Month: október 2012

Nýtt myndband frá Meshuggah

Sænsku snillingarnir í hljómsveitinni Meshuggah eru búnir að senda frá sér nýtt myndband við lagið Demiurge Lagið erað finna á hinn stórgóðu Koloss breiðskífu sem er sjöunda breiðskífa sveitarinnar, en Koloss var gefin út í mars mánuði á þessu ári. Tvær útgáfur eru í boði af plötunni, “þessi venjulega” og önnur með auka DVD mynddisk þar sem hægt var að fylgjast með gerð plötunnar í viðbót við tónleikamyndband með sveitinni frá Indlandi.

Zao með nýtt efni á næsta ári.

Hljómsveitin Zao hefur staðfest að hún sé að semja efni fyrir nýja breiðskífu. Zao menn ætla því að taka því rólega í tónleikahaldi svo að þeir nái að einbeita sér að þessrri nýju plötu, sem þeir vona að verði þeirra allra besta. Ef áætlanir sveitameðlimar genga eftir þá heyrum við nýja Zao plötu á næsta ári.

The Freak is Alive

Íslenska hljómsveitin Momentum var að senda frá sér nýja smáskífu af tilvonandi breiðskífu, að nafni Freak is alive. Lagið, sem jafnframt er titilag plötunnar, er hægt að hlusta á á bandcamp síðunni, eða hér að neðan. Sveitin sendi frá sér fréttatilkynningu vegna útgáfu lagsins og finna má hana hér:

Lagið er titillag plötunnar og ber heitið The Freak is Alive. Upptaka og hljóðblöndun á laginu var í traustum höndum Axel “Flex” Árnasonar og hljómsveitarinnar sjálfrar. Vinnsla á plötunni hefst svo á næstu mánuðum og er áætlað að hún komi út fyrri hluta ársins 2013. Áhugasamir munu geta halið niður laginu endurgjaldslaust á öllum þeim miðlum sem sveitin er skráð á og sem upp á slíka þjónustu bjóða.

Hljómsveitin Momentum var stofnuð síðari hluta 2003 og hefur hún frá árdögum verið hátt skrifuð í íslenska rokkheiminum. Síðasta plata sveitarinnar ‘Fixation, at Rest’ hlaut einróma lof gagnrýnenda bæði á Íslandi sem og erlendis og rataði hún ítrekað inn á lista hjá fólki yfir plötur ársins (2010) og var til að mynda á úrvalslista Kraums tónlistarsjóðs það árið. Því er óhætt að segja að krefjandi verkefni er fyrir höndum hjá liðsmönnum Momentum að toppa sig en sveitin er fullviss um að takast það með komandi plötu.

Árið 2012 hefur verið tilkomumikið í sögu sveitarinnar. Eftir vel heppnaða tónleikaferð til Frakklands í október 2011 voru meðlimir æstir í að halda útrásinni áfram. Sveitin tók sig til og skipulagði, í samstarfi við færeysku hljómsveitina Synarchy, tónleikaferð um Ísland og Færeyjar undir nafninu Ferðin til Heljar 2012. Þar stóðu hvað helst uppúr frábærir tónleikar beggja sveita á annars vegar Eistnaflugi á Neskaupstað og hinsvegar G! Festival í Götu, Færeyjum. Einnig stóð til tónleikaferð til Danmerkur í lok árs en hefur henni verið frestað fram í apríl á næsta ári.

Þá kom sveitin einnig fram á einum stærstu rokktónleikum sem haldnir hafa verið með íslenskum sveitum, Rokkjötnar í Kaplakrika 8. september.

Undanfarið ár hefur ekki aðeins verið dans á rósum hjá hljómsveitinni en fyrri hluta ársins urðu meðlima breytingar í sveitinni.Gítarleikari og samstarfsmaður til margra ára Erling Baldursson hvarf á braut og í stað hans kom Sigurður Árni Jónsson,einnig kenndur við hljómsveitina Atrum og hefur samstarfið farið vel af stað.

Framundan hjá sveitinni er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves en Momentum spilar nú í fjórða sinn á hátíðinni og í þetta skipti kemur hún tvisvar fram. Laugardaginn 3. nóvember á Gamla Gauknum og sunnudaginn 4. nóvember á Café Amsterdam. Eftir það verður að mestu leyti legist undir feld og komandi plata kláruð ásamt nokkrum tónleikum.

Einhver Andskotans Læti

Wistaria
Angist
Aeterna
Blood Feud

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-10-19
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Eðal Metall á Gauknum 19. okt
Húsið opnar 21:00 (2 for 1 drykkjartilboð milli 21-22)
Fyrsta band á svið klukkan 22:00
1000 kjéll inn

Event:  https://www.facebook.com/events/232874590171481/232878476837759/?notif_t=plan_mall_activity
Miðasala: