Month: ágúst 2013

Rokkjötnar II

Rokkjötnar II

Bubbi Morthens
Sólstafir
Agent Fresco
Dimma
The Vintage Caravan
Legend
Kontinuum
Ophidian I
Strigaskór Nr. 42
Saktmóðigur

Hvar? Kaplakriki
Hvenær? 2013-10-05
Klukkan? 16:00:00
Kostar? 5999 kr
Aldurstakmark? 18

 

Rokkjötnar verða haldnir í annað sinn þann 5. október nk. Líkt og í fyrra fer hátíðin fram í Kaplakrika og samanstendur að þessu sinni af 10 hljómsveitum. Óhætt er að fullyrða að þarna safnist saman rjómi íslenskrar rokktónlistar, framreiddur við bestu aðstæður. Fullt var út úr dyrum í fyrra og því réttast að tryggja sér miða í tíma, miðaverði er stillt í hóf að rokkarasið og auðvelt að lofa tímamótaviðburði.

Í viðbót við tónlistina verður nóg að gerast í Kaplakrika þann 5. október. Matur og drykkur verður á boðstólnum, varningur frá hljómsveitunum og ýmislegt fleira. Rokkunnendum er bent á að taka allan daginn frá því stuðið byrjar snemma og stendur fram á nótt.

Event:  https://www.facebook.com/events/270358986444284/?fref=ts
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7836/

Black Sabbath – Heiðurstónleikar Akureyri

Black Sabbath – Heiðurstónleikar Akureyri

Black Sabbath Tribute

Hvar? Grænihatturinn
Hvenær? 2013-11-08
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Heiðurssveitina skipa:
Söngur – Jens Ólafsson (Brain Police)
Gítar – Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock)
Bassi – Flosi Þorgeirsson (HAM)
Trommur – Birgir Jónsson (Dimma / Skepna)

Fyrsta þungarokksveitin, Black Sabbath er um þessar mundir líklegast í sinni síðustu tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar sem ber heitið 13. Þetta er fyrsta platan sem upprunalegi söngvari sveitarinnar, Ozzy Osbourne syngur með Black Sabbath síðan 1978.

Að því tilefni verða haldnir tvennir heiðurstónleikar. Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 8. nóvember á Græna Hattinum á Akureyri. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 9. nóvember á Gamla Gauknum í Reykjavík.

Efniviður tónleikana er fenginn úr lagasarpi sveitarinnar sem Ozzy Osbourne syngur. Um er að ræða lög sem eru orðin að klassík í heimi þungarokksins, lög sem allir sannir rokkunnendur dýrka og dá.

FORSALA MIÐA HEFST MÁNUDAGINN 2. SEPT KL: 12:00

– Forsala fyrir Græna Hattinn er í Eymundsson. Forsöluverð 2000 kr

Event:  https://www.facebook.com/events/227161707433347/?notif_t=plan_edited
Miðasala: 

Black Sabbath – Heiðurstónleikar Akureyri

Black Sabbath – Heiðurstónleikar Reykjavík

Black Sabbath Tribute

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2013-11-09
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Heiðurssveitina skipa:
Söngur – Jens Ólafsson (Brain Police)
Gítar – Franz Gunnarsson (Ensími / Dr. Spock)
Bassi – Flosi Þorgeirsson (HAM)
Trommur – Birgir Jónsson (Dimma / Skepna)

Fyrsta þungarokksveitin, Black Sabbath er um þessar mundir líklegast í sinni síðustu tónleikaferð um heiminn til að fylgja eftir nýjustu plötu sveitarinnar sem ber heitið 13. Þetta er fyrsta platan sem upprunalegi söngvari sveitarinnar, Ozzy Osbourne syngur með Black Sabbath síðan 1978.

Að því tilefni verða haldnir tvennir heiðurstónleikar. Fyrri tónleikarnir verða föstudaginn 8. nóvember á Græna Hattinum á Akureyri. Seinni tónleikarnir verða laugardaginn 9. nóvember á Gamla Gauknum í Reykjavík.

Efniviður tónleikana er fenginn úr lagasarpi sveitarinnar sem Ozzy Osbourne syngur. Um er að ræða lög sem eru orðin að klassík í heimi þungarokksins, lög sem allir sannir rokkunnendur dýrka og dá.

FORSALA MIÐA HEFST MÁNUDAGINN 2. SEPT KL: 12:00

– Forsala fyrir Græna Hattinn er í Eymundsson. Forsöluverð 2000 kr

– Forsala fyrir Gamla Gaukinn er á midakaup.is. Forsöluverð 1500 kr

Event:  https://www.facebook.com/events/227161707433347/?notif_t=plan_edited
Miðasala: 

Útgáfutónleikar Skepnu á Bar 11

Skepna
Strigaskór nr. 42

Hvar? Bar 11
Hvenær? 2013-08-30
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsveitin Skepna heldur útgáfutónleika á Bar 11 næstkomandi föstudagskvöld 30. ágúst.

Skepna gaf út sína fyrstu breiðskífu í byrjun mánaðarins og má segja að kraftmikil og hrá tónlistin og beinskeyttir textar hafi hitt í mark hjá rokkunnendum.

Skepna var plata vikunnar á Rás 2 í síðustu viku og gaf Andrea Jónsdóttir, Rokkdrottning popplands, Skepnu 9 stjörnur af 10 í gagnrýni sinni.

Skepna er skipuð reynsluboltum í rokkbransanum; þeim Halli Ingólfssyni úr XIII, Birgi Jónssyni úr XIII og Dimmu og Herði Inga Stefánssyni úr Brain Police og Möl.

Sérstakir gestir á tónleikunum verða Strigaskór nr. 42, en önnur breiðskífa þeirra “Armadillo” kemur út á næstu dögum.

Það má því búast við hörkutónleikum á Bar 11 á föstudagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og frítt er inn.

Event:  https://www.facebook.com/events/212613382196135/
Miðasala: 

Örviðtal: Skepna!

Hljómsveitin Skepna gaf út nýverið sína fyrsti breiðskífu og hefur skífan lagst ansi vel í fréttaritara harðkjarna. Hljómsveitin mun í kjölfarið halda útgáfutónleika núna á föstudaginn (30. ágúst) og verða sérstakir gestir þetta kvöldið hljómsveitin Strigaskór nr. 42. Það er því við hæfi að skella á sveitina nokkrum spurningum til að sjá hvað er að frétta! Ég sendi nokkrar spurningar yfir á Hall Ingólfsson forsprakka sveitarinnar og þetta er það sem hann hafði að segja:

Segðu mér aðeins frá hvernig þetta verkefni varð til og hvernig þetta þróaðisti út í það sem sveitin er í dag.

Hallur: Við Biggi höfum lengi verið heillaðir af tríóum. Þau eiga það til að þróast hraðar en önnur bönd tónlistarlega auk þess sem það reynir mjög á hvern og einn að vera hugmyndaríkur og nýta það rými sem þessi skipan hefur. Það var snemma ákveðið að semja ekki lög heima heldur finna lausnir í sameiningu. Það er líka krefjandi. Þannig verður þetta ekta hljómsveit. Allir verða að leggja sitt í púkkið til að dæmið gangi upp. Þannig að það er alltaf lagt í hann með hvítt blað og svo verða til hugmyndir. Ef okkur öllum líkar það sem kemur þá er því haldið.

Nú kom sveitin fyrst fram opinberlega núna um helgina á bar 11, hvernig heppnaðist og hvernig var ykkur tekið?

Hallur: Tónleikarnir á Bar 11 heppnuðust ágætlega og okkur var vel tekið. Það var gaman að fá viðbrögð fólks við því sem við erum að gera. Fólk dillaði sér með tónlistinni og glotti að textunum. Það verður gaman að sjá hvort enn fleiri kannast við lögin okkar á útgáfutónleikunum þann 30. ágúst.

Ertu að vinna í einhverjum öðrum áhugaverðum verkefnum þessa dagana?

Hallur: Já mjög svo. Það er kannski ágætt að nota þetta tækifæri til að segja frá því að ég er að leggja lokahönd á sólóplötu sem kemur út 12. september næstkomandi. Tónlistin er tilbúin og umslagið er að smella saman þannig að ég vona að þetta náist. Þar er að finna hádramtíska instrumental tónlist sem ég hef verið að dunda mér við. Stór músík spiluð af lítilli “hljómsveit”. Kannski er óðs manns æði að gefa út svona stuttu eftir Skepnu, en þetta er tilbúið núna þannig að ég sé ekki ástæðu til að bíða enda ólík tónlist þó eflaust og líklega augljóslega eigi hún eitthvað sameiginlegt.

Hvernig stendur á því að þið fenguð Strigaskóna til að hita upp fyrir ykkur (sem er afar vel valið hjá ykkur).

