Month: júní 2013

Vor dauði á Gauknum!

Momentum. Góðkunnir vinir þungarokks senunar á íslandi. https://www.facebook.com/momentumiceland

Azoic. Extreme tónar frá meðlimum hljómsveitana Atrum, Ophidian I & Gruesome Glory. https://www.facebook.com/azoicofficial

Morð. Nýtt blackmetal sem inniheldur meðlimi World narcosis og Celestine. https://www.facebook.com/eftirsottmord

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2013-06-21
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsveitirnar Momentum, Azoic og Morð koma saman 21. Júní og senda frá sér hávaða og dauða. 1000kr inn og opnar húsið kl. 21:00 og fyrsta band kl.22:00. 2 fyrir 1 á barnum milli 21-22. Frábær upphitun fyrir Eistnaflug!

Event:  https://www.facebook.com/events/141465326038029/
Miðasala: 

Tónleikar á Gauknum 21. Júní (Momentum, Morð og Azoic)

Hljómsveitirnar Momentum, Azoic og Morð koma saman 21. Júní og senda frá sér hávaða og dauða. 1000kr inn og opnar húsið kl. 21:00 og fyrsta band kl.22:00. 2 fyrir 1 á barnum milli 21-22. Frábær upphitun fyrir Eistnaflug!

Momentum. Góðkunnir vinir þungarokks senunar á íslandi. https://www.facebook.com/momentumiceland

Azoic. Extreme tónar frá meðlimum hljómsveitana Atrum, Ophidian I & Gruesome Glory. https://www.facebook.com/azoicofficial

Morð. Nýtt blackmetal sem inniheldur meðlimi World narcosis og Celestine. https://www.facebook.com/eftirsottmord

Ensími með ókeypis tónleika í hljóðfærahúsi Reykjavíkur

Það hefur varla farið fram hjá tónlistarunnendum þau vandræði sem sköpuðust á tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival um síðustu helgi þar sem hljómsveitin Ensími neyddist til að afboða framkomu sína á hátíðinni. Í kjölfarið bárust þungar ásakanir að meðlimi sveitarinnar að hálfu annars skipuleggjanda KMF, ásakanir sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hljómsveitin Ensími ætlar að leggja leiðindin að baki sér og bjóða upp á sárabótatónleika á morgun, föstudaginn 14. júní kl:17:30 í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og ekkert aldurstakmark.

HVAÐ: Sárabótatónleikar hljómsveitarinnar Ensími vegna Keflavik Music Festival.
HVAR: Hljóðfærahús Reykjavíkur, Síðumúla 20, 108 Reykjavík.
HVENÆR: Föstudaginn 14. júní.
KLUKKAN: 17:30.
KOSTAR: Ekki neitt.
ALDUR: Ekkert aldurstakmark.

Eamon McGrath (CAN)

Eamon McGrath (CAN), Lake Forest (CAN) & Oyama @ Bar 11

Eamon McGrath
Lake Forest
Oyama

Hvar? Bar 11
Hvenær? 2013-06-18
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Eamon McGrath er my kinda guy. Nýjasta platan hans nefnist Young Canadians. Með svona innate touch fyrir lagasmíðum. Wise beyond his years eins og sagt er. Sankallað farands- og götuskáld sem bregður fyrir sig melódísku og blússkotnu pönki sem og hráu folk með indie/roots áhrifum. Þessi plata er tímalaus, trendfrír óður til lífsins. Einlægt og kraftmikið og umfram allt fjölbreytt. Ég, Valdi Reykjavík og Will úr Wilderness of Manitoba verðum hljómsveitt hans þetta kvöld. Það verður hátt og sveitt. Ég spái Husker Du koveri!

Tóndæmi:
“Young Canadians” http://snd.sc/16cV5Ow
“Instrument Of My Release” http://snd.sc/16cVgcM
“Signals” http://snd.sc/11GHrSY
“Cut Knife City Blues” http://eamonmcgrath.bandcamp.com/track/cut-knife-city-blues
Niðurhal á Young Canadians plötunni: https://www.dropbox.com/sh/vbdvf0laylgzflu/nA58cd7j_J

Streyma plötu:
http://exclaim.ca/MusicVideo/ClickHear/eamon_mcgrath-young_canadians_album_stream

Myndbönd:
“Instrument Of My Release” http://goo.gl/f1Cze
“Great Lakes” http://goo.gl/2LIJa
“Dark End Of The Street” http://goo.gl/ujbxX

Lake Forest er einyrkja verkefni sem erfit er að hunsa. Silver Skies er nýjasta plata Lake Forest. Hann samd þau 11 lög, sem prýða plötuna, á 11 dögum. Ég hef kosið að lýsa þessari angurværu, fallegu og vetrarlegu plötu eins og blöndu af Low, Sun Kil Moon og City And Colour. Það er næsta víst að kappinn taki Red House Painters cover á tónleikunum!

Tóndæmi:
“Coming Through The Slaughter” http://goo.gl/TCS92
“Whispers” http://goo.gl/F36D0
“Have You Forgotten” (Red House Painters cover) http://goo.gl/88Z1I

Niðurhal á Silver Skies plötu:
https://www.dropbox.com/sh/vtz7x3hyndzqxfm/aarCoekrBQ

Streymi á Silver Skies plötu:
http://exclaim.ca/MusicVideo/ClickHear/lake_forest-silver_skies_album_stream

Myndbönd:
“Escape The Moon” (live) http://goo.gl/HwHnu
“Wispers” (live) http://goo.gl/GTCQT

Hljómsveitin Oyama ætti að vera öllum kunn enda er fá eða engin fordæmi fyrir því að svo nýleg sveit hafi náð hylli og eftirtekt eins snögglega og þau hafa gert. Voru óumdeilanlega heitasta atriðið á síðaustu Airwaves, sannkallað buzz band og er það verðskuldað. Þau hafa ekki látið þar við sitja, heldur hafa þau spilað mikið hér heima og erlendis og komið sér kyrfilega fyrir í Bretlandi með þéttum heimsóknum þangað og high-profile tónleikum. Oyama mætti lýsa sem 90s havaðarokkskrydduð shoegaze rokki með dreampop undirtón. Stórar melódíur, sterkir kórusar, fössaður tónninn og karlmaður/kvennmaður sönglínur kallast á hjá þessu frábæra bandi. Frumraun þeirra, breiðskífan I Wanna er merkilega hnitmiðuð og sannfærandi fyrir fyrstu plötu.

Tóndæmi:
“Shade” http://goo.gl/1TcaZ
“Everything Some Of The Time” http://goo.gl/nw8A1
“Dinosaur” http://goo.gl/9qBi2

Live myndbönd:

http://youtu.be/X264_tOK4n4 “The Cat Has Thirst” (nýtt lag)

Viðburður á facebook https://www.facebook.com/pages/Eamon-McGrath/236202223866
Viðburður/myndbönd/stream á tumblr http://mcgrathlakeforestandoyama.tumblr.com/

Event:  
Miðasala: 

Saktmóðigur, Demetra er dáin (2013)

Pönksveitin Saktmóðigur hefur sent frá sér nýja þriggja laga plötu sem nefnist Demetra er dáin og kemur hún samhliða út á 7″ vínylskífu og á rafrænu formi. Vínylútgáfuna má kaupa frá næstu mánaðarmótum á völdum stöðum, m.a. Lucky Records og Geisladiskabúð Valda en rafræna útgáfu er nú þegar hægt að hala niður endurgjaldslaust á Bandcamp-síðu sveitarinnar, www.saktmodigur.bandcamp.com

Demetra er dáin hefur að geyma þrjú lög:
1. Kobbi V (05:05)
2. Sannleikurinn (04:47)
3. Bylting (01:45)

Upptökum og hljóðblöndun stýrði Hafsteinn Már Sigurðsson í Stúdíó
Ógæfu og um hönnun umbúða sá Jakob Veigar.

WATAIN

Sænska svartmálmssveitin WATAIN hefur lokið við upptökum á fimmtu plötuna sinni The Wild Hunt.

Century Media gefur plötuna út 19. og 20. ágúst í Evrópu og Bandaríkjunum.

Watain byrja tónleikaferð sína þann 24. ágúst í heimabæ sínum Uppsala, hérna er facebook færsla frá þeim varðandi tónleikana.

“On the 24th of August, Watain will conduct the grand opening of “The Wild Hunt” world tour in their hometown Uppsala. For those who want to see Watain’s infamous live ceremony taken to a new level; this is your chance.

“The plan is to make this concert everything we have ever wanted our concerts to be. In a touring scenario it is impossible to drag along all the horrors and infernal machinery we need for that, but performing in our hometown allows for a much more grandiose and spectacular stage show and performance. Mark our words, this night will be one to remember!””

Ef að þú fílar Svartmálm, lykt af blóði og rotnuðu hræi, svínshausa og leður þá eru þetta klárlega tónleikarnir fyrir þig! Því þeir virðast ætla að tjalda öllu til fyrir þennan viðburð!

TWITTER viðbrögðin!

@DethlikeSilence
“Looking forward to Watain’s new album “The Wild Hunt”. Thoroughly enjoyed Lawless Darkness.”

Jahá þetta er það eina sem kom upp annað en tilkynningar um útgáfu plötunnar, en við skulum þó vona að það séu fleiri spenntir fyrir útgáfunni!

Nýtt lag frá Ramming Speed

Íslandsvinirnir í Ramming Speed gefa út plötuna Doomed To Destroy, Destined To Die hjá plötufyrirtækinu Prosthetic Records. Hressu strákarnir í Ramming Speed skelltu sér í hið goðsagnakennda hljóðver God city Studio en þar ræður Kurt Ballou gítarleikar Converge ríkjum og hefur hann m.a. tekið upp Converge, Kvelertak, Black Breath og Íslensku sveitina Gavin Portland. Brad Boatwright sá um að mastera plötuna en hann hefur áður unnið með Tragedy, Sunn 0)) og Sleep.

Smelltu á þennan hlekk til að heyra titillag plötunnar Doomed To Destroy, Destined To Die

Þetta hafði Axl Rosenberg hjá Metal Sucks að segja um lagið “It grabbed me by the balls as soon as the evilsweet (like bittersweet, only evil instead of bitter) opening riff started, and then once the song proper kicked in, it squeezed really hard and I know you can’t hear me but my voice is real high and girly right now. But it’s all good because this is the kinda song that socks you in the nuts and laughs but then helps you up and offers you a beer. So yeah like I said best Ramming Speed song ever.”

Kontinuum spila í The Underworld í Camden

Candelight Records plötufyrirtæki íslensku hljómsveitarinnar Kontinuum voru að tilkynna hátíðina Candlefest sem fer fram dagana 23-25 ágúst næstkomandi á tónleikastaðnum The Underworld í Camden. Hátíðin er svo köllið “Show Case” þar sem Candlelight Records kynna böndin sína. Alls koma 17 hljómsveitir fram á hátíðinni.

Anaal Nathrakh, Altar Of Plagues og Winterfylleth eru aðalbönd hátíðarinnar og sjá þau um að klára hvert kvöld.

Kvöldin skiptast svona:

Föstudagurinn 23.ágúst

Anaal Nathrakh
Palehorse
Voices
Hybris.

Laugardagurinn 24. ágúst

Altar Of Plagues
Xerath
October File
Kontinuum
Crown
Zatokrev
Cold In Berlin.

Sunnudagurinn 25.ágúst

Winterfylleth
Mael Mórdha
Wodensthrone
Cnoc An Tursa
Eastern Front

Kontinuum verða í virkilega góðum félagsskap á sínu kvöldi.

Miðaverð fyrir öll kvöldin eru 30 pund en það gera rétt rúmar 5600 krónur á genginu í dag. Hægt er að kaupa sér miða á hátíðina á heima síðu The Underworld

Hátíðin hefur fengið góð viðbrögð á samfélagsmiðlinum Twitter

@diva0fdeath “The @CandlelightREC fest line up is looking insane! On it!”

@ChrisTippell ” http://www.terrorizer.com/2013/06/04/candlelight-records-announces-lineup-for-candlefest-2013/ … Oh that be one sexy line-up. And I think I’m actually around for it!”

@tbone2709 “Woke up to news of Candlefest, apparently Altar of Plagues, Nathrakh, Voices and Wodensfylleth and Winterthrone are playing. Best lineup”

@Colnerd “Anyone up for 3 days of skull smashing metal over the August bank holiday? Anaal fucking Nathrakh #candlefest http://www.metalgigs.co.uk/post/365/candlefest-2013-line-up-announced-anaal-nathrakh-winterfylleth-altar-of-plagues-and-more …”

@OdinsWench “@CandlelightREC SERIOUSLY nice job on candlefest.@Winterfylleth, Wodensthrone and @ANOfficial all on the same weekend. Hell fuckin’ yes!”

The Black Dahlia Murder – Everblack

Íslandsvinirnir í Black Dahlia Murder fylgja eftir plötunni Ritual sem sveitin gaf út árið 2011 með því að gefa út plötuna Everblack þann 10. júní næstkomandi.

Fyrsta lag plötunnar In Hell Is Where She Waits For Me fjallar um morðið sem bandið dregur nafnið sitt af. Trevor Strnad söngvari sveitarinnar segir að þetta sé sérstaklega fyrir aðdáendur sveitarinnar sem hafa lengi óskað eftir lagi um þennan atburð.

Ný lög af plötunni eru á Soundcloud síðu Metal Blade

Lagið Into Everblack er algjör pungur.

Til að forpanta plötuna geturu vippað þér á heimasíðu Metal Blade

Black Sabbath – 13

Ellilífeyrisþegarnir í Black Sabbath eru að stríma nýjustu plötunni sinni 13 á itunes. Ef að þú ert með USA itunes aðgang þá geturu smellt á þennan hlekk https://itunes.apple.com/us/artist/black-sabbath/id165907 og valið þar “view in itunes” og hlustað á þessa sögulegu plötu í heild sinni.

Söguleg plata? Já, því þetta er fyrsta platan sem Ozzy, Geezer & Tony gera saman síðan ‘Never Say Die’ kom út 1978. VÁ NÍTJÁNHUNDRUÐSJÖTÍUOGÁTTA. Já þeir eru svona gamlir.

Platan hefur vakið upp ýmsar umræður í netheimum, hérna er smá umræða sem ég tók eftir á twitter í gærkvöld.

Þetta hafði @robmcauslan að segja um plötuna en hann er gagnrýnandi á www.Thrashits.com
“If you gave that new Black Sabbath album a 10/10, or 5/5, or whatever scale you use – you’re lying to yourself and your readers.”

Síðan kemur fram að platan hafi fengið 9/10 í Metal Hammer frá gagnrýnanda sem er lýst svona “Oldest of the old school, Barton – been around for ever!” aftur er það Rob sem tístir þessu.

@MarkEglinton “Correct it’s a 6/10 at best. solid but unspectacular – particularly from a vocal point of view.”

Sjálf hef ég ekki hlustað á plötuna, ég er ekki nógu spennt til að nenna því að logga mig inná itunes store til að hlusta á hana. Ekki misskilja mig samt, ég elska Sabbath. En ég held að þessi plata sé vonbrigði….