Month: ágúst 2012

icelandic tattoo expo

þann 14-16 sept. Verður haldin Tattoo ráðstefna í Súlnasal á Hótel Sögu.
Og er þetta í fyrsta sinn sem tattoo ráðstefna á þessari stærðargráðu er haldin á Íslandi
45 artistar verða á staðnum koma 35 artistar erlendis frá og 10 Íslenskir. Þessir artistar eru allir á hæðsta standard og eru flestir þeirra marg verðlaunaðir fyrir verkin sín af ráðstefnum um allan heim, og mjög virtir í tattoo heiminum sem við erum mjög stoltir að fá til okkar, því margir af þeim eru með margra ára biðlista. Við munum bjóða upp á artista í öllum flokkum, portrait, old school, tribal, new school, japanese, black and grey , colors og svo mætti lengi telja. Þarna verða svo 3 mjög færir artistar sem sérhæfa sig í handgerðum tattooum og eru þeir alveg sér á parti í víkinga stílnum.

Þarna verður í fyrsta skipti á Íslandi freakshow með hinum heimsþekkta Lizardman en hann er einn mest tattooaði maður heims og er búinn að breyta sér í eðlu, skemmtileg týpa og þú getur fengið mynd af þér með honum ef þú þorir.

Sanaxxx verður einnig á svæðinu og er með japanskt leikhús og er hún búin að sýna á ráðstefnum útum allan heim, þetta listræn sýning sem sýnir inn í japanska tattoo menningu, mögnuð sýning sem vert er að sjá fyrir unnendur japanskrar tattoo menningu.
Travelling Mick hefur allt sitt líf verið að mynda tattoo um allan heim og er virtasti tattoo ljósmyndari heims og tekur hann myndir í yfir 10 tattoo blöðum víðsvegar um heiminn og ætlar hann að vera með ljósmynda sýningu af myndunum sínum, einstakt tækifæri að sjá myndir eftir mann sem hefur tileinkað lífi sínu að hafa upp á tattoo menningu í öllum heimshornum og fáum við að sjá myndir af allskonar þjóðflokkum og fræðir hann okkur um ástæður hinna og þessa þjóðflokka hvað tattooin tákna.
Það er gaman að segja frá því að áhuginn erlendis frá er gífurlegur og eru 7 erlend tattoo blöð sem ætla að verða á staðnum sem ætla að mynda sýninguna og fólkið og ætla að birta þær í öllum sínum blöðum.
Alla helgina eru svo keppnir sem fólk kemur upp á svið og sýnir tattooin sín og verða alþjóðlegir dómarar sem dæma í hverjum flokki og eru flokkarnir, old school, portrait, tribal, new school, japanese, black and grey , colors og svo það sé nú alveg á hreinu þá þarf tattooið ekkert endilega hafa verið gert á ráðstefnunni þannig ef þú ert með meistarverk á kroppnum komdu endilega og vertu með hver veit nema þú sért winner og fáir mynd af þér í erlendu tattoo blaði  Svo eru þrír flokkar, best of Friday, best of Saturday og best of show en þessi tattoo verða að vera gerð á ráðstefnunni.
Sölubásar verða á staðnum með töff fatnað, skart og margt fleira
Það verður eitthvað að gerast á klukkutíma fresti, tónlist, freaks, japönsk listasýning, tattoo keppnir og eitthvað fleira skemmtilegt en svo er auðvitað 45 artistar að flúra fólk þannig að nóg er um að vera alla helgina og engum ætti að leiðast.
Farið endilega á www. icelandictattooexpo.com og á http://www.facebook.com/IcelandicTattooExpo þar erum við með lista yfir alla artistana og bendum við fólki á að panta sér tíma tímanlega hjá þeim artista sem þeim líst best á , sendið þeim e-mail sem er að finna á heimasíðunni okkar www.icelandictattooexpo.com.
Miðasala fer fram á Hótel sögu við innganginn og hægt verður að kaupa dagspassa og helgarpassa. Opnunartíminn verður :
Föstudaginn 14 sept frá 15:00 – 24:00
Laugardaginn 15 sept frá 12:00-24:00
Sunnudagurinn 16sept frá 12:00-19:0

Útgáfutónleikar Celestine

DJ set
Two Tickets to Japan
Plastic Gods
Celestie

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-08-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 

 

Nú er komið að því krakkar.Við drengirnir í Stínunni ætlum að herja til einnar meiraháttar útgáfu tónleika veislu þann 10 ágúst á Gauknum sem ætti ekki að
skilja neinn eftir hungraðann.Og höfum við fengi góða vini okkar til að byrja partíið með stæl!

En þar má til með geta að nokkrir vel valdnir aðillar úr Stínu munu vera með alveg brakandi ferskt dj sett á undan aðal veislunni.Ekki láta þig vanta þetta kvöld.mætið endilega um leið og húsið opnar til að skála með okkur í fögnuði á þessum yndislega degi og hlýðið einnig í leiðinni á ljúfa tóna vel valinna slagara.

Húsið opnar kl.22.00-Nóttin er ung.

1500 kr inn. 2000 fyrir miða. mæli samt með inngangnum 😉

Line up:

(Dangerous) Dj set

Two Tickets to Japan

Plastic Gods

Celestine

Event:  http://www.facebook.com/events/342357852513659/
Miðasala: 

Rokkjötnar 2012

Rokkjötnar 2012

HAM
Skálmöld
Sólstafir
Brain Police
Bootlegs
The Vintage Caravan
Endless Dark
Momentum

Hvar? Annað
Hvenær? 2012-09-08
Klukkan? 16:00:00
Kostar? 4990 kr
Aldurstakmark? 18

 

Þann 8. september verða haldnir risatónleikar í íþróttahúsinu í Kaplakrika þar sem áherslan verður lögð á rokk í þyngri kantinum. Á tónleikunum, sem hlotið hafa nafnið Rokkjötnar 2012, koma alls fram átta af stærstu rokksveitum landsins fyrr og síðar. Þær rótgrónustu eiga rætur sínar að rekja allt til níunda áratugarins á meðan aðrar eru nýrri af nálinni, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að spila ósvikna rokktónlist af sveittari gerðinni.

Tónleikamenning Íslendinga hefur vaxið mjög síðustu ár og þar eru rokktónleikar engin undantekning. Þó hefur hingað til verið fáheyrt að slíkum fjölda af fremstu rokksveitum þjóðarinnar sé att saman við aðstæður sem þessar. Þannig verður ekkert til sparað, hljóð- og ljósakerfi verður af stærðargráðu sem fátítt er að prýði slíkar samkomur og umgjörðin öll hin glæsilegasta.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru HAM, Skálmöld, Sólstafir, Brain Police, The Vintage Caravan, Bootlegs, Endless Dark og Momentum. Þrátt fyrir að öllu verði til tjaldað verður allt kapp lagt á að halda kostnaði niðri og miðaverð því aðeins 4.990 krónur.

Biggest Rock concert in Iceland, just be there!!

Event:  http://www.facebook.com/Rokkjotnar
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/7071