Month: mars 2013

The Devil Wears Prada

Hljómsveitin The Devil Wears Prada heldur í hljóðver í næsta mánuði til þess að hefja upptökur á þeirra fyrsu plötu fyrir Roadrunner útgáfuna. Áætlað er að upptökur hefjist 22. apríl og hefur Matt Goldman verið fenginn til vinna að plötunni á meðan Adam Dutkiewicz áætlar eitthvað að hjálpa til. Von er á að platan verið gefin út næsta haust.

Suicidal Tendencies

Nýtt lag hefur ratað á netið með hljómsveitinni Suicidal Tendenies, en sveitin sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni, 13, á næstu dögum. Nýja platan var unnin af Paul Northfield og Mike Muir söngvara sveitarinnar. Nýja lagið ber nafnið The World og var birt á heimasíðu Grammýverðlaunanna, en sveitin hefur í líftímasínum verið tilnefnt til verðlaunanna fyrir lagið Institutionalized árið 1994.

Carcass vinna með Andy Sneap

Colin Richardson er hættur að hljóðblanda nýju Carcass plötuna, svo virðist vera að kappinn hafi hætt í miðri hljóðblöndun aðeins 2 vikum eftir að hljóðblöndun hófst. Sveitin hefur þes í stað fengið Andy Sneap til að klára verkið en hann hefur meðal annars unnið með Megadeth, Killswitch Engage og Machine Head.

Dordingull 14 ára.

Í dag er dordingull, harðkjarni, taflan og í rauninni all þetta batterý orðið 14 ára gamalt. Dordingull var í upphafi stofnað sem stuðningstæki við íslenska tónlist í þyngri kanntinum, en á þeim tíma var ekkert facebook, myspace eða slíkt fyrirbæri til og því ekki mikið um tækifæri á internetinu fyrir hljómsveitir að koma sér á framfæri. Mikið hefur breyst á þessum tíma, farsímar orðnir betri en meðal tölva ársins 1999. Dordingull er ekki dottinn af baki, enn er mikið af góðri tónlist þarna úti sem vert er að koma á framfæri. Síðastliðin 10 ár hefur dordingul einnig verið útvarpsþáttur, sem í dag er í útvarpi allra landsmanna, Rás 2. Haldið verður upp á þessi tímamót með skál í gulrótarsafa um allan heim.
Góðar stundir.

Suicidal Tendencies - 13

Suicidal Tendencies gefa út þrettán

Hljómsveitin Suicidal Tendencies sendir frá sér nýja breiðskífu eftir 13 daga, 13 árum eftir útgáfu seinustu breiðskífu sveitarinnar. Þessa tilkynningu sendi sveitin frá sér í dag 13. mars 2013, en þessi nýja breiðskífa sveitarinnar mun einmitt bera nafnið “13” – um er að ræða þrettándu skífu sveitarinnar frá upphafi.

Á plötunni verða eftirfarandi lög ( jú jú þau eru þrettán):
01. Shake It Out
02. Smash It!
03. This Ain’t A Celebration
04. God Only Knows Who I Am
05. Make Your Stand
06. Who’s Afraid?
07. Show Some Love…Tear It Down
08. Cyco Style
09. Slam City
10. Till My Last Breath
11. Living The Fight
12. Life… (Can’t Live With It, Can’t Live Without It)
13. This World

Myndband við lagið Cyco Style er nú komið á netið…(sægó sægó sægó sægó sægó)

Clutch rokka um jörðina

Hljómsveitin Clutch hefur sent frá sér textamyndband við lagið “Crucial Velocity” sem verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “Earth Rocker”. Skífan verður gefin út af sveitinni sjálfri, en sveitin rekur Weathermaker Music útgáfuna og má eiga von á henni frá 19. mars næstkomandi. Það var Machine sem sá um pródeseríngu á plötunni, en hann hefur meðal annars unnið með Lamb of god. Suicide Silence, Vision of Disorder og fleirri sveitum, en hann vann einnig með Clutch plötunum að Blast Tyrant og Pure Rock Fury.

Kápa nýju plötunnar var hönnuð af Nick Lakiotes, en hann hefur áður skreytt breiðskífurnar “Robot Hive/Exodus” og “Strange Cousins From The West”.

Neil Fallon söngvari lét eftirfarandi eftir sig liggja í viðtali við DCHeavyMetal.com:

(Nýja efnið er)probably faster than most of our recent albums. Maybe compared to some other bands, it’s not the fastest thing on planet Earth. For us it was definitely a step up in the tempo. And I think the other thing that kind of stands out about this one is the blues influences that we’ve been flirting with over the past couple records is more or less absent in this record, which didn’t really happen intentionally until we looked back at it. As a whole, it’s just much more of a straight-up rock and roll record.

Sólstafir á uppseldum Evróputúr.

Hljómsveitin Sólstafir er þessa stundina á fyrsta legg Evróputúrs sem í það heila spannar hálft ár. Hljómsveitin fékk viðurkenningu Loftbrúar á Íslensku Tónlistarverðlaununum í síðasta mánuði fyrir vel unnin störf á erlendri grundu, en þessi fyrsti leggur Evróputúrsins er mánaðarlangur túr með þýsku sveitinni Long Distance Calling og Norðmönnunum Audrey Horne og Sahg.

