufullar kenndir er þó undir sterkum Rainbow (Gates of Babylon) áhrifum, en það hefur aldrei verið bannað að vera undir áhrifum… annarra hljómsveita“.

Og í annan stað segir;

„ Gamaldags melódískt rokk með popp ívafi og þeir gera þetta af heiðarleika og einlægni og geta þrátt fyrir allt verið ánægðir með útkomuna. Vonandi kemur meira síðar og ég vil taka fram að sveitin er mjög góð á tónleikum… þar nýtur tónlistin sín best“.

Svo mörg voru þau orð, en sjón og heyrn eru sögu ríkari og mun Nykur hefja leik á Bar 11 um 11 leitið og rokka feitt! Að endingu ber að taka fram að aðgangur er algjörlega ókeypis… Sjáumst!