Month: september 2013

Icelandic tattoo expo

Helgina 13-15 sept verður haldin húðflúrráðstefna í Súlnasalnum á hótel Sögu í annað árið í röð og ætlum við að hafa hana enn stærri en í fyrra fleiri húðflúrar og meira um að vera.
Á ráðstefnunni verða um 55 húðflúrarar víðsvegar að úr heiminum, allir þeir ólíku stílar og hefðir sem þekkjast í heiminum í dag verða undir sama þaki,ættbálkahúðflúrari frá Borneo,víkingaflúrarar,handstungin flúr á ólíka vegu og líka allt það nýjasta í þessum heimi verður undir sama þaki í fyrsta skipti á Íslandi.
Einnig verður japanski listdansarinn Sana sem segir japanskar þjóðsögur í gegnum hefðbundinn japanskan dans, fakírinn Toby sem gengur fram að viðstöddum, hljómsveitin Contalgen funeral kemur fram og svo tattoo keppnir á hverjum klukkutíma þannig það verður nóg um að vera alla helgina.

Nálgunin á þessum viðburði er húðflúrið sem listform og notaleg samvera húðflúráhugamanna og forvitinna,hátíðin er fjölskyldu og barnvæn.
Hægt verður að kaupa dags passa og helgarpass og auðvitað er frítt fyrir öll börn.

Heimasíðan er:www.icelandictattooexpo.com. og á FB. https://www.facebook.com/IcelandicTattooExpo?ref=hl