“Ferðalagið byrjaði í Þýskalandi og hefur gengið vonum framar en þetta verða nærri 30 tónleikar í 11 löndum á 31 degi”, útskýrir Svavar Austmann, bassaleikari sveitarinnar. Flestir tónleikarnir eru haldnir á meðalstórum stöðum sem taka 500 til 1000 manns. “Það hefur verið smekkfullt öll kvöld enn sem komið er, og oftast uppselt” bætir Svavar við.

Nýtt smáskífulag
Í tilefni af þessu góða gengi hefur hljómsveitin ákveðið að gefa þriðja og síðasta smáskífulag sveitarinnar, Þín Orð, af plötunni Svartir Sandar til ókeypis niðurhals. Lagið má nálgast á síðu sveitarinnar
www.solstafir.net/thinord

Dillinger Escape Plan skoppa

Ný smáskífa hljómsveitarinnar The Dillinger Escape Plan, “Prancer”, er nú í boði á bæði Itunes og Amazon vefnum (og er einnig í boði hér að neðan). Lagið er tekið af tilvonandi breiðskífu sveitarinnar “One Of Us Is The Killer” sem verður gefin út 14. maí næstkomandi af Party Smasher Inc./Sumerian Records útgáfunum. Sveitin hafði eftirfarandi um nýja efnið að segja:

Words can’t describe the feelings right now as we begin to present this album to you today. There are a million different things we’d probably like to say, to one another and to all of you, but pages couldn’t contain. So here you go. To everyone that’s been on this ride for a while, thank you, and to everyone just getting onboard, welcome. We’re grateful for the ability to express ourselves artistically, to be able to release a piece of our souls through music and words, and we’re proud that any of you can relate to our expression or get something out of it in any way – that our band and what we do means anything at all to you.

– The Dillinger Escape Plan

Heaven Shall Burn með nýja breiðskífu.

Þýska hljómsveitin og íslandsvinirnir í hljómsveitinni Heaven Shall Burn senda frá sér plötuna “Veto” 30. apríl næstkomandi. Platan verður gefin út í sérstakri viðhafnarútgáfu þar sem bæði verður að finna Killing Joke ábreiðu (við lagið European Superstate) í viðbót við heilan tónleikadisk með fimmhundruðustu tónleikum sveitarinnar, sem voru haldnir 21. desember 2012 í heimabæ sveitarinnar, Saalfeld í þýskalandi. Efni sveitarinnar er gefið út af Nuclear Blast útgáfunni og mun innihalda eftirfarandi efni:

01 – “Godiva”
02 – “Land Of The Upright Ones” (ásamt Rob Franssen & Dominik Stammen úr Born From Pain)
03 – “Die Sturme Rufen Dich”
04 – “Fallen”
05 – “Hunters Will Be Hunted”
06 – “You Will Be Godless”
07 – “Valhalla” (Blind Guardian ábreiða með Hansi Kursch úr Blind Guardian)
08 – “Antagonized”
09 – “Like Gods Among Mortals”
10 – “53 Nations”
11 – “Beyond Redemption”
12 – “European Superstate” (Killing Joke ábreiða)

“500.Live“:
01 – “Counterweight”
02 – “Profane Believers”
03 – “The Only Truth”
04 – “The Omen”
05 – “Voice Of The Voiceless”
06 – “Behind A Wall Of Silence”
07 – “Combat”
08 – “Forlorn Skies”
09 – “Whatever It May Take”
10 – “The Disease”
11 – “Trespassing The Shores Of Your World”
12 – “Endzeit”
13 – “Black Tears” (Edge Of Sanity ábreiða)
14 – “To Inherit The Guilt”
15 – “The Weapon They Fear“

Deathwish með ókeypis safndisk

Hin frábæra Deatwish útgáfa, sem gefur út efni með pönk, harðkjarna og þungarokksveitum er tilbúið með frían safndisk að nafnið “Spring 2013”. Á disknum er hægt að heyra efni með eftirfarandi hljómsveitum:

Touche Amore
AC4 (áður óútgefið))
Blacklisted
Loma Prieta (áður óútgefið)
Code Orange Kids
Heiress
Birds In Row
Narrows
Gaza
Oathbreaker
Converge
Hesitation Wounds
Punch
Living Eyes
Mindset
Vigilante
New Lows
The Mongoloids (áður óútgefið)
Palm
Whips/Chains
Single Mothers
Stomach Earth (áður óútgefið)
Deafheaven
Cold Cave (áður óútgefið)
Self Defense Family
Dad Punchers

Hér að neðan má nálgast efnið í heild sinni:
Sækja á Mediafire
Sækja á Sendspace
Sækja á Yousendit
Sækja á Deathwish

Munið að ef þið finnið eitthvað á þessum safndisk sem þið kunnið að meta, þá er alltaf hægt að kaupa meira með þeim listamönnum í vefverslun deathwish útgáfunnar:
http://www.deathwishinc.com/estore