Month: apríl 2013

Oyama, Muck, Heavy Experience& Boggie Trouble á Volta

Oyama
Muck
The Heavy Experience
Boogie Trouble

Hvar? Oher
Hvenær? 2013-05-04
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsveitirnar Oyama, Muck, The Heavy Experience og Boogie Trouble troða upp á Volta þann 4. maí.
1000 kr. inn – Hús opnar kl. 22:00

The bands Oyama, Muck, The Heavy Experience og Boogie Trouble will play at Volta on May 4th.

Tickets 1000 ISK
Doors at 10

Event:  
Miðasala: 

Code Orange Kids með nýtt lag

Nýtt lag með bandarísku hljómsveitinni Code Orange Kids að nafni “VI” er komið á netið. Lagið verður að finna á 4 hljómsveita split plötu með hljómsveitunum “Tigers Jaw”, “The World Is A Beautiful Place And I Am No Longer Afraid To Die” og “Self Defense Family”,. Platan er væntanleg í búðir á morgun, einnig hægt verður að sækja hana stafrænt á helstu miðlum frá og með morgundeginum. Umtalað lag er hægt að hlusta á hér að neðan:

Betrunarhúsið

Bandarískahljómsveitin Corrections House hefur sent frá sér myndband við lagið “Grin With A Purpose”, ens veitni gaf út 7 tommu plötu fyrr á þessu ár með aðstoð War Crime Recordings útgáfunnar. Í hljómsveitinni eru Scott Kelly (Neurosis), Mike IX Williams (Eyehategod), Sanford Parker (Nachtmystium) og Bruce Lamont (Yakuza). Umtalað myndband má sá hér að neðan:

Corrosion Of Conformity og Pepper!

Hljómsveitin Corrosion Of Conformity (COC) spilaði nýveirð á tónleikum í Santiago (Chile), sem eru kannski ekki merkilegar fréttir fyrir utan það að fyrrum meðlimur sveitarinnar (söngvari og gítarleikari) Pepper Keenan gekk á svið og tók lagið “Vote With A Bullet” með sveitinni. COC fóru í enduruppgötvunar ferli ekki alls fyrir löngu þar sem upprunalegir 3 meðlimir sveitarinnar losuðu sig við allt óþarft og fóru að spila pönk á ný Sveitin virðist vera að færa sig upp á skaptið á ný og stefnir á ný á suðurríkjatóna eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, sem eru tekið á fyrrnefndum tónleikum (lagið er tekið af hinni frábæru beiðskífu Blind):

Alice In Chains steinar!

Myndband við lagið “Stone” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu hljómsveitarinnar Alice In Chains er komið á netið. Lagið verður að finna á plötunni “The Devil Put The Dinosaurs Here” sem er væntanleg í búðir 28. maí næstkomandi. Lagalisti plötunnar er eftirfarandi:

1 – Hollow
2 – Pretty Done
3 – Stone
4 – Voices
5 – The Devil Put Dinosaurs Here
6 – Lab Monkey
7 – Low Ceiling
8 – Breath on a Window
9 – Scalpel
10 – Phantom Limb
11 – Hung on a Hook
12 – Choke

Umtalað myndband má finna hér að neðan: