Month: janúar 2013

Celestine

Hin magnaða, stórfenglega og skemmtilega hljómsveit Celestine hefur tilkynnt það opinberlega að sveitin sé að hætta. Hér er það sem sveitin hafði að segja:

Kæru vinir.Hér með lýsum við meðlimir í Celestine yfir aðskilnaði bandsins frá og með 2 febrúar.Þetta eru búinn að vera góð og viðburðarík 7 ár.Við erum stoltir að hafa fengið að búa til tónlist sem margir hafa notið í gegnum þennan tíma,og munu vonandi gera í langann tíma eftir það.Og í framhaldi af því viljum við endilega sjá sem flesta á lokhófi okkar Laugardaginn 2 febrúar.Nánari upplýsingar um tónleikana munu koma fram á næstunni.Friður sé með ykkur.

Suffocation

Dauðarokksveitin Suffocation hafa skellt nýju lagi a netið sem verður að finna á plötunni Pinnacle of Bedlam, en platan verður gefin út 19. febrúar næstkomandi. Lagið sem hér um ræðir heitir Cycles of Sufering og er hægt að hlusta á hér að neðan:

The Last Stand

Bandaríska hardcore hljómsveitin The Last stand (frá Brooklyn í New York) hefur skellt laginu Watch You Go á netið, en lagið verður að finna á plötunni The time is now sem gefin verður út 22. janúar næstkomandi. Í laginu er má heyra í íslandsvininum Lou Keller, en hann er söngvari hljómsveitarinnar Sick of it all.

Wear Your Wounds

Gömul upptaka hljómsveitarinnar Wear Your Wounds, með converge manninn Jacob Bannon í fararbroddi eru nú í boði á netinu. Lagið er frá árinu 2001 og ber nafnið The Migration. Þetta er nokkuð ólíkt því efni sem hann gefur út með Converge en gæti heillað einhvern nýjaldarpunginn:

Protest the Hero

Kanadíska metalbandið Protest the Hero er að semja nýja plötu þessa dagana og hafa farið frumlegar leiðir til að fjármagna upptökurnar. Sveitin setti af stað Indiegogo fjáröflun og var takmarið að safna 125þús dollurum til að vinna alla plötuna. Því takmarki hefurnúþegar verið náð (og á innan við 24 tímum) og vel það, enda ekki lítið um áhugaverða hluti sem sveitin verðlaunar þeim sem hjálpa til. Meðal þess sem fólk fær fyrir aðstoðina allt frá stafrænu eintaki af plötunni, upp í það að syngja með á plötunni sjálfri.

Hægt er að fylgjast með og aðstoða bandið hér:
http://www.indiegogo.com/protestthehero

Útgáfutónleikar Völvu og Hindurvætta

Völva
Plastic Gods
Hindurvættir
Naught

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2013-01-19
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 

 

Útgáfutónleikar Hindurvætta og Völvu verða haldnir á Gauknum 19. janúar næstkomandi. Fagnað verður samútgáfu hljómsveitana. Taka þarf fram að útgáfan mun einungis koma út á tölvutæku formi þessa helgi en verður væntanleg á veraldlegu formi á þessu ári.

The release concert of a split between the bands Hindurvættir & Völva held at Gamli Gaukurinn 19th of january. The split will be released online at first but physical copies will be available later in the year.
Supporting acts are Naught and the well-known Plastic Gods. The concert starts at 22:30 and entry fee is 500 kr.

Event:  http://www.facebook.com/events/313876158724471/
Miðasala: