Month: febrúar 2013

Skálmöld – Myrkur, kuldi, ís og snjór

Skálmöld heldur í víking á næstu dögum og leggur í tíu daga tónleikaferð um Ísland. Sveitin spilar á hverjum degi og kemur víða við en túrinn hefur hlotið yfirskriftina „Myrkur, kuldi, ís og snjór 2013“. Athygli vekur að meðal áfangastaða er Litla-Hraun en vistmenn hafa nokkuð oft lýst yfir áhuga á að fá Skálmöld í heimsókn.

Dagskráin er sem hér segir:
28.02.13 – Kl. 21.00 – Hnífsdalur – Félagsheimilið
01.03.13 – Kl. 22.00 – Selfoss – Hvíta húsið
02.03.13 – Kl. 22.00 – Sauðárkrókur – Mælifell
03.03.13 – Kl. 21.00 – Akureyri – Græni hatturinn
04.03.13 – Kl. 21.00 – Húsavík – Íþróttahöllin
05.03.13 – Kl. 21.00 – Eskifjörður – Valhöll
06.03.13 – Kl. 21.00 – Höfn – Sindrabær
07.03.13 – Kl. ??.?? – Litla-Hraun – Lokaðir tónleikar
08.03.13 – Kl. 22.00 – Vestmannaeyjar – Höllin
09.03.13 – Kl. 22.00 – Reykjavík – Gamli Gaukurinn

Rétt er að benda á að tónleikarnir hefjast tímanlega í hvert sinn og fólki bent á að mæta tímanlega. Miðaverð er 3.000 krónur og miðasala við innganginn nema annað sé auglýst sérstaklega.

Eins og fyrr segir hefja Skálmaldarliðar leika í Hnífsdal. Jón Geir Jóhannsson trymbill Skálmaldar og Ísfirðingur hefur að því tilefni sent frá sér yfirlýsingu:

Sem trymbill Skálmaldar verður að segjast að ég er í minnihluta. Hinir meðlimirnir fimm eru allir kenndir við Þingeyjarsýslur en ég sjálfur er jú Ísfirðingur inn að beini. Það verður mér því sérstök ánægja að kynna þá félaga mína fyrir mínu heimafólki, og þeirra rokkeðli og ég vonast því
eftir því að sjá sem allra flesta samankomna á tónleikunum á fimmtudaginn.

Og nú vil ég skora á ykkur!

Ég, Jón Geir Jóhannsson, heiti því hér með að sýni Ísfirðingar og nærsveitafólk sitt rétta andlit, og félögum mínum að Húsavík er ekki eini rokkbær Íslands, mun ég láta húðflúra á mig skjaldarmerki míns gamla heimabæjar, Ísafjarðar. Ákvörðun verður tekin strax að tónleikunum loknum og telst þá endanleg.

Reykjavík, í febrúar 2013

Onno CroMag RIP

Gamla harðkjarna kempan Onno Cromag (Onno van Ravestijn) er látinn samkvæmt fréttum á netinu. Kappinn hefur í langan tíma fyrir talsmaður harðkjarna tónlistar um allan heim og stofnaði útgáfun Strength Records með Roger Miret (Agnostic Front). Í gegnum tíðina hefur Onno verið mikið fyrir útgáfur á safndiskum á borð við Respect Your Roots seríuna, sem hefur nú komið út í nokkrum útgáfum (Hollland, Evrópu og nú síðast heimsútgáfan).

Kyuss Lives! verður Vista Chino

Eftir málaferli og vesen hefur hljómsveitin Kyuss Lives! ákveðið að endurnefnasig Vista Chino. Hljómsveitin Kyuss Lives! var samansett úr fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar Kyuss og var lagalisti sveitarinnar tekin úr útefnu efni hljómsveitarinnar KYUSS. Í sveitinni eru Brant Bjork (Kyuss, Fatso Jetson, Fu Manchu, Mondo Generator ofl.), John Garcia (Kyuss, Slo Burn, Unida, Hermano), Nick Oliveri (Kyuss, Queens of the Stone Age, Mondo Generator, Dwarves) og Bruno Fevery (Kyuss Lives!).

