Month: maí 2013

Misery Signals

Bandaríska hljómsveitin Misery Signals stefnir á útgáfu nýrrar breiðskífu, Absent Light, 23. júlí næstkomandi. Platan er fyrsta útgáfa sveitarinnar í 5 ár og er talin vera ein af áhugaverðustu útgáfum ársins vestanhafs.

Útgáfa plötunnar er ekki hefðbundin eins og við má búast, en sveitin fjármagnar upptökur og útgáfu með aðstoð aðdáenda sinna í gegnum Indiegogo vefinn. Verðlaun fyrir fjárhagsaðstoð er allt frá handkrifuðum textum frá sveitinni, vínil útgáfum af plötum sveitarinnar, tónlistarkennslu, hlustunarpartýum og margt margt fleira. Fjármögnunin gekk framar björtustu vonum og var í maí mánuði búið að tvöfalda upprunalega von sveitarinnar um útgáfu.

CARCASS!!!!

Hljómsveitin Carcass hefur skrifað undir útgáfusamning við Nuclear Blast útgáfuna. Sveitin mun senda frá sér nýja breiðskífu að nafni Surgical Stell næsta haust, en seinasta breiðskífa sveitarinnar, Swansong, var gefin út árið 1996. Nýja skífan var pródúseruð af Colin Richardson (Napalm Death, Bolt Thrower, Cannibal Corpse) og bæði hljóðblönduð og masteruð af Andy Sneap (Megadeth, Exodus).

Hér að neðan má lesa það sem sveitin hafði um samstarfið við Nuclear Blast:

We are pleased to announce that we have found the perfect home for Surgical Steel, the first Carcass album for, what, seventeen years?! We’ve inked a deal with Nuclear Blast for our new baby. We have to thank Markus Staiger for his enthusiasm and belief in what he heard, but mostly his ability to take advantage of Jeff with a bad hangover when he visited the office in Donzdorf to let him be the first to hear the rough mixes. Nuclear Blast has managed to secure this release despite interest from all the main players in what remains of the metal ‘music industry’. We’re also looking forward to working with our pals in the US Office, who have done favors for us behind the scenes over the last few years. On a personal note, Jeff looks forward to his and label manager Gerardo Martinez’ friendship to come crashing down in flames and tears in a few months. As long as we don’t mention ‘The War’ we think we’re going to do just fine with our new Teutonic home!

Umræddur Markus Staiger (í skilaboðum sveitarinnar hér að ofan) hafði þetta um málið að segja:

“One of my all-time favorite UK Metal Bands signed recently to Nuclear Blast – it feels like a dream come true. When Jeff Walker let me listen to the new record I knew immediately that Carcass made one of their best albums ever! It is a perfect mixture of »Heartwork« and »Necroticism«with a massive production to boot. The album is without a doubt just as perfect and lethal as surgical steel itself, and exactly what both old and new fans have waited for eagerly all of these years! I am very proud to say, Carcass – welcome to the Nuclear family. It is an honor to work with this legendary metal band.”

7 Seconds með útgáfu samning

Hljómsveitin 7 seconds skrifað nýverið undir útgáfusamning við útgáfufyrirtækið Rise Records. Sveitin var stofnuð árið 1980 og er ein áhrifamestu harðkjarna sveitum vesturstrandar bandaríkjanna. Sveitin á stóran hlut í hinum svokallaða youth crew hljómi harðkjarna tónlistar sem enn er vinsæll í dag. Hljómsveitin er enn með öllum þremur upprunalegum meðlimunum sínum, þeim Kevin Seconds, Steve Youth og Troy Mowat, í viðbót við Bobby Adams sem hefur verið í hljómsveitinni frá árinu 1986.

Sveitin stefnir á útgáfu á 7 tommu smáplötu í viðbót við nýja breiðskífu sem mun væntanlega innihalda 13 ný lög, en það eru 9 ár frá seinustu útgáfu sveitarinnar. Hljómsveitin mun síðan á næstu árum endurútgefa allt gamla efnið sitt á vínil, í viðbót tónleikaferðalög og magt annað áhugavert.

Deafheaven – Sunbather

Plötufyrirtækið Deathwish gefur út Sunbather með Bandaríska svartmálms bandinu Deafheaven. Platan lendir í búðum Vestanhafs þann 11.júní.

Hægt er að forpanta plötuna á geisladisk eða tvöföldum vínyl hérna

Titillag plötunnar er á Soundcloud síðu Deathwish

Decibel gefur plötunni 9 af 10
Thrash Hits gef plötunni 6 af 6

Þessi er líkleg til að enda á top 10 listum yfir plötur ársins árið 2013

Phil Buerstatte RIP

Fyrrum trommari hljómsveitarinnar White Zombie, Phil Buerstatte, fannst látinn núna um helgina. Drengurinn trommaði með White Zombie á árunum 1992 til 1994 en tók ekki mikið upp með sveitinni, helst samt ber þar að nefna lagiið Children of the Grave (eftir Black Sabbath).

Síðari ár hefur hann trommað með hljómsveitinni Last Crack.
Blessuð sé minning hans.

Black Sheep Wall

Nýtt efni með hljómsveitinni Black Sheep Wall er nú boði á fésbókarsíðu sveitarinnar (facebook.com/blacksheepwallband) og á youtube.com

Nýja plata sveitarinnar er EP plata og ber nafnið It Begins Again og er það Season of mist útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Hér að néðan má hlusta á alla plötuna, en á henni er að finna eftirfarandi lög:

1. Ancient Fvck
2. Provider
3. Evangelic Exorcism