Hallur: Þeir höfðu bara samband við okkur enda gamlir vinir og kunningjar. Þannig að þú getur þakkað þeim fyrir góðan smekk:) Þegar þetta kom til tals var þetta eitthvað svo borðliggjandi að við tókum þeim bara fagnandi og hlakkar til að heyra í þeim.

Hvernig var fyrir sveitina að fá að vera plata vikunnar á Rás 2?

Hallur: Það er eiginlega ómetanlegt tækifæri að fá plötu vikunnar á Rás 2. Betri kynning býðst varla fyrir nýja hljómsveit sem vill koma tónlist sinni á framfæri. Það er líka svo vel að þessu staðið. Tónlistarmenn fá tækifæri til að dýpka skilning sinn á tónlistinni og þannig verður til betra og ánægjulegra dagskrárefni sem allir njóta betur. Við erum ákaflega þakklátir og finnst þetta mikill heiður.

Hvað tekur svo við?

Hallur: Það er vonandi bara meira spilerí. Við fáum mikið út úr því að gera þetta. Okkur stendur eitt og annað til boða sem við höfum fullan hug á að grípa. Í augnablikinu erum við þó alveg með hugann við útgáfutónleikana. Það verður fargi af okkur létt að þeim loknum. Annars erum við ekki með nein sérstök plön önnur en að njóta þess að spila og semja tónlist saman og spila hana fyrir fólk eftir fremsta megni.

Eitthvað að lokum?

Hallur: Það er helst að maður vilji koma til skila þakklæti fyrir góðar viðtökur hjá Rás 2 og hlustendum. Við áttum alls ekki von á því að okkur yrði svona vel tekið. Þetta er því mikil og óvænt ánægja og heiður sem hvetur okkur til frekari dáða.

Hvíl í fríði Joey LaCaze

Samkvæmt fréttum frá bandaríkjunum lést trommuleikari hljómsveitarinnar Eyehategod, Joey LaCaze, í gær eftir að hafa yfirgefið afmælisveislu. LaCaze var upphaflegur meðlimur sveitarinnar, en svetin var stofnuð árið 1988 í New Orleans borg, Louisiana fylki. Hljómsveitin hafði nýlokið tónleikaferðalagi um evrópu.

Í viðbót við merka sögu Eyehategod (og Outlaw Order) skilur hann eftir sig eiginkonu og barn.

Beneath á leið í hljóðver.

Íslensku dauðarokkarnir í hljómsveitinni Beneath halda til Pólands eftir 3 vikur til upptöku á nýrri breiðskífu. Upprunalegur söngvari sveitarinnar, Gísli Sigmundsson, sagði skilið við sveitina á fyrr á árinu og í hans stað hefur sveitin fengið Benedikt Bjarnason (meðlim sveita á borð við Offerings, Hindurvættir og Azoic) til þess að taka við af Gísla.

Hægt er að fylgjast með sveitinni á facebook síðu sveitarinna sem finna má hér: www.facebook.com/beneathdeathmetal

Skindread með nýtt lag.

Breska hljómsveitin Skindread, með hinn maganaða Benji Webbe innanborðs hefur sent frá sér nýtt lag að nafni “Ninja”. Lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar, Kill the Power, en ekki er enn kominn útgáfudagur á gripinn. Fyrir ykkur sem ekki þekki til sveitarinnar þá spilar hún Raggie blandað þunagrokk sem margir tengja NuMetal stimplinum. Benji kom fram á fyrstu breiðskífu Max Cavalera undir nafninu Soulfly. Hægt er að hlusta á umtalað lag hér að neðan:

Nýtt myndband Skálmaldar við lagið Gleipnir komið á netið!

Hljómsveitin Skámöld frumsýndi nýtt myndband við lagið Gleipnir fyrir stundu. Myndbandið er leikstýrt af kvikmyndagerðarmanninum Bowen Staines, sem meðal annars hefur unnið myndbönd fyrir hljómsveitirnar Sólstafir (Fjara) og The Vintage Caravan (Expand your Mind). Umtalað lag, Gleipnir, er að finna á seinustu breiðskífu skálmaldar, Börn Loka, og má sjá myndbandið hér að neðan:

Cult of Luna á Gauknum

Sænsku postmetalrisarnir Cult of Luna heiðra Gaukinn með nærveru sinni Laugardaginn 21. September, en þeir eru þá á leiðini á bandaríkjatúr. Um upphitun sjá tilvonandi Roadburnfararnir í Momentum, Wackenhetjurnar í Gone Postal og ofurskvísurnar í Angist. Miðaverð er 2500kr í forsölu og verður hægt að nálgast miða á midi.is innan skamms.