Ný breiðskífa frá hljómsveitinni Vista Chino er væntanleg á þessu ári, en sveitin hefur núþegar hljóðritað efnið.

Beneath til Portúgal.

Íslenska dauðarokksveitin Beneath heldur til Portúgals í apríl mánuði til að spila á SWR Barroselas Metalfest. Hátíðin verður haldin 24 til 27. apríl og mun einnig innhalda eftirfarandi hljómsveitir: Possessed, Pentagram, Cryptopsy, Belphoegor, Sercrets of the moon, Cattle Decatpitation, í viðbót við heilan helling af öðrum böndum. Nánari upplýsingar um þessa hátíð er að finna hér: www.swr-fest.com

Botnleðja með safnplötu?

Hin goðsagnakenda íslenska rokksveit Botnleiðja er enn í fullu föri og setti eftirfarandi færslu á facebook. Hugsanleg safnplata gæti því innihaldið samansafn af besta efni sveitarinnar í viðbót við sjaldgjöf og áður óútgefið efni. Þar að auki gæti þessi plata einnig innihaldið tvö glænýlög.

Kæru vinir.

Við erum alvarlega að spá í að gefa út best of plötu Botnleðju fyrir sumarið.

Á henni á að vera samansafn af plötunum okkar, læv efni frá Gauknum síðasta sumar, upptökur af lögum sem komust ekki á Drullumall, Fólk er fífl, Magnýl og Douglas Dakota (frekar fyndin lög).

Svo ætlum við að henda okkur í stúdíó og taka upp tvö glæný lög.

Þetta kostar víst handlegg. Því spyrjum við. Er einhver stemmning fyrir þessu?

Þrettán með Suicidal Tendencies

Tilvonandi breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Suicidal Tendencies hefur fengið nafnið 13, en um er að ræða níundu breiðskífa sveitarinnar frá upphafi. Umrædd plata verður gefin út 26. mars næstkomandi og er hægt að sjá smá sýnishorn hér að neðan. Umrætt myndband innheldur brot úr laginu Cyco Style, sem verður um leið fysta myndband sveitarinnar af plötunni, Myndband er leikstýrt af Pep Williams.

Slayer með vesen

Fréttir um brotthvarf trommuleikara hljómsveitarinnar Slayer hafa verið áberandi í vikunni. Eftir smá rannsóknarvinnu komst trommarinn Dave Lambardo að einhverju gruggugu í sambandi við fjármál sveitarinnar sem varð til þess að hann sat hjá í núverandi tónleikaferðalagi sveitarinnar um Ástralíu. Samkvæmt yfirlýsingu frá Slayer eru þeir ekki sammála kappanum og létu þessi skrif eftir sig:

“Slayer confirms that Jon Dette will drum for the band on its Australian tour that starts this Saturday, February 23 in Brisbane. As regards Dave Lombardo‘s Facebook post, Slayer does not agree with Mr. Lombardo‘s substance or the timeline of the events, except to acknowledge that Mr. Lombardo came to the band less than a week before their scheduled departure for Australia to present an entirely new set of terms for his engagement that were contrary to those that had been previously agreed upon.

The band was unable to reach an agreement on these new demands in the short amount of time available prior to leaving for Australia. There is more to the account than what Mr. Lombardo has offered, but out of respect to him, Slayer will not be commenting further. Slayer is grateful to its Australian fans for their understanding of this unfortunate last-minute change, and very much looks forward to seeing them at these shows.”

Adam Duce hættur í Machine Head.

Bassaleikari hljómsveitarinnar Machine Head er hættur í sveitinni, en hann hefur verið í sveitinni frá upphafi. Sveitin heldur áfram án bassaleikara og er þessa dagana að vinna að nýrri breiðskífu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu frá sveitinni varðandi málið:

“Machine Head and bassist Adam Duce have parted ways. The split is amicable, and Machine Head would like to wish Adam the best with his current and future endeavors. The band will continue on for the time being as a three-piece and have begun the writing process for their follow-up to 2011′s “Unto The Locust“. A late 2013 release is projected.”